Aron: Við vitum að þeir eru góðir en við erum líka góðir Henry Birgir Gunnarsson í Katowice skrifar 15. janúar 2016 06:00 Björgvin Páll Gústavsson og Guðjón Valur Sigurðsson voru léttir á æfingunni í gær. Vísir/Valli „Mér finnst vera góð orka í liðinu,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari rúmum sólarhring fyrir fyrsta leik Íslands á EM. Norðmenn bíða strákanna okkar í Spodek-höllinni í Katowice. Undirbúningur liðsins hefur gengið vel og vaxandi í leik íslenska liðsins. „Við höfum náð að dreifa álaginu vel í undirbúningsleikjunum og það hefur komið virkilega vel út. Við höfum unnið mikið í því að fækka skiptingum um eina milli varnar og sóknar. Að reyna að gera það ekki allan leikinn. Við myndum gjarna geta gert það hálfan leikinn. Þessi hluti hefur haft áhrif á valið í hópinn hjá okkur.“ Þó svo ástand liðsins sé nokkuð gott á leikdegi þá hafa, eins og venjulega, komið upp smá erfiðleikar í undirbúningi. Magakveisa hjá Vigni og Arnóri Þór og Ásgeir Örn meiddist á hné. „Þeir sem hafa verið meiddir eru að ná sér. Við vorum hræddir við að hnéð á Ásgeiri Erni. Óttuðumst að hnéð myndi bólgna upp en það virðist hafa sloppið. Vignir var þrekaður á æfingunni í dag eftir magakveisuna. Arnór Þór var fljótari að ná sér enda aðeins nettari,“ sagði landsliðsþjálfarinn og glotti. Þó svo þjálfarinn sé bjartsýnn þá er hann ekkert að missa sig í stórum yfirlýsingum fyrir mótið þó svo fyrsta markmið liðsins sé klárt. Það er að tryggja sér sæti í forkeppni Ólympíuleikanna. „Ég er vongóður um að þetta verði gott mót. Við verðum að vera klárir í þennan fyrsta leik. Ég er bjartsýnn á það enda hefur verið stígandi í leik okkar. Við stóðumst pressuna í seinni leiknum gegn Þjóðverjum og spiluðum vel. Nokkrar uppstillingar komu vel út og við verðum að nýta þær í þessu móti,“ segir þjálfarinn en hann vill ekki gera of mikið úr mikilvægi leiksins í kvöld.Aron Kristjánsson.Vísir/ValliStigin gætu hæglega dreifst svolítið meira en áður „Maður verður að horfa á þetta þannig að það sé númer eitt, tvö og þrjú að komast áfram í milliriðilinn. Hvernig staðan er eftir þá er það sem mun skipta mestu máli. Á þessu móti eru mörg liðanna afar jöfn. Stigin gætu hæglega dreifst svolítið meira en áður. Hjá okkur snýst þetta fyrst og fremst um að hafa allt okkar á hreinu. Mæta klárir í leikinn með þá hluti sem við höfum verið að æfa. Spila fullir sjálfstrausts og vera góðir í að klára sóknir og skynsamir. Þá er ég vongóður um að þetta verði gott mót hjá okkur.“ Aron þekkir það ekki sem landsliðsþjálfari að tapa fyrir Norðmönnum enda hefur Ísland ekki tapað gegn Noregi í heil átta ár. Hann lítur samt á Noreg sem mjög hættulegan andstæðing. „Norðmenn eru í mikilli sókn og eiga töluvert mikið af góðum leikmönnum. Sterkir, ungir leikmenn hafa komið inn. Það er komið meira skipulag á þeirra leik og liðið er í líkamlega góðu formi. Noregur er mjög verðugur andstæðingur og það sést best á þeim úrslitum sem liðið hefur verið að ná síðastliðið ár. Við vitum að þeir eru góðir en við erum líka góðir,“ sagði þjálfarinn en hvað telur hann að Ísland geti farið langt á þessu móti? „Ég tel að við getum náð mjög góðum árangri. Þetta snýst samt alltaf um að halda einbeitingu á einum leik í einu. Það er bara hægt að vinna einn leik í einu. Við þurfum að vera góðir í því að stýra því sem við getum stýrt.“ EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
„Mér finnst vera góð orka í liðinu,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari rúmum sólarhring fyrir fyrsta leik Íslands á EM. Norðmenn bíða strákanna okkar í Spodek-höllinni í Katowice. Undirbúningur liðsins hefur gengið vel og vaxandi í leik íslenska liðsins. „Við höfum náð að dreifa álaginu vel í undirbúningsleikjunum og það hefur komið virkilega vel út. Við höfum unnið mikið í því að fækka skiptingum um eina milli varnar og sóknar. Að reyna að gera það ekki allan leikinn. Við myndum gjarna geta gert það hálfan leikinn. Þessi hluti hefur haft áhrif á valið í hópinn hjá okkur.“ Þó svo ástand liðsins sé nokkuð gott á leikdegi þá hafa, eins og venjulega, komið upp smá erfiðleikar í undirbúningi. Magakveisa hjá Vigni og Arnóri Þór og Ásgeir Örn meiddist á hné. „Þeir sem hafa verið meiddir eru að ná sér. Við vorum hræddir við að hnéð á Ásgeiri Erni. Óttuðumst að hnéð myndi bólgna upp en það virðist hafa sloppið. Vignir var þrekaður á æfingunni í dag eftir magakveisuna. Arnór Þór var fljótari að ná sér enda aðeins nettari,“ sagði landsliðsþjálfarinn og glotti. Þó svo þjálfarinn sé bjartsýnn þá er hann ekkert að missa sig í stórum yfirlýsingum fyrir mótið þó svo fyrsta markmið liðsins sé klárt. Það er að tryggja sér sæti í forkeppni Ólympíuleikanna. „Ég er vongóður um að þetta verði gott mót. Við verðum að vera klárir í þennan fyrsta leik. Ég er bjartsýnn á það enda hefur verið stígandi í leik okkar. Við stóðumst pressuna í seinni leiknum gegn Þjóðverjum og spiluðum vel. Nokkrar uppstillingar komu vel út og við verðum að nýta þær í þessu móti,“ segir þjálfarinn en hann vill ekki gera of mikið úr mikilvægi leiksins í kvöld.Aron Kristjánsson.Vísir/ValliStigin gætu hæglega dreifst svolítið meira en áður „Maður verður að horfa á þetta þannig að það sé númer eitt, tvö og þrjú að komast áfram í milliriðilinn. Hvernig staðan er eftir þá er það sem mun skipta mestu máli. Á þessu móti eru mörg liðanna afar jöfn. Stigin gætu hæglega dreifst svolítið meira en áður. Hjá okkur snýst þetta fyrst og fremst um að hafa allt okkar á hreinu. Mæta klárir í leikinn með þá hluti sem við höfum verið að æfa. Spila fullir sjálfstrausts og vera góðir í að klára sóknir og skynsamir. Þá er ég vongóður um að þetta verði gott mót hjá okkur.“ Aron þekkir það ekki sem landsliðsþjálfari að tapa fyrir Norðmönnum enda hefur Ísland ekki tapað gegn Noregi í heil átta ár. Hann lítur samt á Noreg sem mjög hættulegan andstæðing. „Norðmenn eru í mikilli sókn og eiga töluvert mikið af góðum leikmönnum. Sterkir, ungir leikmenn hafa komið inn. Það er komið meira skipulag á þeirra leik og liðið er í líkamlega góðu formi. Noregur er mjög verðugur andstæðingur og það sést best á þeim úrslitum sem liðið hefur verið að ná síðastliðið ár. Við vitum að þeir eru góðir en við erum líka góðir,“ sagði þjálfarinn en hvað telur hann að Ísland geti farið langt á þessu móti? „Ég tel að við getum náð mjög góðum árangri. Þetta snýst samt alltaf um að halda einbeitingu á einum leik í einu. Það er bara hægt að vinna einn leik í einu. Við þurfum að vera góðir í því að stýra því sem við getum stýrt.“
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti