Besti vinnustaður Bretlands er hjá Jaguar Land Rover Finnur Thorlacius skrifar 18. janúar 2016 13:52 Í verksmiðjum Jaguar Land Rover. Samkvæmt könnun Bloomberg er besti vinnustaðurinn í Bretlandi hjá Jaguar Land Rover. Miðaðist könnunin við vinnustaði með yfir 500 starfsmenn og voru 400 fyrirtæki könnuð. Lyfjafyrirtækið AstraZeneca og lúxusvörukeðjan Harrods reyndust á öðru og þriðja sætinu. Hjá Jaguar Land Rover vinna 35.000 manns í Bretlandi, sem er meginhluti allra starfsmanna fyrirtækisins. Á meðal annarra bílaframleiðenda voru General Motors, sem framleiðir Vauxhall bíla í Bretlandi, í 17. sæti og Rolls Royce og Bentley voru númer 18 og 36. Á síðustu fimm árum hefur Jaguar Land Rover fjölgað í röðum starfsfólks um 20.000 manns og svo virðist sem vel sé að þeim búið þó stækkunin hafi verið ógnar ör. Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent
Samkvæmt könnun Bloomberg er besti vinnustaðurinn í Bretlandi hjá Jaguar Land Rover. Miðaðist könnunin við vinnustaði með yfir 500 starfsmenn og voru 400 fyrirtæki könnuð. Lyfjafyrirtækið AstraZeneca og lúxusvörukeðjan Harrods reyndust á öðru og þriðja sætinu. Hjá Jaguar Land Rover vinna 35.000 manns í Bretlandi, sem er meginhluti allra starfsmanna fyrirtækisins. Á meðal annarra bílaframleiðenda voru General Motors, sem framleiðir Vauxhall bíla í Bretlandi, í 17. sæti og Rolls Royce og Bentley voru númer 18 og 36. Á síðustu fimm árum hefur Jaguar Land Rover fjölgað í röðum starfsfólks um 20.000 manns og svo virðist sem vel sé að þeim búið þó stækkunin hafi verið ógnar ör.
Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent