Næ vonandi að gera jafnvel enn betur á fimmtudaginn Kristinn Páll Teitsson skrifar 5. ágúst 2015 06:00 Hrafnhildur Lúthersdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, lenti í gær í 6. sæti í úrslitasundi 100 metra bringusunds á Heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. Varð hún fyrsta íslenska sundkonan sem keppti til úrslita í 50 metra laug en Hrafnhildur setti nýtt Íslandsmet í fyrradag er hún synti á 1:06;87 mínútum í undanrásunum. Bætti hún með því eigið Íslandsmet um rúma sekúndu sem hún setti á Smáþjóðaleikunum í júní. Hrafnhildur synti á 1:07;10 mínútum í gær, sekúndubroti hraðar en í undanúrslitunum og lauk keppni í 6. sæti. Hrafnhildur var að vonum sátt þegar slegið var á þráðinn til hennar í gær en hún var ánægð með tækifærið að fá að synda til úrslita með bestu sundkonum heimsins. „Þetta er auðvitað ákveðið spennufall, þetta var mjög skemmtileg reynsla fyrir mig. Ég hef aldrei komist í úrslit á jafn stóru móti og þessi reynsla mun eflaust nýtast mér síðar meir. Þetta hjálpar manni við undirbúninginn fyrir Ólympíuleikana næsta sumar,“ sagði Hrafnhildur sem náði Ólympíulágmarkinu í undanrásunum. „Þetta voru margar af þeim stelpum sem ég hef verið að keppa við undanfarin ár. Ég hef alltaf litið upp til þeirra og verið að eltast við að ná þeim þegar við erum að keppa. Þær hafa alltaf verið hraðari en ég en það var gaman að geta synt með þeim og tekið fram úr þeim,“ sagði Hrafnhildur, sem vonaðist til þess að árangurinn í bringusundinu væri merki um það að hún myndi ná góðum árangri í öðrum greinum. Syndir hún næst á fimmtudaginn í 200 metra bringusundi sem er sterkasta grein hennar. „Ég á mína sterkustu grein eftir á fimmtudaginn og ég vona bara að ég nái jafn góðum árangri þar ef ekki bara betri. Ég er búin að æfa stíft fyrir það og ég er mjög spennt fyrir því að sjá hvað gerist á fimmtudaginn. Þetta var gott fyrir sjálfstraustið og á sama tíma var þetta gott til að losa um stressið. Nú er ég búin að gera þetta einu sinni og er búin að læra aðeins hvernig þetta gengur fyrir sig,“ sagði Hrafnhildur sem var ánægð með aðstæðurnar í Kazan. „Þetta er mjög flott hérna. Það er góður matur á boðstólum og félagsskapurinn er af bestu gerð. Við erum mjög samheldin og styðjum hvert annað út í eitt svo þetta hefur bara verið æðislegt hingað til,“ sagði Hrafnhildur að lokum, en hún er ekki eini sundkappinn frá Íslandi sem hefur náð góðum árangri í Rússlandi. Náði Eygló Ósk Gústafsdóttir einnig Ólympíulágmarkinu í Rússlandi þegar hún setti nýtt Íslandsmet i 100 metra baksundi. Með því að synda í úrslitunum komst Hrafnhildur í flokk með bestu sundmönnum Íslands sem hafa synt í lokaúrslitum í 50 metra laug. Eru rúm tíu ár síðan íslenskur sundkappi keppti til úrslita. Það var þegar Örn Arnarson nældi í brons og silfur á Heimsmeistaramótinu í Fukuoka árið 2001. Sund Tengdar fréttir Hrafnhildur í 6. sæti í úrslitasundinu Hrafnhildur Lúthersdóttir lenti nú rétt í þessu í 6. sæti af átta keppendum í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 4. ágúst 2015 16:30 Þetta kom mikið á óvart Hrafnhildur Lúthersdóttir náði sögulegum árangri á heimsmeistaramótinu í sundi í gær þegar hún komst í úrslit í 100 metra bringusundi. Hrafnhildur setti auk þess nýtt Íslandsmet og náði Ólympíulágmarki. 4. ágúst 2015 06:30 Hrafnhildur og Eygló Ósk náðu lágmörkum fyrir ÓL 2016 Eins og fram kom á Vísi í morgun settu sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir Íslandsmet á HM í sundi í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 13:08 Hrafnhildur: Þetta var ótrúlegt Eins og fram kom í Vísi í dag hefur sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir gert frábæra hluti á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 16:59 Hrafnhildur og Eygló settu báðar Íslandsmet Tvö Íslandsmet féllu á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 3. ágúst 2015 10:53 Hrafnhildur komst fyrst íslenskra kvenna í úrslit á HM Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér nú rétt í þessu sæti í úrslitum í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 15:23 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, lenti í gær í 6. sæti í úrslitasundi 100 metra bringusunds á Heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. Varð hún fyrsta íslenska sundkonan sem keppti til úrslita í 50 metra laug en Hrafnhildur setti nýtt Íslandsmet í fyrradag er hún synti á 1:06;87 mínútum í undanrásunum. Bætti hún með því eigið Íslandsmet um rúma sekúndu sem hún setti á Smáþjóðaleikunum í júní. Hrafnhildur synti á 1:07;10 mínútum í gær, sekúndubroti hraðar en í undanúrslitunum og lauk keppni í 6. sæti. Hrafnhildur var að vonum sátt þegar slegið var á þráðinn til hennar í gær en hún var ánægð með tækifærið að fá að synda til úrslita með bestu sundkonum heimsins. „Þetta er auðvitað ákveðið spennufall, þetta var mjög skemmtileg reynsla fyrir mig. Ég hef aldrei komist í úrslit á jafn stóru móti og þessi reynsla mun eflaust nýtast mér síðar meir. Þetta hjálpar manni við undirbúninginn fyrir Ólympíuleikana næsta sumar,“ sagði Hrafnhildur sem náði Ólympíulágmarkinu í undanrásunum. „Þetta voru margar af þeim stelpum sem ég hef verið að keppa við undanfarin ár. Ég hef alltaf litið upp til þeirra og verið að eltast við að ná þeim þegar við erum að keppa. Þær hafa alltaf verið hraðari en ég en það var gaman að geta synt með þeim og tekið fram úr þeim,“ sagði Hrafnhildur, sem vonaðist til þess að árangurinn í bringusundinu væri merki um það að hún myndi ná góðum árangri í öðrum greinum. Syndir hún næst á fimmtudaginn í 200 metra bringusundi sem er sterkasta grein hennar. „Ég á mína sterkustu grein eftir á fimmtudaginn og ég vona bara að ég nái jafn góðum árangri þar ef ekki bara betri. Ég er búin að æfa stíft fyrir það og ég er mjög spennt fyrir því að sjá hvað gerist á fimmtudaginn. Þetta var gott fyrir sjálfstraustið og á sama tíma var þetta gott til að losa um stressið. Nú er ég búin að gera þetta einu sinni og er búin að læra aðeins hvernig þetta gengur fyrir sig,“ sagði Hrafnhildur sem var ánægð með aðstæðurnar í Kazan. „Þetta er mjög flott hérna. Það er góður matur á boðstólum og félagsskapurinn er af bestu gerð. Við erum mjög samheldin og styðjum hvert annað út í eitt svo þetta hefur bara verið æðislegt hingað til,“ sagði Hrafnhildur að lokum, en hún er ekki eini sundkappinn frá Íslandi sem hefur náð góðum árangri í Rússlandi. Náði Eygló Ósk Gústafsdóttir einnig Ólympíulágmarkinu í Rússlandi þegar hún setti nýtt Íslandsmet i 100 metra baksundi. Með því að synda í úrslitunum komst Hrafnhildur í flokk með bestu sundmönnum Íslands sem hafa synt í lokaúrslitum í 50 metra laug. Eru rúm tíu ár síðan íslenskur sundkappi keppti til úrslita. Það var þegar Örn Arnarson nældi í brons og silfur á Heimsmeistaramótinu í Fukuoka árið 2001.
Sund Tengdar fréttir Hrafnhildur í 6. sæti í úrslitasundinu Hrafnhildur Lúthersdóttir lenti nú rétt í þessu í 6. sæti af átta keppendum í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 4. ágúst 2015 16:30 Þetta kom mikið á óvart Hrafnhildur Lúthersdóttir náði sögulegum árangri á heimsmeistaramótinu í sundi í gær þegar hún komst í úrslit í 100 metra bringusundi. Hrafnhildur setti auk þess nýtt Íslandsmet og náði Ólympíulágmarki. 4. ágúst 2015 06:30 Hrafnhildur og Eygló Ósk náðu lágmörkum fyrir ÓL 2016 Eins og fram kom á Vísi í morgun settu sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir Íslandsmet á HM í sundi í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 13:08 Hrafnhildur: Þetta var ótrúlegt Eins og fram kom í Vísi í dag hefur sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir gert frábæra hluti á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 16:59 Hrafnhildur og Eygló settu báðar Íslandsmet Tvö Íslandsmet féllu á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 3. ágúst 2015 10:53 Hrafnhildur komst fyrst íslenskra kvenna í úrslit á HM Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér nú rétt í þessu sæti í úrslitum í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 15:23 Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Sjá meira
Hrafnhildur í 6. sæti í úrslitasundinu Hrafnhildur Lúthersdóttir lenti nú rétt í þessu í 6. sæti af átta keppendum í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 4. ágúst 2015 16:30
Þetta kom mikið á óvart Hrafnhildur Lúthersdóttir náði sögulegum árangri á heimsmeistaramótinu í sundi í gær þegar hún komst í úrslit í 100 metra bringusundi. Hrafnhildur setti auk þess nýtt Íslandsmet og náði Ólympíulágmarki. 4. ágúst 2015 06:30
Hrafnhildur og Eygló Ósk náðu lágmörkum fyrir ÓL 2016 Eins og fram kom á Vísi í morgun settu sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir Íslandsmet á HM í sundi í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 13:08
Hrafnhildur: Þetta var ótrúlegt Eins og fram kom í Vísi í dag hefur sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir gert frábæra hluti á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 16:59
Hrafnhildur og Eygló settu báðar Íslandsmet Tvö Íslandsmet féllu á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 3. ágúst 2015 10:53
Hrafnhildur komst fyrst íslenskra kvenna í úrslit á HM Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér nú rétt í þessu sæti í úrslitum í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 15:23