Bensínverð 16 krónur í verðstríði í Michigan Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2016 09:32 Gallonið á bensíni selt á 0,47 dollara. Afar langt er síðan að bensínverð undir einn dollar á gallonið hefur sést á bandarískum bensínstöðvum, en það gerðist í gær. Ástæða þess er verðstríð sem myndast hefur milli bensínstöðva í Michigan ríki. Það hófst með því að ein bensínstöð auglýsti verðið 87 sent á gallonið, en við því var brugðist hjá annarri bensínstöð sem lækkaði verðið í 47 sent, eða 16 krónur á hvern lítra. Þetta verðstríð stóð þó ekki lengi því verðið núna er aftur komið í það sama og fyrir verðstríðið, eða 1,46 dollarar hjá annarri bensínstöðvanna og 1,47 dollara á hinni. Það verð er engu að síður mjög lágt á hérlendan mælikvarða, eða um 50 krónur á hvern lítra. Því lætur nærri að viðskiuptavinir þessara stöðva borgi sama verð fyrir gallonið af bensíni og Íslendingar gera fyrir hvern lítra. Í galloni eru 3,78 lítrar. Verð þessara tveggja stöðva nú er enn umtalsvert lægra en meðaltalið í Michigan fylki, sem er nú 1,72 dollarar á hvert gallon. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Afar langt er síðan að bensínverð undir einn dollar á gallonið hefur sést á bandarískum bensínstöðvum, en það gerðist í gær. Ástæða þess er verðstríð sem myndast hefur milli bensínstöðva í Michigan ríki. Það hófst með því að ein bensínstöð auglýsti verðið 87 sent á gallonið, en við því var brugðist hjá annarri bensínstöð sem lækkaði verðið í 47 sent, eða 16 krónur á hvern lítra. Þetta verðstríð stóð þó ekki lengi því verðið núna er aftur komið í það sama og fyrir verðstríðið, eða 1,46 dollarar hjá annarri bensínstöðvanna og 1,47 dollara á hinni. Það verð er engu að síður mjög lágt á hérlendan mælikvarða, eða um 50 krónur á hvern lítra. Því lætur nærri að viðskiuptavinir þessara stöðva borgi sama verð fyrir gallonið af bensíni og Íslendingar gera fyrir hvern lítra. Í galloni eru 3,78 lítrar. Verð þessara tveggja stöðva nú er enn umtalsvert lægra en meðaltalið í Michigan fylki, sem er nú 1,72 dollarar á hvert gallon.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira