Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Ingvar Haraldsson skrifar 10. ágúst 2015 07:00 Einn lést þegar eins hreyfils sjóflugvél með tvo um borð hrapaði í Barkárdal inn af Hörgárdal á Tröllaskaga í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann flugvélina um klukkan hálf níu í gærkvöldi. Viðamikil leit að flugvélinni hafði staðið yfir frá klukkan rúmlega fimm í gær. Hinn maðurinn, Arngrímur Jóhannsson, var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Flugvélin sem hrapaði tók á loft frá Akureyri klukkan 14.01 í gær. Fljúga átti sjónflug til Keflavíkurflugvallar en áætluð lending var klukkan 16.20. Samhæfingarstöð ríkislögreglustjóra í Skógarhlíð var ræst út klukkan 17.06. Þá hafði ekkert heyrst frá flugvélinni frá þriðja tímanum í gær.Sjá einnig: Annar mannanna látinn Yfir tvö hundruð björgunarsveitarmenn frá Norður-, Suður- og Vesturlandi stóðu að leitinni auk beggja þyrla Landhelgisgæslunnar. Mest áhersla var lögð á leit á Tröllaskaga þar sem flugvélin fannst. Auðunn Kristinsson, starfandi framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, sagði skyggni á svæðinu hafa verið takmarkað. Þá hafi ekkert neyðarkall borist frá flugvélinni þótt neyðarsendir hafi verið um borð. „Flugvélin er með neyðarsendi sem ætti að fara í gang ef eitthvað kemur fyrir,“ sagði Auðunn.Sjá einnig: Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, sagði leitaraðstæður á svæðinu hafa verið erfiðar. Ekki var hægt að lenda á slysstað og því var sigmaður þyrlunnar látinn síga niður og hífa mennina um borð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra fara með rannsókn málsins. Flugslys í Barkárdal Fréttir af flugi Hörgársveit Tengdar fréttir Rannsóknarnefndin á leið á slysstað: Tryggja vettvang og hverful sönnunargögn Litlar vélar ekki búnar svörtum kassa. 10. ágúst 2015 11:42 Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Einn lést þegar eins hreyfils sjóflugvél með tvo um borð hrapaði í Barkárdal inn af Hörgárdal á Tröllaskaga í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann flugvélina um klukkan hálf níu í gærkvöldi. Viðamikil leit að flugvélinni hafði staðið yfir frá klukkan rúmlega fimm í gær. Hinn maðurinn, Arngrímur Jóhannsson, var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Flugvélin sem hrapaði tók á loft frá Akureyri klukkan 14.01 í gær. Fljúga átti sjónflug til Keflavíkurflugvallar en áætluð lending var klukkan 16.20. Samhæfingarstöð ríkislögreglustjóra í Skógarhlíð var ræst út klukkan 17.06. Þá hafði ekkert heyrst frá flugvélinni frá þriðja tímanum í gær.Sjá einnig: Annar mannanna látinn Yfir tvö hundruð björgunarsveitarmenn frá Norður-, Suður- og Vesturlandi stóðu að leitinni auk beggja þyrla Landhelgisgæslunnar. Mest áhersla var lögð á leit á Tröllaskaga þar sem flugvélin fannst. Auðunn Kristinsson, starfandi framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, sagði skyggni á svæðinu hafa verið takmarkað. Þá hafi ekkert neyðarkall borist frá flugvélinni þótt neyðarsendir hafi verið um borð. „Flugvélin er með neyðarsendi sem ætti að fara í gang ef eitthvað kemur fyrir,“ sagði Auðunn.Sjá einnig: Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra, sagði leitaraðstæður á svæðinu hafa verið erfiðar. Ekki var hægt að lenda á slysstað og því var sigmaður þyrlunnar látinn síga niður og hífa mennina um borð. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra fara með rannsókn málsins.
Flugslys í Barkárdal Fréttir af flugi Hörgársveit Tengdar fréttir Rannsóknarnefndin á leið á slysstað: Tryggja vettvang og hverful sönnunargögn Litlar vélar ekki búnar svörtum kassa. 10. ágúst 2015 11:42 Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Rannsóknarnefndin á leið á slysstað: Tryggja vettvang og hverful sönnunargögn Litlar vélar ekki búnar svörtum kassa. 10. ágúst 2015 11:42
Með alvarlega áverka eftir flugslysið Þyrla Landhelgisgæslunnar fann sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal, eftir um þriggja og hálfs tíma umfangsmikla leit. 10. ágúst 2015 10:39