Bein útsending frá Tuddanum: Bestu tölvuleikjaspilarar landsins etja kappi Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2016 12:47 Ólafur Nils Sigurðsson er einn skipuleggjenda Tuddans. Íslandsmeistaramótið Tuddinn 2016 stendur yfir nú um helgina þar sem bestu tölvuleikjaspilarar landsins etja kappi í Counter-Strike:GO og League of Legends. Mótið hófst í gær og voru um 220 manns sem mættu til leiks, en mótið fer fram í húsnæði Símans á Stórhöfða. Keppni hófst í hádeginu í gær og stendur keppni til klukkan 19. Á morgun er svo keppt frá klukkan 11:30 og hefjast úrslitaeinvígin klukkan 15. Búist er við að Íslandsmeistarar verði krýndir um klukkan 18. Ólafur Nils Sigurðsson, einn skipuleggjenda Tuddans, segir að allir séu vel spenntir og hafi margir mætt snemma í morgun til að búa sig undir átökin framundan. Hann segir til mikils að vinna þar sem að sigurlið CSGO keppninnar fari til Danmerkur og keppi fyrir Íslands hönd á Copenhagen Games í mars. Fylgjast má með útsendingu frá Tuddanum að neðan, en einnig má mæta á keppnisstaðinn á Stórhöfða 22-30 þar sem búið sé að koma upp veglegu áhorfendasvæði. Áhorfendapassi fyrir helgina kostar þúsund krónur. Gunnar „DynaMo“ Ormslev og Bergur „delicious“ Theodórsson lýsa herlegheitunum.Watch live video from gegttv on www.twitch.tv Tengdar fréttir Skjálfti í tölvuleikjasnillingum landsins Íslandsmótið í Counter-Strike:Go og League of Legends um helgina. 8. janúar 2016 15:01 Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Íslandsmeistaramótið Tuddinn 2016 stendur yfir nú um helgina þar sem bestu tölvuleikjaspilarar landsins etja kappi í Counter-Strike:GO og League of Legends. Mótið hófst í gær og voru um 220 manns sem mættu til leiks, en mótið fer fram í húsnæði Símans á Stórhöfða. Keppni hófst í hádeginu í gær og stendur keppni til klukkan 19. Á morgun er svo keppt frá klukkan 11:30 og hefjast úrslitaeinvígin klukkan 15. Búist er við að Íslandsmeistarar verði krýndir um klukkan 18. Ólafur Nils Sigurðsson, einn skipuleggjenda Tuddans, segir að allir séu vel spenntir og hafi margir mætt snemma í morgun til að búa sig undir átökin framundan. Hann segir til mikils að vinna þar sem að sigurlið CSGO keppninnar fari til Danmerkur og keppi fyrir Íslands hönd á Copenhagen Games í mars. Fylgjast má með útsendingu frá Tuddanum að neðan, en einnig má mæta á keppnisstaðinn á Stórhöfða 22-30 þar sem búið sé að koma upp veglegu áhorfendasvæði. Áhorfendapassi fyrir helgina kostar þúsund krónur. Gunnar „DynaMo“ Ormslev og Bergur „delicious“ Theodórsson lýsa herlegheitunum.Watch live video from gegttv on www.twitch.tv
Tengdar fréttir Skjálfti í tölvuleikjasnillingum landsins Íslandsmótið í Counter-Strike:Go og League of Legends um helgina. 8. janúar 2016 15:01 Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Nýr íslenskur tölvuleikur um lífsgæðakapphlaupið Battlefield 6: Gamli góði Battlefield er snúinn aftur Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Sjá meira
Skjálfti í tölvuleikjasnillingum landsins Íslandsmótið í Counter-Strike:Go og League of Legends um helgina. 8. janúar 2016 15:01