Búin að koma sér vel fyrir í LA Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2015 08:30 Sveitin vinnur að nýrri plötu sem hún vonast til að gefa út fyrir jól. Mynd/Aðsend Hljómsveitin Steed Lord er nú hér á landi en meðlimir hennar munu stíga á svið á Arnarhóli á laugardaginn eftir Gay Pride-gönguna. Vikuna eftir fljúga þau til Kaupmannahafnar þar sem þau verða aðalnúmerið á Gay Pride-göngunni þar. Eins og flestir vita hafa hljómsveitarmeðlimir búið í Los Angeles seinustu sex árin og einbeitt sér að tónlist og Svala hefur verið að hanna föt fyrir fatamerkið sitt, sem byrjað var fyrir stuttu að selja á Asos Marketplace.Stóru plötufyrirtækin áhugasöm Þau eru nú í miðjum upptökum fyrir nýju plötuna sína sem þau ætla að reyna að gefa út fyrir jól en vegna mikils áhuga plötufyrirtækja á útgáfunni gæti því seinkað. „Við höfum alltaf verið svo sjálfstæð og gert allt sjálf. Samið okkar eigin tónlist og tekið upp okkar eigin myndbönd þannig að ef við færum að skrifa undir hjá plötufyrirtæki þá þyrfti það að passa vel saman. Hingað til höfum við ekki fundið fyrirtæki sem hefur hentað okkur. Umboðsmaðurinn okkar hérna úti er að þreifa fyrir með að gefa plötuna okkar út hjá plötufyrirtæki, við erum í viðræðum við nokkur fyrirtæki í LA en það kemur allt í ljós seinna á árinu,“ segir Svala.Svala sendi á dögunum frá sér nýja fatalínu frá merkinu sínu, Kali.Mynd/AðsendNý plata á leiðinni Það eru liðin þrjú ár frá seinustu plötu sveitarinnar og nú verður öllu tjaldað til. „Við erum að leggja allt í þessa plötu og erum búin að gefa okkur góðan tíma í að semja lögin, einnig erum við að vinna með frábærum upptökustjóra sem hefur unnið með öllum frá Santana til Jennifer Lopez og er bara frábær náungi og hefur mikla trú á þessari plötu með okkur. Upptökurnar fara fram í stúdíóinu sem Daft Punk vann síðustu plötu sína í þannig að við erum í svokolluðu syntha-himnaríki. Svo erum við auðvitað alltaf að spila inn á milli og svo verð ég eitthvað að fljúga á milli fyrir The Voice-þættina í haust.“Fatalínan á Asos Svala sendi nýlega frá sér sjöttu fatalínuna undir nafninu Kali en nýlega var byrjað að selja hana á Asos Marketplace sem er ein stærsta netverslun fyrir ungt fólk í heiminum. „Ég tel mig ekki vera fatahönnuð en ég hef verið að sauma föt frá því að ég var lítil. Ég hanna línuna sjálf en svo vinn ég náið með klæðskera sem teiknar sniðin. Svo fer ég í efnaleiðangur hér í LA og þetta er svo allt framleitt hér."Ekki á leiðinni heim Hljómsveitina Steed Lord skipa Svala, Einar maðurinn hennar og Eddi bróðir hans. Svala og Einar búast ekki við því að flytja heim frá Los Angeles í bráð enda lítið annað sem togar þau heim en fjölskyldan. „Ég hef verið með annan fótinn hérna frá 1999 og við erum búin að koma okkur vel fyrir. Við erum komin með virkt tengslanet og eigum marga vini og við sjáum alveg fyrir okkur að verða gömul hérna.“ Tíska og hönnun Tónlist Tengdar fréttir Solestruck hefur hug á að fara í samstarf með Steed Lord Lagið Hear Me Now með Steed Lord hljómar nú á heimasíðu skóverslunarinnar Solestruck. 3. september 2013 10:00 Svala Björgvins fer á kostum í nýrri stuttmynd Steed Lord Stuttmynd eftir íslensku hljómsveitina Steed Lord er komin út. 27. maí 2015 15:00 Svala Björgvins sjóðheit í Kali Söngkonan Svala Björgvinsdóttir hefur í nógu að snúast í LA um þessar mundir og hefur nú hannað sína aðra fatalínu undir nafninu Kali. 19. mars 2014 18:30 Steed Lord á Gay Pride í San Francisco Fetar í fótspor Backstreet Boys og Lady Gaga. 20. maí 2014 09:30 Ungir Steed Lord-bræður herma eftir Michael Jackson Myndbandið var tekið upp af föður þeirra árið 1988. 29. september 2014 14:00 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira
Hljómsveitin Steed Lord er nú hér á landi en meðlimir hennar munu stíga á svið á Arnarhóli á laugardaginn eftir Gay Pride-gönguna. Vikuna eftir fljúga þau til Kaupmannahafnar þar sem þau verða aðalnúmerið á Gay Pride-göngunni þar. Eins og flestir vita hafa hljómsveitarmeðlimir búið í Los Angeles seinustu sex árin og einbeitt sér að tónlist og Svala hefur verið að hanna föt fyrir fatamerkið sitt, sem byrjað var fyrir stuttu að selja á Asos Marketplace.Stóru plötufyrirtækin áhugasöm Þau eru nú í miðjum upptökum fyrir nýju plötuna sína sem þau ætla að reyna að gefa út fyrir jól en vegna mikils áhuga plötufyrirtækja á útgáfunni gæti því seinkað. „Við höfum alltaf verið svo sjálfstæð og gert allt sjálf. Samið okkar eigin tónlist og tekið upp okkar eigin myndbönd þannig að ef við færum að skrifa undir hjá plötufyrirtæki þá þyrfti það að passa vel saman. Hingað til höfum við ekki fundið fyrirtæki sem hefur hentað okkur. Umboðsmaðurinn okkar hérna úti er að þreifa fyrir með að gefa plötuna okkar út hjá plötufyrirtæki, við erum í viðræðum við nokkur fyrirtæki í LA en það kemur allt í ljós seinna á árinu,“ segir Svala.Svala sendi á dögunum frá sér nýja fatalínu frá merkinu sínu, Kali.Mynd/AðsendNý plata á leiðinni Það eru liðin þrjú ár frá seinustu plötu sveitarinnar og nú verður öllu tjaldað til. „Við erum að leggja allt í þessa plötu og erum búin að gefa okkur góðan tíma í að semja lögin, einnig erum við að vinna með frábærum upptökustjóra sem hefur unnið með öllum frá Santana til Jennifer Lopez og er bara frábær náungi og hefur mikla trú á þessari plötu með okkur. Upptökurnar fara fram í stúdíóinu sem Daft Punk vann síðustu plötu sína í þannig að við erum í svokolluðu syntha-himnaríki. Svo erum við auðvitað alltaf að spila inn á milli og svo verð ég eitthvað að fljúga á milli fyrir The Voice-þættina í haust.“Fatalínan á Asos Svala sendi nýlega frá sér sjöttu fatalínuna undir nafninu Kali en nýlega var byrjað að selja hana á Asos Marketplace sem er ein stærsta netverslun fyrir ungt fólk í heiminum. „Ég tel mig ekki vera fatahönnuð en ég hef verið að sauma föt frá því að ég var lítil. Ég hanna línuna sjálf en svo vinn ég náið með klæðskera sem teiknar sniðin. Svo fer ég í efnaleiðangur hér í LA og þetta er svo allt framleitt hér."Ekki á leiðinni heim Hljómsveitina Steed Lord skipa Svala, Einar maðurinn hennar og Eddi bróðir hans. Svala og Einar búast ekki við því að flytja heim frá Los Angeles í bráð enda lítið annað sem togar þau heim en fjölskyldan. „Ég hef verið með annan fótinn hérna frá 1999 og við erum búin að koma okkur vel fyrir. Við erum komin með virkt tengslanet og eigum marga vini og við sjáum alveg fyrir okkur að verða gömul hérna.“
Tíska og hönnun Tónlist Tengdar fréttir Solestruck hefur hug á að fara í samstarf með Steed Lord Lagið Hear Me Now með Steed Lord hljómar nú á heimasíðu skóverslunarinnar Solestruck. 3. september 2013 10:00 Svala Björgvins fer á kostum í nýrri stuttmynd Steed Lord Stuttmynd eftir íslensku hljómsveitina Steed Lord er komin út. 27. maí 2015 15:00 Svala Björgvins sjóðheit í Kali Söngkonan Svala Björgvinsdóttir hefur í nógu að snúast í LA um þessar mundir og hefur nú hannað sína aðra fatalínu undir nafninu Kali. 19. mars 2014 18:30 Steed Lord á Gay Pride í San Francisco Fetar í fótspor Backstreet Boys og Lady Gaga. 20. maí 2014 09:30 Ungir Steed Lord-bræður herma eftir Michael Jackson Myndbandið var tekið upp af föður þeirra árið 1988. 29. september 2014 14:00 Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira
Solestruck hefur hug á að fara í samstarf með Steed Lord Lagið Hear Me Now með Steed Lord hljómar nú á heimasíðu skóverslunarinnar Solestruck. 3. september 2013 10:00
Svala Björgvins fer á kostum í nýrri stuttmynd Steed Lord Stuttmynd eftir íslensku hljómsveitina Steed Lord er komin út. 27. maí 2015 15:00
Svala Björgvins sjóðheit í Kali Söngkonan Svala Björgvinsdóttir hefur í nógu að snúast í LA um þessar mundir og hefur nú hannað sína aðra fatalínu undir nafninu Kali. 19. mars 2014 18:30
Steed Lord á Gay Pride í San Francisco Fetar í fótspor Backstreet Boys og Lady Gaga. 20. maí 2014 09:30
Ungir Steed Lord-bræður herma eftir Michael Jackson Myndbandið var tekið upp af föður þeirra árið 1988. 29. september 2014 14:00