Peterhansel vann fjórðu dagleið Dakar Finnur Thorlacius skrifar 8. janúar 2016 10:16 Sebastian Loeb á fullu gazi í gær. worldcarfans Fyrsta dagleið Dakar rallsins sem ekki vannst af Sebastian Loeb tók hinn reyndi ökumaður Stephane Peterhansel sem unnið hefur Dakar rallið áður 11 sinnum, bæði á mótorhjóli og bíl. Hann skar þó ekki mikið af forystu Loeb, sem var rúmar 5 mínútur, en er nú 4:48. Þessi sigur Peterhansel í gær var hans 66. sigur á dagleið í Dakar rallinu og hans 33. sigur á bíl. Í öðru sæti í gær var liðsfélagi Loeb á Peugeot bíl, Carlos Sainz og var hann aðeins 11 sekúndum á eftir Peterhansel og 16 sekúndum á undan Loeb. Peterhansel var fyrstur á fyrstu þremur tímatökum gærdagsins en á seinni hluta dagleiðarinnar skáru bæði Sainz og Loeb á forystu hans. Við sigur Peterhansel í gær færðist hann úr þriðja í annað sætið í keppninni. Giniel de Villiers tapaði heilum 8 mínútum á forystumennina og féll niður í sjötta sætið samanlagt fyrir vikið. Röð efstu manna er því þessi nú: Loeb, Peterhansel, Al-Attiyah, Paulter, Sainz, de Villiers, Hirvonen, Despres, Brinke og í tíunda sæti er rússinn Vasilyev. Tveir efstu menn aka Peugeot bílum, sem og Saintz í 5. sæti og Depres í 8. sæti. Mini á 3. og 7. sætið og Toyota 4., 6., 9. og 10. sætið. Því eru aðeins þrír bílaframleiðendur sem eiga fremstu 10 bíla. Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Fyrsta dagleið Dakar rallsins sem ekki vannst af Sebastian Loeb tók hinn reyndi ökumaður Stephane Peterhansel sem unnið hefur Dakar rallið áður 11 sinnum, bæði á mótorhjóli og bíl. Hann skar þó ekki mikið af forystu Loeb, sem var rúmar 5 mínútur, en er nú 4:48. Þessi sigur Peterhansel í gær var hans 66. sigur á dagleið í Dakar rallinu og hans 33. sigur á bíl. Í öðru sæti í gær var liðsfélagi Loeb á Peugeot bíl, Carlos Sainz og var hann aðeins 11 sekúndum á eftir Peterhansel og 16 sekúndum á undan Loeb. Peterhansel var fyrstur á fyrstu þremur tímatökum gærdagsins en á seinni hluta dagleiðarinnar skáru bæði Sainz og Loeb á forystu hans. Við sigur Peterhansel í gær færðist hann úr þriðja í annað sætið í keppninni. Giniel de Villiers tapaði heilum 8 mínútum á forystumennina og féll niður í sjötta sætið samanlagt fyrir vikið. Röð efstu manna er því þessi nú: Loeb, Peterhansel, Al-Attiyah, Paulter, Sainz, de Villiers, Hirvonen, Despres, Brinke og í tíunda sæti er rússinn Vasilyev. Tveir efstu menn aka Peugeot bílum, sem og Saintz í 5. sæti og Depres í 8. sæti. Mini á 3. og 7. sætið og Toyota 4., 6., 9. og 10. sætið. Því eru aðeins þrír bílaframleiðendur sem eiga fremstu 10 bíla.
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira