Hekla blæs til stórsýningar Finnur Thorlacius skrifar 15. janúar 2016 08:41 Nýi Skoda Superb. Það verður mikil bílaveisla á morgun í Heklu, laugardag 16. janúar, milli klukkan 12 og 16, þegar stórsýning verður haldin í nýjum og glæsilegum salarkynnum við Laugaveg 170 – 174. Hekla tjaldar öllu til og frumsýnir glæsikerruna Skoda Superb sem beðið hefur verið með eftirvæntingu og 567 hestafla sportbílinn Audi RS7. Auk þess verður til sýnis fjölbreytt úrval bíla frá Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi. Má þar nefna Golf-R og Passat Alltrack frá Volkswagen, Mitsubishi Outlander, nýja verðlaunasendibílinn VW Transporter og tengiltvinnbílinn Audi A3 e-tron sem slegið hefur í gegn. Fjöldi annarra fararskjóta verða svo til sýnis og reynsluaksturs og að auki verður hægt að taka snúning í veltibílnum vinsæla. Árið 2015 var einkar farsælt hjá Hekla og er stórsýningin ekki síst hugsuð til að sýna afraksturinn. Hekla seldi rúmlega 3000 bíla, Skoda Octavia var mest seldi bíll ársins 2015 og í öðru sæti var Volkswagen Golf. Að auki voru gerðar gagngerar endurbætur á sýningarsölum og því tilvalið að blása til stórsýningar í nýuppgerðum salarkynnum. En sýningin er einnig til þess fallin að fagna nýju ári og kynna það sem er í boði. Samkvæmt Friðberti Friðbertssyni forstjóra Hekla er framtíðin björt og fjölmargt á döfinni. „Síðasta ár var gott og 2016 leggst vel í okkur. Hekla var með yfirburða markaðsstöðu í sölu á vistvænum bílum og við búumst við söluaukningu í þessum flokki á árinu. Við bjóðum upp á níu vistvæna kosti sem samanstanda af rafbílum, tvinnbílum og tengiltvinnbílum og von er á enn fleiri bílum. Á stórsýningunni gefst okkur bæði tækifæri til að sýna nýju salarkynnin sem og það fjölbreytta úrval bíla sem við erum með í boði. Við erum að frumsýna flaggskip Skoda, glæsibílinn Skoda Superb sem við erum afar stolt af, og sportbílinn Audi RS7. Volkswagen Golf-R verður á staðnum en hann er 300 hestafla tryllitæki sem er 4,9 sekúndur í hundraðið. Volkswagen e-Golf er bíll sem við erum líka mjög stolt af en hann var annar tveggja söluhæstu rafbíla landsins í fyrra. Einnig verðum við með pallbílinn Mitsubishi L200 sem hefur fengið frábærar viðtökur. Það verður líf og fjör í hverjum sal,“ segir Friðbert sem hvetur alla til að mæta á stórsýninguna á laugardaginn. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Það verður mikil bílaveisla á morgun í Heklu, laugardag 16. janúar, milli klukkan 12 og 16, þegar stórsýning verður haldin í nýjum og glæsilegum salarkynnum við Laugaveg 170 – 174. Hekla tjaldar öllu til og frumsýnir glæsikerruna Skoda Superb sem beðið hefur verið með eftirvæntingu og 567 hestafla sportbílinn Audi RS7. Auk þess verður til sýnis fjölbreytt úrval bíla frá Audi, Volkswagen, Skoda og Mitsubishi. Má þar nefna Golf-R og Passat Alltrack frá Volkswagen, Mitsubishi Outlander, nýja verðlaunasendibílinn VW Transporter og tengiltvinnbílinn Audi A3 e-tron sem slegið hefur í gegn. Fjöldi annarra fararskjóta verða svo til sýnis og reynsluaksturs og að auki verður hægt að taka snúning í veltibílnum vinsæla. Árið 2015 var einkar farsælt hjá Hekla og er stórsýningin ekki síst hugsuð til að sýna afraksturinn. Hekla seldi rúmlega 3000 bíla, Skoda Octavia var mest seldi bíll ársins 2015 og í öðru sæti var Volkswagen Golf. Að auki voru gerðar gagngerar endurbætur á sýningarsölum og því tilvalið að blása til stórsýningar í nýuppgerðum salarkynnum. En sýningin er einnig til þess fallin að fagna nýju ári og kynna það sem er í boði. Samkvæmt Friðberti Friðbertssyni forstjóra Hekla er framtíðin björt og fjölmargt á döfinni. „Síðasta ár var gott og 2016 leggst vel í okkur. Hekla var með yfirburða markaðsstöðu í sölu á vistvænum bílum og við búumst við söluaukningu í þessum flokki á árinu. Við bjóðum upp á níu vistvæna kosti sem samanstanda af rafbílum, tvinnbílum og tengiltvinnbílum og von er á enn fleiri bílum. Á stórsýningunni gefst okkur bæði tækifæri til að sýna nýju salarkynnin sem og það fjölbreytta úrval bíla sem við erum með í boði. Við erum að frumsýna flaggskip Skoda, glæsibílinn Skoda Superb sem við erum afar stolt af, og sportbílinn Audi RS7. Volkswagen Golf-R verður á staðnum en hann er 300 hestafla tryllitæki sem er 4,9 sekúndur í hundraðið. Volkswagen e-Golf er bíll sem við erum líka mjög stolt af en hann var annar tveggja söluhæstu rafbíla landsins í fyrra. Einnig verðum við með pallbílinn Mitsubishi L200 sem hefur fengið frábærar viðtökur. Það verður líf og fjör í hverjum sal,“ segir Friðbert sem hvetur alla til að mæta á stórsýninguna á laugardaginn.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira