Höfnuðu umsóknum fimmtán skiptinema 6. ágúst 2015 07:00 Ásókn erlendra nema í að koma til Íslands hefur aukist með árunum. Í ár var metaðsókn. fréttablaðið/andri marínó „Aðsóknin er miklu meiri en áður. Ég held að þetta sé bara það sama og er að gerast í ferðamennskunni, Ísland er bara orðið svo vinsælt,“ segir Sólveig Ása B. Tryggvadóttir, deildarstjóri erlendra nema hjá AFS á Íslandi, en samtökin þurftu að hafna um fimmtán erlendum nemendum sem sóttu um að koma í skiptinám til Íslands í ár. „Við gátum ekki tekið á móti fleiri nemendum. Við viljum ekki sprengja okkur og svo finnst okkur mjög mikilvægt að halda uppi gæðunum,“ segir Sólveig. Í lok ágúst er von á þrjátíu og sjö erlendum nemum til tíu mánaða dvalar hér á landi á vegum AFS. Ungmennin eru á aldrinum fimmtán til nítján ára og koma frá löndum víðs vegar að úr heiminum. Í ár kemur stærsti hópurinn frá Ítalíu. AFS eru fræðslusamtök og eru þátttakendur nemendur sem stunda skóla og kynnast nýrri menningu þar sem þeir dvelja. Þannig eignast þeir nýja vini alls staðar að úr heiminum, kynnast nýrri menningu, tungumáli, háttum og siðum annarra landa. Skiptinemar búa hjá fjölskyldum og eru ekki gestir eða ferðamenn í dvalarlandinu. Að sögn Sólveigar hefur áhugi erlendra nema á að koma til Íslands aukist hægt og rólega með hverju ári en þó sé aðsóknin í ár met. „Á síðustu árum hefur verið fjölgun en nú á milli ára sést greinilega að Ísland rýkur upp vinsældalistann,“ segir Sólveig og bætir við að samtökin vildu geta tekið við öllum þeim nemum sem vilja koma til landsins. „Það er líka erfitt að finna svo margar fjölskyldur á Íslandi sem hafa áhuga á að taka á móti skiptinemum. Þó að við fyndum fjölskyldurnar þá er aðalmálið þó það að við viljum halda uppi gæðunum.“ Sólveig segir að Ísland sé mjög ofarlega á lista yfir vinsælustu löndin sem nemendur sækja um að fara til. „Enskumælandi lönd eru alltaf mjög vinsæl og það er erfitt að segja að Ísland sé vinsælast því það er misjafnt hvað hvert land tekur marga inn. Bandaríkin, Ástralía og Nýja-Sjáland eru alltaf mjög vinsæl,“ segir Sólveig. nadine@frettabladid.is Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
„Aðsóknin er miklu meiri en áður. Ég held að þetta sé bara það sama og er að gerast í ferðamennskunni, Ísland er bara orðið svo vinsælt,“ segir Sólveig Ása B. Tryggvadóttir, deildarstjóri erlendra nema hjá AFS á Íslandi, en samtökin þurftu að hafna um fimmtán erlendum nemendum sem sóttu um að koma í skiptinám til Íslands í ár. „Við gátum ekki tekið á móti fleiri nemendum. Við viljum ekki sprengja okkur og svo finnst okkur mjög mikilvægt að halda uppi gæðunum,“ segir Sólveig. Í lok ágúst er von á þrjátíu og sjö erlendum nemum til tíu mánaða dvalar hér á landi á vegum AFS. Ungmennin eru á aldrinum fimmtán til nítján ára og koma frá löndum víðs vegar að úr heiminum. Í ár kemur stærsti hópurinn frá Ítalíu. AFS eru fræðslusamtök og eru þátttakendur nemendur sem stunda skóla og kynnast nýrri menningu þar sem þeir dvelja. Þannig eignast þeir nýja vini alls staðar að úr heiminum, kynnast nýrri menningu, tungumáli, háttum og siðum annarra landa. Skiptinemar búa hjá fjölskyldum og eru ekki gestir eða ferðamenn í dvalarlandinu. Að sögn Sólveigar hefur áhugi erlendra nema á að koma til Íslands aukist hægt og rólega með hverju ári en þó sé aðsóknin í ár met. „Á síðustu árum hefur verið fjölgun en nú á milli ára sést greinilega að Ísland rýkur upp vinsældalistann,“ segir Sólveig og bætir við að samtökin vildu geta tekið við öllum þeim nemum sem vilja koma til landsins. „Það er líka erfitt að finna svo margar fjölskyldur á Íslandi sem hafa áhuga á að taka á móti skiptinemum. Þó að við fyndum fjölskyldurnar þá er aðalmálið þó það að við viljum halda uppi gæðunum.“ Sólveig segir að Ísland sé mjög ofarlega á lista yfir vinsælustu löndin sem nemendur sækja um að fara til. „Enskumælandi lönd eru alltaf mjög vinsæl og það er erfitt að segja að Ísland sé vinsælast því það er misjafnt hvað hvert land tekur marga inn. Bandaríkin, Ástralía og Nýja-Sjáland eru alltaf mjög vinsæl,“ segir Sólveig. nadine@frettabladid.is
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira