Stefán Máni vill tímatakmörk á listamannalaun: Ekki hægt að ætlast til að ríkið bakki þig upp alla leið Ingvar Haraldsson skrifar 16. janúar 2016 07:00 Stefán Máni hefur aldrei fengið meira en sex mánuði í listamannalaun. Síðustu tvö ár hefur hann fengið þrjá mánuði úthlutaða. fréttablaðið/anton brink „Mér finnst að það eigi að fara betur með þessa peninga og nota þá til að gefa fleirum kraft,“ segir Stefán Máni rithöfundur um úthlutun listamannalauna. Spennusagnahöfundurinn vill takmörk á hve lengi sé hægt að vera á listamannalaunum með sama verkefnið. Óeðlilegt sé að rithöfundar geti verið á launum í mörg ár við að skrifa sömu bókina. „Tvö ár eiga alveg að vera nægur tími til að skrifa bók,“ segir Stefán Máni. „Ég átta mig alveg á því að af og til er fólk að vinna að flóknum bókum og einhverjum ægilegum meistaraverkum. Mér finnst að það eigi ekki að vera hægt að ætlast til þess að ríkið bakki þig bara upp alla leið.“ Bryndís Loftsdóttir, formaður stjórnar listamannalauna, bendir aftur á móti á að listamannalaun séu verkefnistengdir styrkir og allir rithöfundar verði að skila framvinduskýrslu á meðan verkefnið er í vinnslu og eftir að því lýkur til að sýna fram á hvernig því miði. Stefán Máni kveðst telja að það geti verið óhollt að vera alltaf á listamannalaunum. „Sjálfur myndi ég ekki kæra mig um það,“ segir hann. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ellefu rithöfundar hefðu verið á listamannalaunum í níu ár eða lengur síðasta áratug. Stefán Máni bendir á að hann eigi tuttugu ára útgáfuafmæli í ár en hafi aldrei fengið meira en sex mánuði úr launasjóði rithöfunda. Mjög erfitt sé að lifa á launum til skemmri tíma en hálfs árs. „Það er að myndast þessi pressa. Ef ég gef ekki út bók á hverju ári þá verð ég bara gjaldþrota,“ segir Stefán Máni. Þá ætti að gera yngri listamönnum auðveldara fyrir að komast að. „Þeir eru að fá mjög lítið. Það þarf að vera meiri endurnýjun. Það þarf að hlúa að ungu höfundunum því annars gefast þeir bara upp og þá verður þetta bara búið,“ segir Stefán Máni Bryndís segir að gerðar hafi verið ákveðnar breytingar á úthlutunarreglum listamannalauna í ár til að reyna að auðvelda ungu fólki að komast að. Það séu hins vegar takmörk fyrir því hvað hægt sé að líta til margra þátta annarra en verkefnisins sjálfs við úthlutun listamannalauna. Þá bendir Bryndís á að meðalaldur umsækjenda sé nokkuð hár. Meðalaldur rithöfunda sem sóttu um listamannalaun árið 2015 var 47 ár en meðaldur þeirra sem fengu úthlutun var 50 ár. Tengdar fréttir Spyr Illuga hvort rétt sé að tekjutengja listamannalaun Fyrirspurn til menntamálaráðherra sem snýr að listamannalaunum er væntanleg frá Haraldi Einarssyni þingmanni. 13. janúar 2016 13:23 Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33 Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38 Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað. 15. janúar 2016 07:00 Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
„Mér finnst að það eigi að fara betur með þessa peninga og nota þá til að gefa fleirum kraft,“ segir Stefán Máni rithöfundur um úthlutun listamannalauna. Spennusagnahöfundurinn vill takmörk á hve lengi sé hægt að vera á listamannalaunum með sama verkefnið. Óeðlilegt sé að rithöfundar geti verið á launum í mörg ár við að skrifa sömu bókina. „Tvö ár eiga alveg að vera nægur tími til að skrifa bók,“ segir Stefán Máni. „Ég átta mig alveg á því að af og til er fólk að vinna að flóknum bókum og einhverjum ægilegum meistaraverkum. Mér finnst að það eigi ekki að vera hægt að ætlast til þess að ríkið bakki þig bara upp alla leið.“ Bryndís Loftsdóttir, formaður stjórnar listamannalauna, bendir aftur á móti á að listamannalaun séu verkefnistengdir styrkir og allir rithöfundar verði að skila framvinduskýrslu á meðan verkefnið er í vinnslu og eftir að því lýkur til að sýna fram á hvernig því miði. Stefán Máni kveðst telja að það geti verið óhollt að vera alltaf á listamannalaunum. „Sjálfur myndi ég ekki kæra mig um það,“ segir hann. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ellefu rithöfundar hefðu verið á listamannalaunum í níu ár eða lengur síðasta áratug. Stefán Máni bendir á að hann eigi tuttugu ára útgáfuafmæli í ár en hafi aldrei fengið meira en sex mánuði úr launasjóði rithöfunda. Mjög erfitt sé að lifa á launum til skemmri tíma en hálfs árs. „Það er að myndast þessi pressa. Ef ég gef ekki út bók á hverju ári þá verð ég bara gjaldþrota,“ segir Stefán Máni. Þá ætti að gera yngri listamönnum auðveldara fyrir að komast að. „Þeir eru að fá mjög lítið. Það þarf að vera meiri endurnýjun. Það þarf að hlúa að ungu höfundunum því annars gefast þeir bara upp og þá verður þetta bara búið,“ segir Stefán Máni Bryndís segir að gerðar hafi verið ákveðnar breytingar á úthlutunarreglum listamannalauna í ár til að reyna að auðvelda ungu fólki að komast að. Það séu hins vegar takmörk fyrir því hvað hægt sé að líta til margra þátta annarra en verkefnisins sjálfs við úthlutun listamannalauna. Þá bendir Bryndís á að meðalaldur umsækjenda sé nokkuð hár. Meðalaldur rithöfunda sem sóttu um listamannalaun árið 2015 var 47 ár en meðaldur þeirra sem fengu úthlutun var 50 ár.
Tengdar fréttir Spyr Illuga hvort rétt sé að tekjutengja listamannalaun Fyrirspurn til menntamálaráðherra sem snýr að listamannalaunum er væntanleg frá Haraldi Einarssyni þingmanni. 13. janúar 2016 13:23 Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33 Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38 Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað. 15. janúar 2016 07:00 Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Spyr Illuga hvort rétt sé að tekjutengja listamannalaun Fyrirspurn til menntamálaráðherra sem snýr að listamannalaunum er væntanleg frá Haraldi Einarssyni þingmanni. 13. janúar 2016 13:23
Listamenn sárir eða kátir eftir atvikum Ákvarðanir um úthlutun listmannalauna liggja fyrir. 7. janúar 2016 10:33
Listamannalaunþegar ársins 2016 Listamannalaunum var úthlutað í dag en mánaðarlaun listmanna eru 340 þúsund krónur. 7. janúar 2016 13:38
Fjórir rithöfundar samfleytt á listamannalaunum í áratug Ellefu rithöfundar hafa fengið níu ár eða meira úthlutuð í listamannalaun síðustu tíu ár. Stjórnarformaður listamannalauna segir fá verkefnin samþykkt árlega. Verklag við skipun valnefnda verði endurskoðað. 15. janúar 2016 07:00
Stjórn Rithöfundasambandsins segist sitja undir alvarlegum ásökunum frá félagsmönnum Stofna starfshóp sem mun móta vinnureglur um tillögur að nefndarfólki í úthlutunarnefndir. 15. janúar 2016 13:11
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent