Borgarstjóri og forsætisráðherra deila um ágæti Hafnartorgs Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 9. janúar 2016 15:02 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur að endurhugsa þurfi frá grunni fyrirhugaða uppbyggingu á svonefndu Hafnartorgi, norðan við Lækjartorg í hjarta Reykjavíkur. Verði af fyrirhuguðum áformum á Hafnartorgi yrði það gríðarlegt skipulagsslys.Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Sigmundur Davíð segir að ef þarna verði byggt með þeim hætti sem dregið hefur verið upp á myndum af byggingunni yrði það líklega seinna álitið eitt mesta skipulagsslys í miðbæ Reykjavíkur í seinni tíð og jafnvel alla tíð.Kallast á við sögu svæðisins Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir svæðið hannað með tilliti til sögunnar og þeirra bygginga sem voru þar fyrir. „Þarna er verið að breyta malbikuðu bílastæði í lifandi verslunargötur,“ segir Dagur. „Stór og mikil hús, sem áður áttu að vera fá og há, er búið að brjóta upp í sjö minni einingar. Einmitt til þess að þetta verði eins lifandi og skemmtilegt og hægt er. Ástæðan fyrir því að hönnunin hefur tekið svona langan tíma er einmitt sú að hönnuðurnir og framkvæmdaaðilar hafa viljað kallast á við söguna, minna á pakkhúsin og þar fram eftir götunum.“ Forsætisráðherra telur að gert sé ráð fyrir of miklu byggingarmagni á reit sem ekki sé ýkja stór og að fráleitt sé að reisa stórgerðar tískubyggingar í gömlu Kvosinni og skemma þar með það litla sem til sé af sögulegum miðbæ. „Forsætisráðuneytið kemur að minjaþættinum og það var auðvitað mjög rausnarlegt framlag frá forsætisráðuneytinu og Minjastofnun nú á dögunum þegar þau ákváðu að friða hafnargarðinn og kosta flutning á honum og enduruppsetningu í verkefninu,“ segir Dagur. „Það bætir í raun verkefnið og tryggir að það kallist enn frekar á við sögu hafnarinnar og þetta svæði.“ Dagur bendir jafnframt á að Sigmundur Davíð hafi sjálfur verið varaformaður skipulagsráðs sem tók þátt í að auglýsa þetta skipulag án þess að gera neinar róttækar breytingar á þeim áformum sem nú eru að verða að veruleika. „Þannig að það hafa mjög margir komið að þessu og allir verið þeirrar skoðunar að tengja Hörpu betur við miðborgina, það væri mjög jákvætt að fá þangað lifandi göngugötur, fjölbreyttar verslanir og íbúðir. Þetta verður auðvitað svolítið ný vídd og viðbót við miðborgina eins og við þekkjum hana í dag.“ Göngugötur Reykjavík Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur að endurhugsa þurfi frá grunni fyrirhugaða uppbyggingu á svonefndu Hafnartorgi, norðan við Lækjartorg í hjarta Reykjavíkur. Verði af fyrirhuguðum áformum á Hafnartorgi yrði það gríðarlegt skipulagsslys.Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Sigmundur Davíð segir að ef þarna verði byggt með þeim hætti sem dregið hefur verið upp á myndum af byggingunni yrði það líklega seinna álitið eitt mesta skipulagsslys í miðbæ Reykjavíkur í seinni tíð og jafnvel alla tíð.Kallast á við sögu svæðisins Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir svæðið hannað með tilliti til sögunnar og þeirra bygginga sem voru þar fyrir. „Þarna er verið að breyta malbikuðu bílastæði í lifandi verslunargötur,“ segir Dagur. „Stór og mikil hús, sem áður áttu að vera fá og há, er búið að brjóta upp í sjö minni einingar. Einmitt til þess að þetta verði eins lifandi og skemmtilegt og hægt er. Ástæðan fyrir því að hönnunin hefur tekið svona langan tíma er einmitt sú að hönnuðurnir og framkvæmdaaðilar hafa viljað kallast á við söguna, minna á pakkhúsin og þar fram eftir götunum.“ Forsætisráðherra telur að gert sé ráð fyrir of miklu byggingarmagni á reit sem ekki sé ýkja stór og að fráleitt sé að reisa stórgerðar tískubyggingar í gömlu Kvosinni og skemma þar með það litla sem til sé af sögulegum miðbæ. „Forsætisráðuneytið kemur að minjaþættinum og það var auðvitað mjög rausnarlegt framlag frá forsætisráðuneytinu og Minjastofnun nú á dögunum þegar þau ákváðu að friða hafnargarðinn og kosta flutning á honum og enduruppsetningu í verkefninu,“ segir Dagur. „Það bætir í raun verkefnið og tryggir að það kallist enn frekar á við sögu hafnarinnar og þetta svæði.“ Dagur bendir jafnframt á að Sigmundur Davíð hafi sjálfur verið varaformaður skipulagsráðs sem tók þátt í að auglýsa þetta skipulag án þess að gera neinar róttækar breytingar á þeim áformum sem nú eru að verða að veruleika. „Þannig að það hafa mjög margir komið að þessu og allir verið þeirrar skoðunar að tengja Hörpu betur við miðborgina, það væri mjög jákvætt að fá þangað lifandi göngugötur, fjölbreyttar verslanir og íbúðir. Þetta verður auðvitað svolítið ný vídd og viðbót við miðborgina eins og við þekkjum hana í dag.“
Göngugötur Reykjavík Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira