Fótbolti

Katar hættir við að spila við íslensku strákana og heldur heim á leið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Elís Þrándarson, lykilmaður í U21 árs liðinu, í baráttunni í 3-0 sigri gegn Makedóníu.
Aron Elís Þrándarson, lykilmaður í U21 árs liðinu, í baráttunni í 3-0 sigri gegn Makedóníu. vísir/ernir
Ekkert verður af U21 árs landsleik Íslands og Katar sem átti að fara fram á miðvikudaginn í Antalya í Tyrklandi.

Þetta kemur fram á vefsíðu KSÍ, en knattspyrnusamband Katar bauð íslensku strákunum til Tyrklands og áttu liðin að mætast í vináttuleik á miðvikudaginn.

Fulltrúum KSÍ bárust svo þær upplýsingar í gær að katarska liðið er á heimleið vegna veðurs og aðstæðna í Antalya. Því verður ekkert af leiknum.

Hann átti að vera undirbúningur íslenska liðsins fyrir leik gegn Makedóníu í undankeppni EM 2017 í mars en Ísland er á toppi síns riðils.

KSÍ hefur kallað eftir skýringum frá knattspyrnusambandi Katar, en íslenska liðið mun áfram dvelja í Katar og æfa þar fram yfir áætlaðan leikdag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×