Enginn flengdur í sturtunni í kvöld Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. janúar 2016 22:30 Björgvin Páll Gústavsson. vísir/daníel „Þessar rassskellingar eru barn síns tíma,“ segir landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson en nýliðavígslan hjá handboltalandsliðinu verður með nýjum hætti að þessu sinni og var enginn flengdur eftir leikinn í kvöld gegn Portúgal í Kaplakrika. Það hefur verið hefð í fjölda ára hjá handboltalandsliðinu að nýliðarnir séu flengdir í sturtu. Þessi forni siður fór svo að teygja sig niður í yngri landsliðin. Málið komst í hámæli er Ómar Ragnarsson skrifaði um það á sínum tíma og eiginlega flengdi strákana í landsliðinu. „Ómar hitti naglann á höfuðið með þessum skrifum og við erum að svara þessari gagnrýni sem fór í gang á þeim tíma. Vonandi verður Ómar ánægðari með okkur núna,“ sagði Björgvin léttur. Þó svo enginn hafi verið að spila sinn fyrsta landsleik í kvöld þá áttu Tandri Már Konráðsson og Guðmundur Hólmar Helgason meðal annars eftir að fara í gegnum nýliðavígslu. Þeir eru eflaust fegnir að búið sé að breyta til en þurfa að sjálfsögðu að gera eitthvað í staðinn. Að þessu sinni þurfa þeir að taka „Jelly bean-áskoruninni“ sem hefur tröllriðið öllu hér heima um jólin. Hún snýst um að leikmenn þurfa að borða nammibaunir sem geta verið með mjög vondu bragði. Það er búið að spila þennan leik í öðru hverju jólateiti á Íslandi. „Ég er mjög spenntur að sjá hvernig þetta kemur út. Ef þetta kemur ekki nógu vel út þá gerum við eitthvað annað sniðugt næst. Við viljum reyna að hafa þetta skemmtilegt,“ segir markvörðurinn en landsmenn munu geta fylgst með vígslunni sem fer fram í hádeginu á morgun. „Við ætlum að vera með þetta á snappinu okkar sem heitir strakarnirokkar. Ég hvet fólk til þess að fylgjast með. Við verðum svo líka að nota þetta snapp á EM í Póllandi.“ EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
„Þessar rassskellingar eru barn síns tíma,“ segir landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson en nýliðavígslan hjá handboltalandsliðinu verður með nýjum hætti að þessu sinni og var enginn flengdur eftir leikinn í kvöld gegn Portúgal í Kaplakrika. Það hefur verið hefð í fjölda ára hjá handboltalandsliðinu að nýliðarnir séu flengdir í sturtu. Þessi forni siður fór svo að teygja sig niður í yngri landsliðin. Málið komst í hámæli er Ómar Ragnarsson skrifaði um það á sínum tíma og eiginlega flengdi strákana í landsliðinu. „Ómar hitti naglann á höfuðið með þessum skrifum og við erum að svara þessari gagnrýni sem fór í gang á þeim tíma. Vonandi verður Ómar ánægðari með okkur núna,“ sagði Björgvin léttur. Þó svo enginn hafi verið að spila sinn fyrsta landsleik í kvöld þá áttu Tandri Már Konráðsson og Guðmundur Hólmar Helgason meðal annars eftir að fara í gegnum nýliðavígslu. Þeir eru eflaust fegnir að búið sé að breyta til en þurfa að sjálfsögðu að gera eitthvað í staðinn. Að þessu sinni þurfa þeir að taka „Jelly bean-áskoruninni“ sem hefur tröllriðið öllu hér heima um jólin. Hún snýst um að leikmenn þurfa að borða nammibaunir sem geta verið með mjög vondu bragði. Það er búið að spila þennan leik í öðru hverju jólateiti á Íslandi. „Ég er mjög spenntur að sjá hvernig þetta kemur út. Ef þetta kemur ekki nógu vel út þá gerum við eitthvað annað sniðugt næst. Við viljum reyna að hafa þetta skemmtilegt,“ segir markvörðurinn en landsmenn munu geta fylgst með vígslunni sem fer fram í hádeginu á morgun. „Við ætlum að vera með þetta á snappinu okkar sem heitir strakarnirokkar. Ég hvet fólk til þess að fylgjast með. Við verðum svo líka að nota þetta snapp á EM í Póllandi.“
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira