Hæfileikar heimilislausra leiddir í ljós Gunnar Leó Pálsson skrifar 13. ágúst 2015 10:30 Verkið sem þau ætla að sýna er frumsamið brotakennt verk úr öllum áttum sem er skapað út frá áhuga og hæfileikum meðlima hópsins, sem eru jafn ólíkir og þeir eru margir. Vísir/Anton Brink Þau Ilmur Kristjánsdóttir leikkona og Rúnar Guðbrandsson leikstjóri standa á bak við verkefnið heimilislausa leikhúsið ETHOS sem sýnir sitt fyrsta verk á menningarnótt. Um er að ræða leikhóp sem skipaður er fólki sem ekki hefur fengið tækifæri til þess að láta hæfileika sína í ljós, eru heimilislausir, hælisleitendur, glíma við geðfötlun og annað slíkt. „Markmið okkar er að virkja hæfileikana hjá fólki sem hefur ekki burði til að koma sjálfu sér á framfæri. Þetta er ekki þerapía, ætlunin er ekki að bjarga mannslífum, í besta falli að reyna að gera lífið aðeins bærilegra, gefa fólki tækifæri til að gefa tíma sínum tilgang, en fyrst og síðast er tilgangurinn að skapa listaverk,“ segir Ilmur Kristjánsdóttir.Ilmur Kristjánsdóttir og Rúnar Guðbrandsson segja hæfileikaríka einstaklinga vera í hópnum.Hún segist hafa fengið hugmyndina að stofnun hópsins þegar hún byrjaði að vinna fyrir velferðarráð Reykjavíkurborgar en hún er nýtekin við stöðu formanns ráðsins. „Ég fór á ráðstefnu um skapandi leiðir til þess að virkja jaðarhópa og þar var maður sem rekur leikhús heimilislausra í Bratislava, Patrik Krebs. Leikhús heimilislausra þar í borg hefur verið starfandi í tólf ár með góðum árangri og alltaf sífellt fleiri sem taka þátt þar,“ útskýrir Ilmur. Rúnar hefur áður verið að vinna að sams konar verkefnum en hann stofnaði til að mynda Götuleikhúsið á sínum tíma sem var upphaflega hugsað sem úrræði til virkja ungt atvinnulaust fólk. Þau fengu 200.000 krónur í styrk til að búa til þessa sýningu sem sýnd verður á menningarnótt. „Við vitum ekki hvað við gerum í framhaldinu, við erum að keyra þetta áfram á ástríðu og sjáum svo hvað kemur út úr þessu,“ segir Ilmur spurð út í framhaldið. Í hópnum eru miklir hæfileikar og eru þau Ilmur og Rúnar ánægð með hvernig þessari hugmynd hefur undið fram. „Þetta hefur gengið mjög vel. Það eru sífellt fleiri að safnast í hópinn og greinilega eftirspurn eftir svona iðju. Það er alls kyns fólk í hópnum, til dæmis einn hælisleitandi frá Egyptalandi sem getur flutt Hamlet á arabísku og svo eru þarna útigangsmenn- og konur, fólk sem hefur glímt við geðfatlanir og alls kyns fólk.“ Mikil samheldni er í hópnum eins og sjá má.Vísir/Anton BrinkEn gengur ekkert erfiðlega að halda uppi aga á æfingum ef menn mæta jafnvel undir áhrifum áfengis á æfingar? „Við reyndum að setja reglur í upphafi. Það er til dæmis mjög skýrt í leikhúsinu á Bratislava að einstaklingar megi ekki vera undir áhrifum á æfingum eða á sýningum. Stundum hefur fólk mætt undir áhrifum en þá er það yfirleitt farið snemma af æfingum og hefur ekki athygli, það er ástæðan fyrir því að fólk á ekki að vera undir áhrifum. Hins vegar reynum við bara að vinna með það sem við náum út úr fólki,“ útskýrir Ilmur. Verkið sem þau ætla að sýna er frumsamið brotakennt verk úr öllum áttum sem er skapað út frá áhuga og hæfileikum meðlima hópsins, sem eru jafn ólíkir og þeir eru margir. „Þetta verk er algjör samsuða. Við höfum nýtt það ef það er eitthvað sem fólk vill segja, eitthvað sem brennur á fólki. Þarna eru líka frumsamin lög eða ljóð eftir meðlimina. Fólk kemur til dæmis með frumsamið lag til okkar en svo hverfur það á braut á vit einhverra ævintýra.“ Sýningin hefst klukkan 20.00 á menningarnótt í Samkomusal Hjálpræðishersins og er frítt inn. Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Sjá meira
Þau Ilmur Kristjánsdóttir leikkona og Rúnar Guðbrandsson leikstjóri standa á bak við verkefnið heimilislausa leikhúsið ETHOS sem sýnir sitt fyrsta verk á menningarnótt. Um er að ræða leikhóp sem skipaður er fólki sem ekki hefur fengið tækifæri til þess að láta hæfileika sína í ljós, eru heimilislausir, hælisleitendur, glíma við geðfötlun og annað slíkt. „Markmið okkar er að virkja hæfileikana hjá fólki sem hefur ekki burði til að koma sjálfu sér á framfæri. Þetta er ekki þerapía, ætlunin er ekki að bjarga mannslífum, í besta falli að reyna að gera lífið aðeins bærilegra, gefa fólki tækifæri til að gefa tíma sínum tilgang, en fyrst og síðast er tilgangurinn að skapa listaverk,“ segir Ilmur Kristjánsdóttir.Ilmur Kristjánsdóttir og Rúnar Guðbrandsson segja hæfileikaríka einstaklinga vera í hópnum.Hún segist hafa fengið hugmyndina að stofnun hópsins þegar hún byrjaði að vinna fyrir velferðarráð Reykjavíkurborgar en hún er nýtekin við stöðu formanns ráðsins. „Ég fór á ráðstefnu um skapandi leiðir til þess að virkja jaðarhópa og þar var maður sem rekur leikhús heimilislausra í Bratislava, Patrik Krebs. Leikhús heimilislausra þar í borg hefur verið starfandi í tólf ár með góðum árangri og alltaf sífellt fleiri sem taka þátt þar,“ útskýrir Ilmur. Rúnar hefur áður verið að vinna að sams konar verkefnum en hann stofnaði til að mynda Götuleikhúsið á sínum tíma sem var upphaflega hugsað sem úrræði til virkja ungt atvinnulaust fólk. Þau fengu 200.000 krónur í styrk til að búa til þessa sýningu sem sýnd verður á menningarnótt. „Við vitum ekki hvað við gerum í framhaldinu, við erum að keyra þetta áfram á ástríðu og sjáum svo hvað kemur út úr þessu,“ segir Ilmur spurð út í framhaldið. Í hópnum eru miklir hæfileikar og eru þau Ilmur og Rúnar ánægð með hvernig þessari hugmynd hefur undið fram. „Þetta hefur gengið mjög vel. Það eru sífellt fleiri að safnast í hópinn og greinilega eftirspurn eftir svona iðju. Það er alls kyns fólk í hópnum, til dæmis einn hælisleitandi frá Egyptalandi sem getur flutt Hamlet á arabísku og svo eru þarna útigangsmenn- og konur, fólk sem hefur glímt við geðfatlanir og alls kyns fólk.“ Mikil samheldni er í hópnum eins og sjá má.Vísir/Anton BrinkEn gengur ekkert erfiðlega að halda uppi aga á æfingum ef menn mæta jafnvel undir áhrifum áfengis á æfingar? „Við reyndum að setja reglur í upphafi. Það er til dæmis mjög skýrt í leikhúsinu á Bratislava að einstaklingar megi ekki vera undir áhrifum á æfingum eða á sýningum. Stundum hefur fólk mætt undir áhrifum en þá er það yfirleitt farið snemma af æfingum og hefur ekki athygli, það er ástæðan fyrir því að fólk á ekki að vera undir áhrifum. Hins vegar reynum við bara að vinna með það sem við náum út úr fólki,“ útskýrir Ilmur. Verkið sem þau ætla að sýna er frumsamið brotakennt verk úr öllum áttum sem er skapað út frá áhuga og hæfileikum meðlima hópsins, sem eru jafn ólíkir og þeir eru margir. „Þetta verk er algjör samsuða. Við höfum nýtt það ef það er eitthvað sem fólk vill segja, eitthvað sem brennur á fólki. Þarna eru líka frumsamin lög eða ljóð eftir meðlimina. Fólk kemur til dæmis með frumsamið lag til okkar en svo hverfur það á braut á vit einhverra ævintýra.“ Sýningin hefst klukkan 20.00 á menningarnótt í Samkomusal Hjálpræðishersins og er frítt inn.
Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Sjá meira