Tónlist Kaleo spiluð á 50 útvarpsstöðvum Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. ágúst 2015 09:00 Vinsældir hljómsveitarinnar Kaleo aukast sífellt í Bandaríkjunum og fór söngvari Kings of Leon fögrum orðum um sveitina á tónleikunum á fimmtudagskvöldið. mynd/Stroud Rohde Hljómsveitin Kaleo fékk gott hrós frá Caleb Followill, söngvara Kings of Leon, þegar Kaleo hitaði upp fyrir sveitina á tónleikum í Laugardalshöllinni á fimmtudagskvöldið. Þegar leið á tónleikana þakkaði Caleb Kaleo fyrir spilamennskuna og sagðist hafa heyrt mikið í henni í bandarísku útvarpi. „Þetta er sífellt að aukast. Ég held að All the pretty girls sé spilað á rúmlega fimmtíu útvarpsstöðvum í dag,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari Kaleo, spurður út í vinsældir hljómsveitarinnar í bandarísku útvarpi. Sveitin gerir út frá Austin í Texas og hafa hljómsveitarmeðlimir verið búsettir í Bandaríkjunum síðastliðna mánuði. Hún hefur talsvert komið fram í úrvarpsstöðvum vestanhafs, annars vegar í svokölluðum „live sessionum“ og hins vegar viðtölum. Nú síðast kom sveitin fram í live session á Sirius XM, sem er ein stærsta gervihnattaútvarpsstöðin í Bandaríkjunum. Jökull segir að sveitirnar hafi ekki hist formlega í kringum tónleikana á Íslandi. „Við hittum þá ekki formlega en ég reyndar fór inn til þeirra þegar ég ruglaðist óvart á búningsherbergjum,“ segir Jökull og hlær. Hann segir þó að Suðurríkjarokkararnir hafi tekið vel í heimsókn Jökuls í búningsherbergið. „Annars náðum við því miður ekkert að hitta þá eftir tónleikana enda vorum við að fara í flug snemma um nóttina.“ Liðsmenn Kaleo eru aftur komnir til Bandaríkjanna og fram undan er þétt tónleikadagskrá víða um Bandaríkin og upptökur. Kings of Leon og Kaleo eru hjá sömu bókunarskrifstofu í Bandaríkjunum, WME, og ef marka má tónleikana á Íslandi virðast þær mynda gott teymi. Er Kaleo að fara að deila sviði með Kings of Leon á næstunni? „Ja, hver veit? Það hefur reyndar ekkert verið minnst á það en það væri gaman í framtíðinni,“ segir Jökull. Tónleikagestir í Laugardalshöllinni voru augljóslega mjög hrifnir af Kaleo og vildu heyra meira þegar sveitin kláraði sitt prógramm. „Stemmingin var frábær og það var mjög gaman að sjá að fólk var mætt snemma,“ segir Jökull alsæll eftir Íslandsferðina.Kaleo's cover of Nancy Sinatra's "Bang Bang"This cover of "Bang Bang" is giving us chills.Watch the entire Kaleo video here: http://bit.ly/1UBVMdiPosted by SiriusXM Radio on Tuesday, August 11, 2015 Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hljómsveitin Kaleo fékk gott hrós frá Caleb Followill, söngvara Kings of Leon, þegar Kaleo hitaði upp fyrir sveitina á tónleikum í Laugardalshöllinni á fimmtudagskvöldið. Þegar leið á tónleikana þakkaði Caleb Kaleo fyrir spilamennskuna og sagðist hafa heyrt mikið í henni í bandarísku útvarpi. „Þetta er sífellt að aukast. Ég held að All the pretty girls sé spilað á rúmlega fimmtíu útvarpsstöðvum í dag,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari Kaleo, spurður út í vinsældir hljómsveitarinnar í bandarísku útvarpi. Sveitin gerir út frá Austin í Texas og hafa hljómsveitarmeðlimir verið búsettir í Bandaríkjunum síðastliðna mánuði. Hún hefur talsvert komið fram í úrvarpsstöðvum vestanhafs, annars vegar í svokölluðum „live sessionum“ og hins vegar viðtölum. Nú síðast kom sveitin fram í live session á Sirius XM, sem er ein stærsta gervihnattaútvarpsstöðin í Bandaríkjunum. Jökull segir að sveitirnar hafi ekki hist formlega í kringum tónleikana á Íslandi. „Við hittum þá ekki formlega en ég reyndar fór inn til þeirra þegar ég ruglaðist óvart á búningsherbergjum,“ segir Jökull og hlær. Hann segir þó að Suðurríkjarokkararnir hafi tekið vel í heimsókn Jökuls í búningsherbergið. „Annars náðum við því miður ekkert að hitta þá eftir tónleikana enda vorum við að fara í flug snemma um nóttina.“ Liðsmenn Kaleo eru aftur komnir til Bandaríkjanna og fram undan er þétt tónleikadagskrá víða um Bandaríkin og upptökur. Kings of Leon og Kaleo eru hjá sömu bókunarskrifstofu í Bandaríkjunum, WME, og ef marka má tónleikana á Íslandi virðast þær mynda gott teymi. Er Kaleo að fara að deila sviði með Kings of Leon á næstunni? „Ja, hver veit? Það hefur reyndar ekkert verið minnst á það en það væri gaman í framtíðinni,“ segir Jökull. Tónleikagestir í Laugardalshöllinni voru augljóslega mjög hrifnir af Kaleo og vildu heyra meira þegar sveitin kláraði sitt prógramm. „Stemmingin var frábær og það var mjög gaman að sjá að fólk var mætt snemma,“ segir Jökull alsæll eftir Íslandsferðina.Kaleo's cover of Nancy Sinatra's "Bang Bang"This cover of "Bang Bang" is giving us chills.Watch the entire Kaleo video here: http://bit.ly/1UBVMdiPosted by SiriusXM Radio on Tuesday, August 11, 2015
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira