Höfnuðu umsóknum fimmtán skiptinema 6. ágúst 2015 07:00 Ásókn erlendra nema í að koma til Íslands hefur aukist með árunum. Í ár var metaðsókn. fréttablaðið/andri marínó „Aðsóknin er miklu meiri en áður. Ég held að þetta sé bara það sama og er að gerast í ferðamennskunni, Ísland er bara orðið svo vinsælt,“ segir Sólveig Ása B. Tryggvadóttir, deildarstjóri erlendra nema hjá AFS á Íslandi, en samtökin þurftu að hafna um fimmtán erlendum nemendum sem sóttu um að koma í skiptinám til Íslands í ár. „Við gátum ekki tekið á móti fleiri nemendum. Við viljum ekki sprengja okkur og svo finnst okkur mjög mikilvægt að halda uppi gæðunum,“ segir Sólveig. Í lok ágúst er von á þrjátíu og sjö erlendum nemum til tíu mánaða dvalar hér á landi á vegum AFS. Ungmennin eru á aldrinum fimmtán til nítján ára og koma frá löndum víðs vegar að úr heiminum. Í ár kemur stærsti hópurinn frá Ítalíu. AFS eru fræðslusamtök og eru þátttakendur nemendur sem stunda skóla og kynnast nýrri menningu þar sem þeir dvelja. Þannig eignast þeir nýja vini alls staðar að úr heiminum, kynnast nýrri menningu, tungumáli, háttum og siðum annarra landa. Skiptinemar búa hjá fjölskyldum og eru ekki gestir eða ferðamenn í dvalarlandinu. Að sögn Sólveigar hefur áhugi erlendra nema á að koma til Íslands aukist hægt og rólega með hverju ári en þó sé aðsóknin í ár met. „Á síðustu árum hefur verið fjölgun en nú á milli ára sést greinilega að Ísland rýkur upp vinsældalistann,“ segir Sólveig og bætir við að samtökin vildu geta tekið við öllum þeim nemum sem vilja koma til landsins. „Það er líka erfitt að finna svo margar fjölskyldur á Íslandi sem hafa áhuga á að taka á móti skiptinemum. Þó að við fyndum fjölskyldurnar þá er aðalmálið þó það að við viljum halda uppi gæðunum.“ Sólveig segir að Ísland sé mjög ofarlega á lista yfir vinsælustu löndin sem nemendur sækja um að fara til. „Enskumælandi lönd eru alltaf mjög vinsæl og það er erfitt að segja að Ísland sé vinsælast því það er misjafnt hvað hvert land tekur marga inn. Bandaríkin, Ástralía og Nýja-Sjáland eru alltaf mjög vinsæl,“ segir Sólveig. nadine@frettabladid.is Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
„Aðsóknin er miklu meiri en áður. Ég held að þetta sé bara það sama og er að gerast í ferðamennskunni, Ísland er bara orðið svo vinsælt,“ segir Sólveig Ása B. Tryggvadóttir, deildarstjóri erlendra nema hjá AFS á Íslandi, en samtökin þurftu að hafna um fimmtán erlendum nemendum sem sóttu um að koma í skiptinám til Íslands í ár. „Við gátum ekki tekið á móti fleiri nemendum. Við viljum ekki sprengja okkur og svo finnst okkur mjög mikilvægt að halda uppi gæðunum,“ segir Sólveig. Í lok ágúst er von á þrjátíu og sjö erlendum nemum til tíu mánaða dvalar hér á landi á vegum AFS. Ungmennin eru á aldrinum fimmtán til nítján ára og koma frá löndum víðs vegar að úr heiminum. Í ár kemur stærsti hópurinn frá Ítalíu. AFS eru fræðslusamtök og eru þátttakendur nemendur sem stunda skóla og kynnast nýrri menningu þar sem þeir dvelja. Þannig eignast þeir nýja vini alls staðar að úr heiminum, kynnast nýrri menningu, tungumáli, háttum og siðum annarra landa. Skiptinemar búa hjá fjölskyldum og eru ekki gestir eða ferðamenn í dvalarlandinu. Að sögn Sólveigar hefur áhugi erlendra nema á að koma til Íslands aukist hægt og rólega með hverju ári en þó sé aðsóknin í ár met. „Á síðustu árum hefur verið fjölgun en nú á milli ára sést greinilega að Ísland rýkur upp vinsældalistann,“ segir Sólveig og bætir við að samtökin vildu geta tekið við öllum þeim nemum sem vilja koma til landsins. „Það er líka erfitt að finna svo margar fjölskyldur á Íslandi sem hafa áhuga á að taka á móti skiptinemum. Þó að við fyndum fjölskyldurnar þá er aðalmálið þó það að við viljum halda uppi gæðunum.“ Sólveig segir að Ísland sé mjög ofarlega á lista yfir vinsælustu löndin sem nemendur sækja um að fara til. „Enskumælandi lönd eru alltaf mjög vinsæl og það er erfitt að segja að Ísland sé vinsælast því það er misjafnt hvað hvert land tekur marga inn. Bandaríkin, Ástralía og Nýja-Sjáland eru alltaf mjög vinsæl,“ segir Sólveig. nadine@frettabladid.is
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira