Gamlar minjar eða nýjar minjar Hólmsteinn S. Rósbergsson skrifar 29. júlí 2015 07:00 Það er ekki hægt að halda í fortíðina nema að litlu leyti. Alls ekki í lífið sjálft, en stundum í umhverfið. Við þurfum að halda í umhverfið svo við missum ekki fótanna í öllum nýjungunum. Ef við gerum það ekki erum við öll eins og nýbúar með lítið eða rofið tengslanet. Þegar kemur að gömlum húsum, er því mikilvægt að þau séu á sínum stað. Þá getum við fundið fyrir þeirri fótfestu í tímanum sem við þurfum á að halda. Forsætisráðherra „dúkkaði upp“ með þá hugmynd að leysa húsnæðisþörf Alþingis með því að dusta rykið af gamalli hugmynd Guðjóns Samúelssonar af þess konar húsi. Um svipað leiti var kynnt sú hugmynd að byggja safn af gamaldags húsum á Selfossi. Ef ég byrja að tala um þessa húsnæðisþörf Alþingis þá er þetta algjör vitleysa. Þó ekki væri annað, þá kann bara enginn að byggja svona hús nú til dags. Og af því við eigum ekki menn sem kunna til verka þá yrði þetta aldrei annað en léleg eftirlíking. Við erum búin að glutra niður þekkingunni á að smíða „sléttbyrtan eikarbát“. Eins er með byggingu á steinhúsum eins og: Alþingishúsinu, Landsbankahúsinu og elsta hluta Útvegsbankahússins (nú héraðsdómur) sem eru í miðbæ Reykjavíkur. Eins er með hús Landsbankans á Akureyri. Það er ekki verið að byggja eitt einasta slíkt hús í landinu, þannig að við þyrftum í það minnsta að flytja inn alla þekkinguna á nýjan leik. Við þurfum að vernda og halda við okkar byggingararfi, og getum verið stolt af miklum hluta hans. En sérhver tími kallar á ný viðhorf og nýjar lausnir. Þess vegna þurfum við að treysta arkitektum til að teikna falleg hús þegar þeir fá tækifæri til. Tækifærin koma einmitt þegar þarf að byggja á Alþingishúsreitnum eða jafnvel nýtt Alþingishús, og það þurfum við að nýta okkur. Látum nútímann sýna hvað hann getur. Treystum arkitektum til að færa okkur eitthvað sem við, og þeir sem heimsækja okkur taka eftir. Hér áður var það viðhorf uppi að flytja gömul hús af sínum stað og koma þeim fyrir í einu þorpi, og það þorp varð að Árbæjarsafni. Þessi viðhorf eru úrelt. Nú er uppi það viðhorf að varðveita eigi hús þar sem þau eru og þá helst þar sem þau voru byggð. Það hefur stundum tekist vel að færa þau aðeins um set ef nauðsyn hefur krafið. Jafnvel hefur tekist vel að hækka þau um eina hæð. Þetta viðhorf á ekki bara við um húsið í heild, heldur þannig að ef rífa þarf eitthvað niður þá eigi að raða því eins upp og það var áður. Ekki bara hipsumhaps. Það góða við þá hugmynd að byggja upp safn af gamaldags húsum, er að hún sýnir hvað gömul hús eru sterkir áhrifavaldar í að búa til miðbæjarkjarna. Hann verður bara ekki til nema með tilstuðlan þeirra. Á Íslandi er næstum allt nýtt og Selfoss eitt það nýjasta af því nýja. En þeim finnst kannski betra að vera aðeins eldri. Nútímamaður sem færi að ganga í aldamótaklæðnaði hefðarfólks þætti hálf „spjátrungslegur“ þó það sé ágætis klæðnaður, og ekkert út á hann að setja sem slíkan. Enda náttúrlega miklu flottari en „flís“ sem sumir ganga í nú til dags. Ég óttast að svona hús yrðu aldrei nema skeljar; tilbúningur fyrir eitthvað allt annað en húsið sjálft. Þó ekki væri annað en byggingareglugerðin sem gerir svo og svo miklar kröfur um styrk og öryggi, þá myndi hún þvælast fyrir mörgu í gerð húsanna. Og varla ætla menn að fara að beygja hana allt í einu. Nei, íbúar Eyrarbakka og Stokkseyrar þurfa ekki að óttast þessa hugmynd að byggja gömul hús á Selfossi, því þeirra hús eru ekta. Ekta hús á sínum stað með sínu mannlífi og fjölbreytileika þess. Listafólki t.d. Og eins konar flóttafólki úr skarkala borgarinnar og kannski bara einhver íbúi sem hefur dagað uppi í tímanum. Þetta er alvöru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er ekki hægt að halda í fortíðina nema að litlu leyti. Alls ekki í lífið sjálft, en stundum í umhverfið. Við þurfum að halda í umhverfið svo við missum ekki fótanna í öllum nýjungunum. Ef við gerum það ekki erum við öll eins og nýbúar með lítið eða rofið tengslanet. Þegar kemur að gömlum húsum, er því mikilvægt að þau séu á sínum stað. Þá getum við fundið fyrir þeirri fótfestu í tímanum sem við þurfum á að halda. Forsætisráðherra „dúkkaði upp“ með þá hugmynd að leysa húsnæðisþörf Alþingis með því að dusta rykið af gamalli hugmynd Guðjóns Samúelssonar af þess konar húsi. Um svipað leiti var kynnt sú hugmynd að byggja safn af gamaldags húsum á Selfossi. Ef ég byrja að tala um þessa húsnæðisþörf Alþingis þá er þetta algjör vitleysa. Þó ekki væri annað, þá kann bara enginn að byggja svona hús nú til dags. Og af því við eigum ekki menn sem kunna til verka þá yrði þetta aldrei annað en léleg eftirlíking. Við erum búin að glutra niður þekkingunni á að smíða „sléttbyrtan eikarbát“. Eins er með byggingu á steinhúsum eins og: Alþingishúsinu, Landsbankahúsinu og elsta hluta Útvegsbankahússins (nú héraðsdómur) sem eru í miðbæ Reykjavíkur. Eins er með hús Landsbankans á Akureyri. Það er ekki verið að byggja eitt einasta slíkt hús í landinu, þannig að við þyrftum í það minnsta að flytja inn alla þekkinguna á nýjan leik. Við þurfum að vernda og halda við okkar byggingararfi, og getum verið stolt af miklum hluta hans. En sérhver tími kallar á ný viðhorf og nýjar lausnir. Þess vegna þurfum við að treysta arkitektum til að teikna falleg hús þegar þeir fá tækifæri til. Tækifærin koma einmitt þegar þarf að byggja á Alþingishúsreitnum eða jafnvel nýtt Alþingishús, og það þurfum við að nýta okkur. Látum nútímann sýna hvað hann getur. Treystum arkitektum til að færa okkur eitthvað sem við, og þeir sem heimsækja okkur taka eftir. Hér áður var það viðhorf uppi að flytja gömul hús af sínum stað og koma þeim fyrir í einu þorpi, og það þorp varð að Árbæjarsafni. Þessi viðhorf eru úrelt. Nú er uppi það viðhorf að varðveita eigi hús þar sem þau eru og þá helst þar sem þau voru byggð. Það hefur stundum tekist vel að færa þau aðeins um set ef nauðsyn hefur krafið. Jafnvel hefur tekist vel að hækka þau um eina hæð. Þetta viðhorf á ekki bara við um húsið í heild, heldur þannig að ef rífa þarf eitthvað niður þá eigi að raða því eins upp og það var áður. Ekki bara hipsumhaps. Það góða við þá hugmynd að byggja upp safn af gamaldags húsum, er að hún sýnir hvað gömul hús eru sterkir áhrifavaldar í að búa til miðbæjarkjarna. Hann verður bara ekki til nema með tilstuðlan þeirra. Á Íslandi er næstum allt nýtt og Selfoss eitt það nýjasta af því nýja. En þeim finnst kannski betra að vera aðeins eldri. Nútímamaður sem færi að ganga í aldamótaklæðnaði hefðarfólks þætti hálf „spjátrungslegur“ þó það sé ágætis klæðnaður, og ekkert út á hann að setja sem slíkan. Enda náttúrlega miklu flottari en „flís“ sem sumir ganga í nú til dags. Ég óttast að svona hús yrðu aldrei nema skeljar; tilbúningur fyrir eitthvað allt annað en húsið sjálft. Þó ekki væri annað en byggingareglugerðin sem gerir svo og svo miklar kröfur um styrk og öryggi, þá myndi hún þvælast fyrir mörgu í gerð húsanna. Og varla ætla menn að fara að beygja hana allt í einu. Nei, íbúar Eyrarbakka og Stokkseyrar þurfa ekki að óttast þessa hugmynd að byggja gömul hús á Selfossi, því þeirra hús eru ekta. Ekta hús á sínum stað með sínu mannlífi og fjölbreytileika þess. Listafólki t.d. Og eins konar flóttafólki úr skarkala borgarinnar og kannski bara einhver íbúi sem hefur dagað uppi í tímanum. Þetta er alvöru.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun