Renault gert að innkalla 15.000 bíla vegna útblásturs Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2016 10:36 Renault bílar. Það er ekki eingöngu Volkswagen sem gert er að innkalla bíla sína vegna meiri útblástursmengunar en leyfileg er, en nú þarf Renault að innkalla 15.000 bíla sína vegna þessa. Það eru frönsk yfirvöld sem farið hafa fram á þessa innköllun, en í gær var hér greint frá víðtækum prófunum sem þar í landi er nú verið að gera á útblæstri 100 mismunandi bílgerða. Ekkert hefur þó verið fullyrt um ætlað svindl Renault þó svo bílar þeirra hafi mælst með of mikla mengun, en hún kom einkum fram þegar þeir voru mjög heitir, eða mjög kaldir og við þær aðstæður virðast mengunarsíur bílanna ekki virka sem skildi. Renault hefur einmitt fullyrt að fyrirtækið hafi á engan hátt svindlað á mengunarstöðlum eða viðskiptavinum og að bílar þeirra standist mengunarkröfur við þær aðstæður sem þeir voru tíðast mældir við fyrir þessar margháttuðu mælingar nú. Hlutabréf í Renault lækkuðu á tíma um 20% við fréttir um of mikla mengun bíla þeirra en eru nú 10% lægri en fyrir þær. Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent
Það er ekki eingöngu Volkswagen sem gert er að innkalla bíla sína vegna meiri útblástursmengunar en leyfileg er, en nú þarf Renault að innkalla 15.000 bíla sína vegna þessa. Það eru frönsk yfirvöld sem farið hafa fram á þessa innköllun, en í gær var hér greint frá víðtækum prófunum sem þar í landi er nú verið að gera á útblæstri 100 mismunandi bílgerða. Ekkert hefur þó verið fullyrt um ætlað svindl Renault þó svo bílar þeirra hafi mælst með of mikla mengun, en hún kom einkum fram þegar þeir voru mjög heitir, eða mjög kaldir og við þær aðstæður virðast mengunarsíur bílanna ekki virka sem skildi. Renault hefur einmitt fullyrt að fyrirtækið hafi á engan hátt svindlað á mengunarstöðlum eða viðskiptavinum og að bílar þeirra standist mengunarkröfur við þær aðstæður sem þeir voru tíðast mældir við fyrir þessar margháttuðu mælingar nú. Hlutabréf í Renault lækkuðu á tíma um 20% við fréttir um of mikla mengun bíla þeirra en eru nú 10% lægri en fyrir þær.
Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent