Íslenska parið í Brasilíu með átta kíló af kókaíni Bjarki Ármannsson skrifar 6. janúar 2016 09:30 Íslendingarnir voru handteknir á móteli milli jóla og nýárs með kókaín í ferðatöskum sínum og smokkum. Vísir Íslenska parið sem situr í ótímabundnu gæsluvarðhaldi í borginni Fortaleza í Brasilíu var handtekið með átta kíló af kókaíni, ekki fjögur líkt og brasilískir fjölmiðlar sögðu fyrst. Þetta hefur Vísir eftir lögregluyfirvöldum í Brasilíu. Parið verður að öllum líkindum í gæsluvarðhaldi þar til mál þeirra fer fyrir dóm, en búist er við að málsmeðferð muni taka rúmlega ár. Þau bíða nú eftir að verða flutt í annað fangelsi í borginni. Íslendingarnir voru handteknir á móteli milli jóla og nýárs. Um er að ræða 26 ára karlmann og tvítuga konu. Að því er brasilískir fjölmiðlar hafa greint frá, fundust fíkniefnin í fölskum botnum í ferðatöskum þeirra og í smokkum. Lögregla gerði upptæka ýmsa muni í eigu þeirra, meðal annars tvo farsíma og 1.600 íslenskar krónur. Samkvæmt upplýsingum frá brasilískum lögregluyfirvöldum hafa þau ekki fengið að hringja nein símtöl frá því að þau voru handtekin. Þau mega þó fá heimsóknir einu sinni í viku. Þeim var báðum úthlutað lögfræðingi við handtöku en konan hefur síðan útvegað sér einkalögfræðing. Parið átti bókað flug úr landi úr landi frá alþjóðaflugvellinum í Pinto Martins, þaðan sem flugtengingar í Evrópu eru í gegnum Þýskaland og Portúgal. Vísir hefur ekki fengið svör við því hvert þau áttu flug né hvort talið sé að þau hafi ætlað með efnin til Íslands. Miriam Guerra D. Másson, lögmaður frá Brasilíu, segir að dómstólar þar í landi geti úrskurðað sakborninga í ótímabundið gæsluvarðhald þegar sterkur grunur leikur á að þeir hafi framið verknað sem varðar fjögurra ára fangelsi eða meira. Tími parsins í varðhaldi verði dregin frá refsingunni, verði þau sakfelld. Lögregla segir að það sé til rannsóknar hvort parið hafi átt að vera burðardýr á leið til Evrópu. Þau gætu átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi. Tengdar fréttir Íslenska parið í ótímabundið gæsluvarðhald Parið bíður eftir því að fá flutning yfir í annað fangelsi. 5. janúar 2016 15:14 Íslenska parið gæti fengið að hámarki 15 ára dóm Verði parið sem handtekið var í Brasilíu sakfellt fyrir tilraun til fíkniefnasmygls gætu þau fengið allt að 15 ára dóm. Brasilísk fangelsi eru alræmd fyrir slæman aðbúnað. 2. janúar 2016 19:30 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Sjá meira
Íslenska parið sem situr í ótímabundnu gæsluvarðhaldi í borginni Fortaleza í Brasilíu var handtekið með átta kíló af kókaíni, ekki fjögur líkt og brasilískir fjölmiðlar sögðu fyrst. Þetta hefur Vísir eftir lögregluyfirvöldum í Brasilíu. Parið verður að öllum líkindum í gæsluvarðhaldi þar til mál þeirra fer fyrir dóm, en búist er við að málsmeðferð muni taka rúmlega ár. Þau bíða nú eftir að verða flutt í annað fangelsi í borginni. Íslendingarnir voru handteknir á móteli milli jóla og nýárs. Um er að ræða 26 ára karlmann og tvítuga konu. Að því er brasilískir fjölmiðlar hafa greint frá, fundust fíkniefnin í fölskum botnum í ferðatöskum þeirra og í smokkum. Lögregla gerði upptæka ýmsa muni í eigu þeirra, meðal annars tvo farsíma og 1.600 íslenskar krónur. Samkvæmt upplýsingum frá brasilískum lögregluyfirvöldum hafa þau ekki fengið að hringja nein símtöl frá því að þau voru handtekin. Þau mega þó fá heimsóknir einu sinni í viku. Þeim var báðum úthlutað lögfræðingi við handtöku en konan hefur síðan útvegað sér einkalögfræðing. Parið átti bókað flug úr landi úr landi frá alþjóðaflugvellinum í Pinto Martins, þaðan sem flugtengingar í Evrópu eru í gegnum Þýskaland og Portúgal. Vísir hefur ekki fengið svör við því hvert þau áttu flug né hvort talið sé að þau hafi ætlað með efnin til Íslands. Miriam Guerra D. Másson, lögmaður frá Brasilíu, segir að dómstólar þar í landi geti úrskurðað sakborninga í ótímabundið gæsluvarðhald þegar sterkur grunur leikur á að þeir hafi framið verknað sem varðar fjögurra ára fangelsi eða meira. Tími parsins í varðhaldi verði dregin frá refsingunni, verði þau sakfelld. Lögregla segir að það sé til rannsóknar hvort parið hafi átt að vera burðardýr á leið til Evrópu. Þau gætu átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi.
Tengdar fréttir Íslenska parið í ótímabundið gæsluvarðhald Parið bíður eftir því að fá flutning yfir í annað fangelsi. 5. janúar 2016 15:14 Íslenska parið gæti fengið að hámarki 15 ára dóm Verði parið sem handtekið var í Brasilíu sakfellt fyrir tilraun til fíkniefnasmygls gætu þau fengið allt að 15 ára dóm. Brasilísk fangelsi eru alræmd fyrir slæman aðbúnað. 2. janúar 2016 19:30 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Sjá meira
Íslenska parið í ótímabundið gæsluvarðhald Parið bíður eftir því að fá flutning yfir í annað fangelsi. 5. janúar 2016 15:14
Íslenska parið gæti fengið að hámarki 15 ára dóm Verði parið sem handtekið var í Brasilíu sakfellt fyrir tilraun til fíkniefnasmygls gætu þau fengið allt að 15 ára dóm. Brasilísk fangelsi eru alræmd fyrir slæman aðbúnað. 2. janúar 2016 19:30