KR-ingar undir Óla-álögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2015 06:00 Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, lagði bikarsúrslitaleikinn frábærlega upp og fagnar hér eftir lokaflautið. Vísir/Anton Brink Valsmenn eru bikarmeistarar í tíunda skipti eftir sannfærandi sigur á erkifjendum sínum í KR um helgina. Það þurfti hreinræktaðan Valsmann til að gera út um leikinn eftir að Valsmenn höfðu klúðrað fjölda færa en bakvörðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson skoraði fyrra markið og lagði upp það síðasta fyrir Kristin Inga Halldórsson. KR-ingar eru ofar í töflunni, með að flestra mati betra lið á pappírnum, höfðu unnið þrjá bikarmeistaratitla á síðustu fjórum árum og mættu löskuðu liði sem hafði tapað þremur deildarleikjum í röð. Það benti því flest til þess að KR bætti einum bikar enn við safnið. En líkt og í fyrri leik liðanna í sumar þá var KR-liðið aðeins skugginn af sjálfu sér. Kannski má keyra upp dramatíkina og líkja þessu við álög, svokölluð Óla-álög. KR-ingar eru búnir að mæta liðum Ólafs Jóhannessonar þrettán sinnum í deild og bikar á undanförnum tólf árum og uppskeran er aðeins eitt fátæklegt stig. Lið Ólafs (Valur í sumar og FH 2003-2007) hafa unnið tólf leiki og markatalan er 30 mörk í plús (35-5). Fyrsti leikurinn af þessum þrettán var einmitt eftirminnilegur 7-0 sigur FH á nýkrýndum Íslandsmeisturum KR í lokaumferðinni 2007. Lið Ólafs hafa ekki aðeins unnið KR-liðið níu sinnum í röð heldur hafa þau unnið sjö síðustu leiki með tveimur mörkum eða meira. Markatala KR-inga á síðustu 810 mínútum á móti lærisveinum Ólafs er 23-2 þeim í óhag. Leikirnir í sumar hafa aðeins hert tökin. Tveir sannfærandi sigrar Valsmanna, fimm Valsmörk og ekkert KR-mark. Það voru þó ekki KR-álögin sem voru Ólafi hugfengin í leikslok heldur sú staðreynd að hann var búinn að koma Hlíðarendafélaginu í Evrópufótbolta á fyrsta ári. „Ég átti kannski ekki von á því að taka titil á fyrsta ári en við erum með fínt lið og stysta leiðin til þess að komast í Evrópukeppni er að vinna bikarinn,“ sagði Ólafur. „Við vorum miklu betri en KR-ingarnir allan tímann. Við fengum þrjú til fjögur dauðafæri sem við nýttum ekki. Á tímabili var ég hræddur um að þeir myndu refsa okkur fyrir að nýta ekki færin okkar. Sem betur fer gerðist það ekki,“ sagði Ólafur.Bjarni Ólafur Eiríksson kemur Val í 1-0 í bikarúrslitaleiknum. Vísir/Anton Brink„Samsetning leikmannanna í ár er mun betri en undanfarin ár og það gerði gæfumuninn,“ sagði Bjarni Ólafur Eiríksson, hetja Valsmanna í leiknum, aðspurður um þátt Ólafs. „Liðsheildin er mun betri og það skiptir oft máli í stórum leikjum eins og þessum. Það hefur ekki vantað góða leikmenn á Hlíðarenda undanfarin ár en leikmennirnir þurfa að passa saman,“ sagði Bjarni sem hrósaði einnig Sigurbirni Hreiðarssyni, aðstoðarþjálfara Vals. „Óli talaði mikið um það að skapa samheldni í liðinu og honum og Bjössa tókst það vel, þeir hafa unnið frábært starf á þessu ári,“ sagði Bjarni Ólafur. Ólafur Jóhannesson hefur nú unnið titil á síðustu fimm tímabilum sínum með úrvalsdeildarlið en síðasti titill hans með FH var einmitt bikarmeistaratitill haustið 2007. Þrjú tímabil á undan hafði liðið unnið Íslandsmeistaratitilinn. Ólafur hefur nú þegar tekið einn titil af KR-ingum í sumar og einhverjir KR-ingar eru eflaust farnir að hafa áhyggjur af deildarleik liðanna á Alvogenvellinum í 18. umferð Pepsi-deildarinnar í lok mánaðarins.Ólafur Jóhannesson var sáttur í leikslok.Vísir/Anton BrinkSíðustu leikir KR á móti liðum Ólafs í deild og bikarÓlafur með ValBikarúrslitaleikur 2015 -2 (Valur vann 2-0 á Laugardalsvelli)7. umferð 2015 -3 (Valur vann 3-0 á Hlíðarenda)Ólafur með FH15. umferð 2007 -4 (FH vann 5-1 í Kaplakrika)6. umferð 2007 -2 (FH vann 2-0 á KR-velli)10. umferð 2006 -2 (FH vann 2-0 í Kaplakrika)1. umferð 2006 -3 (FH vann 3-0 á KR-velli)13. umferð 2005 -2 (FH vann 2-0 í Kaplakrika)4. umferð 2005 -1 (FH vann 1-0 á KR-velli)8 liða úrslit bikarsins 2004 -2 (FH vann 3-1) ---9. umferð 2004 0 (1-1 jafntefli í Kaplakrika)1. umferð 2003 -1 (FH vann 1-0 á KR-velli)Undanúrslit bikarsins 2003 -1 (FH vann 3-2 á Laugardalsvelli)18. umferð 2003 -7 (FH vann 7-0 í Kaplakrika) - Síðasti sigur KR á liði Ólafs var 8. júlí 2003. KR vann 2-1 á KR-velli með mörkum Garðbæinganna Garðars Jóhannssonar og Veigars Páls Gunnarssonar. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Sjá meira
Valsmenn eru bikarmeistarar í tíunda skipti eftir sannfærandi sigur á erkifjendum sínum í KR um helgina. Það þurfti hreinræktaðan Valsmann til að gera út um leikinn eftir að Valsmenn höfðu klúðrað fjölda færa en bakvörðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson skoraði fyrra markið og lagði upp það síðasta fyrir Kristin Inga Halldórsson. KR-ingar eru ofar í töflunni, með að flestra mati betra lið á pappírnum, höfðu unnið þrjá bikarmeistaratitla á síðustu fjórum árum og mættu löskuðu liði sem hafði tapað þremur deildarleikjum í röð. Það benti því flest til þess að KR bætti einum bikar enn við safnið. En líkt og í fyrri leik liðanna í sumar þá var KR-liðið aðeins skugginn af sjálfu sér. Kannski má keyra upp dramatíkina og líkja þessu við álög, svokölluð Óla-álög. KR-ingar eru búnir að mæta liðum Ólafs Jóhannessonar þrettán sinnum í deild og bikar á undanförnum tólf árum og uppskeran er aðeins eitt fátæklegt stig. Lið Ólafs (Valur í sumar og FH 2003-2007) hafa unnið tólf leiki og markatalan er 30 mörk í plús (35-5). Fyrsti leikurinn af þessum þrettán var einmitt eftirminnilegur 7-0 sigur FH á nýkrýndum Íslandsmeisturum KR í lokaumferðinni 2007. Lið Ólafs hafa ekki aðeins unnið KR-liðið níu sinnum í röð heldur hafa þau unnið sjö síðustu leiki með tveimur mörkum eða meira. Markatala KR-inga á síðustu 810 mínútum á móti lærisveinum Ólafs er 23-2 þeim í óhag. Leikirnir í sumar hafa aðeins hert tökin. Tveir sannfærandi sigrar Valsmanna, fimm Valsmörk og ekkert KR-mark. Það voru þó ekki KR-álögin sem voru Ólafi hugfengin í leikslok heldur sú staðreynd að hann var búinn að koma Hlíðarendafélaginu í Evrópufótbolta á fyrsta ári. „Ég átti kannski ekki von á því að taka titil á fyrsta ári en við erum með fínt lið og stysta leiðin til þess að komast í Evrópukeppni er að vinna bikarinn,“ sagði Ólafur. „Við vorum miklu betri en KR-ingarnir allan tímann. Við fengum þrjú til fjögur dauðafæri sem við nýttum ekki. Á tímabili var ég hræddur um að þeir myndu refsa okkur fyrir að nýta ekki færin okkar. Sem betur fer gerðist það ekki,“ sagði Ólafur.Bjarni Ólafur Eiríksson kemur Val í 1-0 í bikarúrslitaleiknum. Vísir/Anton Brink„Samsetning leikmannanna í ár er mun betri en undanfarin ár og það gerði gæfumuninn,“ sagði Bjarni Ólafur Eiríksson, hetja Valsmanna í leiknum, aðspurður um þátt Ólafs. „Liðsheildin er mun betri og það skiptir oft máli í stórum leikjum eins og þessum. Það hefur ekki vantað góða leikmenn á Hlíðarenda undanfarin ár en leikmennirnir þurfa að passa saman,“ sagði Bjarni sem hrósaði einnig Sigurbirni Hreiðarssyni, aðstoðarþjálfara Vals. „Óli talaði mikið um það að skapa samheldni í liðinu og honum og Bjössa tókst það vel, þeir hafa unnið frábært starf á þessu ári,“ sagði Bjarni Ólafur. Ólafur Jóhannesson hefur nú unnið titil á síðustu fimm tímabilum sínum með úrvalsdeildarlið en síðasti titill hans með FH var einmitt bikarmeistaratitill haustið 2007. Þrjú tímabil á undan hafði liðið unnið Íslandsmeistaratitilinn. Ólafur hefur nú þegar tekið einn titil af KR-ingum í sumar og einhverjir KR-ingar eru eflaust farnir að hafa áhyggjur af deildarleik liðanna á Alvogenvellinum í 18. umferð Pepsi-deildarinnar í lok mánaðarins.Ólafur Jóhannesson var sáttur í leikslok.Vísir/Anton BrinkSíðustu leikir KR á móti liðum Ólafs í deild og bikarÓlafur með ValBikarúrslitaleikur 2015 -2 (Valur vann 2-0 á Laugardalsvelli)7. umferð 2015 -3 (Valur vann 3-0 á Hlíðarenda)Ólafur með FH15. umferð 2007 -4 (FH vann 5-1 í Kaplakrika)6. umferð 2007 -2 (FH vann 2-0 á KR-velli)10. umferð 2006 -2 (FH vann 2-0 í Kaplakrika)1. umferð 2006 -3 (FH vann 3-0 á KR-velli)13. umferð 2005 -2 (FH vann 2-0 í Kaplakrika)4. umferð 2005 -1 (FH vann 1-0 á KR-velli)8 liða úrslit bikarsins 2004 -2 (FH vann 3-1) ---9. umferð 2004 0 (1-1 jafntefli í Kaplakrika)1. umferð 2003 -1 (FH vann 1-0 á KR-velli)Undanúrslit bikarsins 2003 -1 (FH vann 3-2 á Laugardalsvelli)18. umferð 2003 -7 (FH vann 7-0 í Kaplakrika) - Síðasti sigur KR á liði Ólafs var 8. júlí 2003. KR vann 2-1 á KR-velli með mörkum Garðbæinganna Garðars Jóhannssonar og Veigars Páls Gunnarssonar.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Sjá meira