10 söluhæstu bílgerðirnar vestanhafs 2015 Finnur Thorlacius skrifar 7. janúar 2016 10:12 Ford F-150 varð söluhæstur 34. árið í röð. Bandaríkjamenn eru ekki lengi að gera upp nýliðið ár þegar kemur að tölum um selda bíla og nú þegar hefur verið birtur listi yfir 10 söluhæstu bílgerðirnar í fyrra. Ekki kemur á óvart að á toppi listans er Ford-150 til 350, eða Ford F-Series eins og kaninn kallar þessa pallbíla. Þetta er 34. árið í röð sem Ford F-150 er söluhæsta bílgerðin í Bandaríkjunum og svo öruggur er hann í fyrsta sæti listans að ólíklegt er að þetta muni breytast á næstu árum. Af honum seldust hvorki meira né minna en 780.354 eintök. Það er fimmtíu sinnum fleiri bílar en allir bílar sem seldust á Íslandi í fyrra. Annað magnað við þennan lista er að í þremur efstu sætunum sitja pallbílar og svo virðist sem ást Bandaríkjamanna á slíkum bílum hafi aldrei verið meiri. Á topp 10 listanum eru líka tveir jepplingar og báðir japanskir, en sala jepplinga, jeppa og pallbíla hefur verið með ólíkindum góð á liðnu ári þar vestra. Það er þá helst á kostnað venjulegra fólksbíla og minnkar sala vinsælla bíla eins og Honda Accord um 8,4% og Nissan Altima um 7,0% frá árinu 2014. Þrír bandarískir bílar eru á toppi listans og 7 japanskir þar á eftir og er það marks um góðan árangur japanskra bílaframleiðenda í Bandaríkjunum. Þessar bílgerðir seldust mest í fyrra í Bandaríkjunum: 1. Ford F-150 – 780.354 (+3,5%) 2. Chevrolet Silverado - 600.544 (13,4%) 3. Ram 1500 - 451.116 (+2,6%) 4. Toyota Camry - 429.355 (+0,2%) 5. Toyota Corolla - 363.332 (+7,0%) 6. Honda Accord - 355.557 (-8,4%) 7. Honda CR-V - 345.647 (+3,2%) 8. Honda Civic 335.384 (+3,0%) 9. Nissan Altima - 333.398 (-7,0%) 10. Toyota RAV4 - 315.412 (+17,8%) Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent
Bandaríkjamenn eru ekki lengi að gera upp nýliðið ár þegar kemur að tölum um selda bíla og nú þegar hefur verið birtur listi yfir 10 söluhæstu bílgerðirnar í fyrra. Ekki kemur á óvart að á toppi listans er Ford-150 til 350, eða Ford F-Series eins og kaninn kallar þessa pallbíla. Þetta er 34. árið í röð sem Ford F-150 er söluhæsta bílgerðin í Bandaríkjunum og svo öruggur er hann í fyrsta sæti listans að ólíklegt er að þetta muni breytast á næstu árum. Af honum seldust hvorki meira né minna en 780.354 eintök. Það er fimmtíu sinnum fleiri bílar en allir bílar sem seldust á Íslandi í fyrra. Annað magnað við þennan lista er að í þremur efstu sætunum sitja pallbílar og svo virðist sem ást Bandaríkjamanna á slíkum bílum hafi aldrei verið meiri. Á topp 10 listanum eru líka tveir jepplingar og báðir japanskir, en sala jepplinga, jeppa og pallbíla hefur verið með ólíkindum góð á liðnu ári þar vestra. Það er þá helst á kostnað venjulegra fólksbíla og minnkar sala vinsælla bíla eins og Honda Accord um 8,4% og Nissan Altima um 7,0% frá árinu 2014. Þrír bandarískir bílar eru á toppi listans og 7 japanskir þar á eftir og er það marks um góðan árangur japanskra bílaframleiðenda í Bandaríkjunum. Þessar bílgerðir seldust mest í fyrra í Bandaríkjunum: 1. Ford F-150 – 780.354 (+3,5%) 2. Chevrolet Silverado - 600.544 (13,4%) 3. Ram 1500 - 451.116 (+2,6%) 4. Toyota Camry - 429.355 (+0,2%) 5. Toyota Corolla - 363.332 (+7,0%) 6. Honda Accord - 355.557 (-8,4%) 7. Honda CR-V - 345.647 (+3,2%) 8. Honda Civic 335.384 (+3,0%) 9. Nissan Altima - 333.398 (-7,0%) 10. Toyota RAV4 - 315.412 (+17,8%)
Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent