Íslenska parið í Brasilíu með átta kíló af kókaíni Bjarki Ármannsson skrifar 6. janúar 2016 09:30 Íslendingarnir voru handteknir á móteli milli jóla og nýárs með kókaín í ferðatöskum sínum og smokkum. Vísir Íslenska parið sem situr í ótímabundnu gæsluvarðhaldi í borginni Fortaleza í Brasilíu var handtekið með átta kíló af kókaíni, ekki fjögur líkt og brasilískir fjölmiðlar sögðu fyrst. Þetta hefur Vísir eftir lögregluyfirvöldum í Brasilíu. Parið verður að öllum líkindum í gæsluvarðhaldi þar til mál þeirra fer fyrir dóm, en búist er við að málsmeðferð muni taka rúmlega ár. Þau bíða nú eftir að verða flutt í annað fangelsi í borginni. Íslendingarnir voru handteknir á móteli milli jóla og nýárs. Um er að ræða 26 ára karlmann og tvítuga konu. Að því er brasilískir fjölmiðlar hafa greint frá, fundust fíkniefnin í fölskum botnum í ferðatöskum þeirra og í smokkum. Lögregla gerði upptæka ýmsa muni í eigu þeirra, meðal annars tvo farsíma og 1.600 íslenskar krónur. Samkvæmt upplýsingum frá brasilískum lögregluyfirvöldum hafa þau ekki fengið að hringja nein símtöl frá því að þau voru handtekin. Þau mega þó fá heimsóknir einu sinni í viku. Þeim var báðum úthlutað lögfræðingi við handtöku en konan hefur síðan útvegað sér einkalögfræðing. Parið átti bókað flug úr landi úr landi frá alþjóðaflugvellinum í Pinto Martins, þaðan sem flugtengingar í Evrópu eru í gegnum Þýskaland og Portúgal. Vísir hefur ekki fengið svör við því hvert þau áttu flug né hvort talið sé að þau hafi ætlað með efnin til Íslands. Miriam Guerra D. Másson, lögmaður frá Brasilíu, segir að dómstólar þar í landi geti úrskurðað sakborninga í ótímabundið gæsluvarðhald þegar sterkur grunur leikur á að þeir hafi framið verknað sem varðar fjögurra ára fangelsi eða meira. Tími parsins í varðhaldi verði dregin frá refsingunni, verði þau sakfelld. Lögregla segir að það sé til rannsóknar hvort parið hafi átt að vera burðardýr á leið til Evrópu. Þau gætu átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi. Tengdar fréttir Íslenska parið í ótímabundið gæsluvarðhald Parið bíður eftir því að fá flutning yfir í annað fangelsi. 5. janúar 2016 15:14 Íslenska parið gæti fengið að hámarki 15 ára dóm Verði parið sem handtekið var í Brasilíu sakfellt fyrir tilraun til fíkniefnasmygls gætu þau fengið allt að 15 ára dóm. Brasilísk fangelsi eru alræmd fyrir slæman aðbúnað. 2. janúar 2016 19:30 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Íslenska parið sem situr í ótímabundnu gæsluvarðhaldi í borginni Fortaleza í Brasilíu var handtekið með átta kíló af kókaíni, ekki fjögur líkt og brasilískir fjölmiðlar sögðu fyrst. Þetta hefur Vísir eftir lögregluyfirvöldum í Brasilíu. Parið verður að öllum líkindum í gæsluvarðhaldi þar til mál þeirra fer fyrir dóm, en búist er við að málsmeðferð muni taka rúmlega ár. Þau bíða nú eftir að verða flutt í annað fangelsi í borginni. Íslendingarnir voru handteknir á móteli milli jóla og nýárs. Um er að ræða 26 ára karlmann og tvítuga konu. Að því er brasilískir fjölmiðlar hafa greint frá, fundust fíkniefnin í fölskum botnum í ferðatöskum þeirra og í smokkum. Lögregla gerði upptæka ýmsa muni í eigu þeirra, meðal annars tvo farsíma og 1.600 íslenskar krónur. Samkvæmt upplýsingum frá brasilískum lögregluyfirvöldum hafa þau ekki fengið að hringja nein símtöl frá því að þau voru handtekin. Þau mega þó fá heimsóknir einu sinni í viku. Þeim var báðum úthlutað lögfræðingi við handtöku en konan hefur síðan útvegað sér einkalögfræðing. Parið átti bókað flug úr landi úr landi frá alþjóðaflugvellinum í Pinto Martins, þaðan sem flugtengingar í Evrópu eru í gegnum Þýskaland og Portúgal. Vísir hefur ekki fengið svör við því hvert þau áttu flug né hvort talið sé að þau hafi ætlað með efnin til Íslands. Miriam Guerra D. Másson, lögmaður frá Brasilíu, segir að dómstólar þar í landi geti úrskurðað sakborninga í ótímabundið gæsluvarðhald þegar sterkur grunur leikur á að þeir hafi framið verknað sem varðar fjögurra ára fangelsi eða meira. Tími parsins í varðhaldi verði dregin frá refsingunni, verði þau sakfelld. Lögregla segir að það sé til rannsóknar hvort parið hafi átt að vera burðardýr á leið til Evrópu. Þau gætu átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi.
Tengdar fréttir Íslenska parið í ótímabundið gæsluvarðhald Parið bíður eftir því að fá flutning yfir í annað fangelsi. 5. janúar 2016 15:14 Íslenska parið gæti fengið að hámarki 15 ára dóm Verði parið sem handtekið var í Brasilíu sakfellt fyrir tilraun til fíkniefnasmygls gætu þau fengið allt að 15 ára dóm. Brasilísk fangelsi eru alræmd fyrir slæman aðbúnað. 2. janúar 2016 19:30 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Íslenska parið í ótímabundið gæsluvarðhald Parið bíður eftir því að fá flutning yfir í annað fangelsi. 5. janúar 2016 15:14
Íslenska parið gæti fengið að hámarki 15 ára dóm Verði parið sem handtekið var í Brasilíu sakfellt fyrir tilraun til fíkniefnasmygls gætu þau fengið allt að 15 ára dóm. Brasilísk fangelsi eru alræmd fyrir slæman aðbúnað. 2. janúar 2016 19:30