Fótbolti

Ronaldo ætlar ekki út í þjálfun: „Ætla að lifa eins og konungur“

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty
Cristiano Ronaldo, portúgalska stórstjarnan sem leikur með Real Madrid, segist ekki ætla að fara út í þjálfun þegar ferlinum lýkur líkt og margir leikmenn ákveða að gera.

Þess í stað ætlar Ronaldo að slappa af og njóta lífsins til hins ítrasta eða eins og hann orðaði það, lifa eins og konungur.

Ronaldo sem er einn af bestu knattspyrnumönnum sögunnar er orðinn 30 ára gamall en hann sló í gegn inn á fótboltavellinum aðeins 18 ára gamall.

„Ég lifi frábæru lífi en ég held að ég muni njóta þess enn meir þegar ferlinum lýkur, þá hef ég alltaf tíma til þess að gera það sem hugurinn girnist. Um helgina var hnefaleikabardagi í Las Vegas sem ég vildi sjá en ég gat ekki farið,“ sagði Ronaldo sem sagðist ekki vera að fá fólk til þess að vorkenna sér.

„Ég græt ekki yfir þessu núna því ég er að fórna ákveðnum hlutum en þegar ferlinum lýkur ætla ég að lifa eins og konungur. Ég mun ekki fara út í þjálfun né standa í því að vera yfirmaður íþróttamála eða forseti einhvers félags,“ sagði Ronaldo hreinskilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×