Jessie J heldur tónleika á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 22. júlí 2015 07:45 Jessie J hefur verið ein skærasta poppstjarna heims undanfarin ár. Hún kemur fram ásamt hljómsveit í Laugardalshöllinni þann 15. september næstkomandi. nordicphotos/getty Breska tónlistarkonan og söngdívan Jessie J heldur stórtónleika í Laugardalshöllinni þriðjudaginn 15. september en hún hefur verið ein skærasta poppstjarna heims undanfarin ár. Hún er best þekkt fyrir að flytja risasmelli á borð Price Tag, Bang Bang og Domino. „Mér finnst hún alveg frábær. Það er alveg meiriháttar að ná listamanni til landsins sem er akkúrat núna á toppnum á sínum ferli. Hún er frábær á sviði og með eina flottustu röddina í tónlistarheiminum í dag,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson sem stendur fyrir tónleikunum.Jessie J er þekkt fyrir að gefa allt í tónleika sína.nordicphotos/gettyJessie J kom fyrst á sjónarsviðið árið 2011 með fyrstu plötunni sinni, Who You Are, en á þeirri plötu komust sex lög á topp tíu í Bretlandi og lagið Price Tag fór í efsta sætið um allan heim. Er hún fyrsta konan til að ná sex lögum af sömu plötu inn á topp tíu. Lagið Domino kom svo næst og fór það beint í efsta sæti um allan heim en með því lagi náði Jessie J fótfestu í Bandaríkjunum. Með nýjasta smellinum sínum, Bang Bang, þar sem hún fær Ariana Grande og Nicky Minaj með sér, er hún virkilega búin að stimpla sig inn sem ofurstjörnu. „Hlutur kvenna hefur ekki verið mikill í erlendu tónleikahaldi hér á landi undanfarin misseri og því finnst mér það líka sérlega frábært að fá hana til landsins. Hún er líka frábær karakter og rakaði meira að segja af sér hárið fyrir nokkrum árum til að styrkja gott málefni,“ segir Guðbjartur. Margir sáu hana árið 2012 í sjónvarpinu á lokaathöfn Ólympíuleikana í London, þar sem hún söng We Will Rock You með hljómsveitinni Queen. Hún hefur einnig verið þjálfari og leiðbeinandi í The Voice í Bretlandi og Ástralíu. Ólíkt mörgum öðrum stjörnum í tónlistarheiminum þá semur hún flest af sínum lögum sjálf en áður en hún hóf söngferil sinn vann hún við að semja lög fyrir aðra. Hún hefur meðal annars samið lög og texta fyrir Miley Cyrus, Justin Timberlake, Chris Brown, David Guetta og marga fleiri.Ólíkt mörgum öðrum stjörnum í tónlistarheiminum þá semur Jessie J flest af sínum lögum sjálf.nordicphotos/gettyLítið hefur verið um tónleika hér á landi með erlendum poppstjörnum. „Þessi tegund tónlistar hefur verið skilin svolítið út undan í tónleikahaldi hér á landi,“ bætir Guðbjartur við. Jessie J er á tónleikaferð um heiminn að kynna sína þriðju breiðskífu. Hún verður með hljómsveit með sér skipaða topphljóðfæraleikurum og bakröddum. „Þetta er alveg tuttugu manna hópur sem kemur með henni,“ segir Guðbjartur. Ekki liggur fyrir hvaða hljómsveit eða listamaður sér um upphitun á tónleikunum að svo stöddu. Miðasala hefst þriðjudaginn 28. júlí á midi.is klukkan 10.00. Einnig verður hægt að fá miða í verslunum Brim Laugavegi og Kringlunni.Ýmislegt skemmtilegt um Jessie J Jessie J er 27 ára gömul tónlistarkona, fædd og uppalin í London. Hún hefur gefið út þrjár breiðskífur; Who You Are árið 2011, Alive árið 2013 og Sweet Talker árið 2014. Hún hefur selt yfir þrjár milljónir platna og yfir tuttugu milljónir smáskífulaga um heim allan. Fyrsta plata Jessie J naut strax mikilla vinsælda um heim allan, náði fyrsta sæti víða og hefur náð platínusölu í yfir 15 löndum. Hennar vinsælustu lög eru Price Tag, Domino, Bang Bang og Who You Are, svo nokkur séu nefnd.Hún hefur unnið fjölda verðlauna og má þar nefna Critic‘s Choice-verðlaunin á Brit Awards árið 2011, iHeartRadio-tónlistarverðlaunin fyrir besta samstarfið með Ariana Grande og Nicki Minaj í laginu Bang Bang og fjölda verðlauna frá MTV. Þá var hún tilnefnd til Grammy-verðlaunanna í ár fyrir samstarf sitt með Ariana Grande og Nicki Minaj í laginu Bang Bang. Lagið Bang Bang er með tæpar 400 milljónir áhorfa á Youtube. Price Tag er með nærri því hálfan milljarð áhorfa og Domino með rétt tæplega 200 milljón áhorf. Jessie J hefur samið fyrir Miley Cyrus, Justin Timberlake, Chris Brown, David Guetta og marga fleiri. Tónlist Mest lesið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Tónlist Fleiri fréttir Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Sjá meira
Breska tónlistarkonan og söngdívan Jessie J heldur stórtónleika í Laugardalshöllinni þriðjudaginn 15. september en hún hefur verið ein skærasta poppstjarna heims undanfarin ár. Hún er best þekkt fyrir að flytja risasmelli á borð Price Tag, Bang Bang og Domino. „Mér finnst hún alveg frábær. Það er alveg meiriháttar að ná listamanni til landsins sem er akkúrat núna á toppnum á sínum ferli. Hún er frábær á sviði og með eina flottustu röddina í tónlistarheiminum í dag,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson sem stendur fyrir tónleikunum.Jessie J er þekkt fyrir að gefa allt í tónleika sína.nordicphotos/gettyJessie J kom fyrst á sjónarsviðið árið 2011 með fyrstu plötunni sinni, Who You Are, en á þeirri plötu komust sex lög á topp tíu í Bretlandi og lagið Price Tag fór í efsta sætið um allan heim. Er hún fyrsta konan til að ná sex lögum af sömu plötu inn á topp tíu. Lagið Domino kom svo næst og fór það beint í efsta sæti um allan heim en með því lagi náði Jessie J fótfestu í Bandaríkjunum. Með nýjasta smellinum sínum, Bang Bang, þar sem hún fær Ariana Grande og Nicky Minaj með sér, er hún virkilega búin að stimpla sig inn sem ofurstjörnu. „Hlutur kvenna hefur ekki verið mikill í erlendu tónleikahaldi hér á landi undanfarin misseri og því finnst mér það líka sérlega frábært að fá hana til landsins. Hún er líka frábær karakter og rakaði meira að segja af sér hárið fyrir nokkrum árum til að styrkja gott málefni,“ segir Guðbjartur. Margir sáu hana árið 2012 í sjónvarpinu á lokaathöfn Ólympíuleikana í London, þar sem hún söng We Will Rock You með hljómsveitinni Queen. Hún hefur einnig verið þjálfari og leiðbeinandi í The Voice í Bretlandi og Ástralíu. Ólíkt mörgum öðrum stjörnum í tónlistarheiminum þá semur hún flest af sínum lögum sjálf en áður en hún hóf söngferil sinn vann hún við að semja lög fyrir aðra. Hún hefur meðal annars samið lög og texta fyrir Miley Cyrus, Justin Timberlake, Chris Brown, David Guetta og marga fleiri.Ólíkt mörgum öðrum stjörnum í tónlistarheiminum þá semur Jessie J flest af sínum lögum sjálf.nordicphotos/gettyLítið hefur verið um tónleika hér á landi með erlendum poppstjörnum. „Þessi tegund tónlistar hefur verið skilin svolítið út undan í tónleikahaldi hér á landi,“ bætir Guðbjartur við. Jessie J er á tónleikaferð um heiminn að kynna sína þriðju breiðskífu. Hún verður með hljómsveit með sér skipaða topphljóðfæraleikurum og bakröddum. „Þetta er alveg tuttugu manna hópur sem kemur með henni,“ segir Guðbjartur. Ekki liggur fyrir hvaða hljómsveit eða listamaður sér um upphitun á tónleikunum að svo stöddu. Miðasala hefst þriðjudaginn 28. júlí á midi.is klukkan 10.00. Einnig verður hægt að fá miða í verslunum Brim Laugavegi og Kringlunni.Ýmislegt skemmtilegt um Jessie J Jessie J er 27 ára gömul tónlistarkona, fædd og uppalin í London. Hún hefur gefið út þrjár breiðskífur; Who You Are árið 2011, Alive árið 2013 og Sweet Talker árið 2014. Hún hefur selt yfir þrjár milljónir platna og yfir tuttugu milljónir smáskífulaga um heim allan. Fyrsta plata Jessie J naut strax mikilla vinsælda um heim allan, náði fyrsta sæti víða og hefur náð platínusölu í yfir 15 löndum. Hennar vinsælustu lög eru Price Tag, Domino, Bang Bang og Who You Are, svo nokkur séu nefnd.Hún hefur unnið fjölda verðlauna og má þar nefna Critic‘s Choice-verðlaunin á Brit Awards árið 2011, iHeartRadio-tónlistarverðlaunin fyrir besta samstarfið með Ariana Grande og Nicki Minaj í laginu Bang Bang og fjölda verðlauna frá MTV. Þá var hún tilnefnd til Grammy-verðlaunanna í ár fyrir samstarf sitt með Ariana Grande og Nicki Minaj í laginu Bang Bang. Lagið Bang Bang er með tæpar 400 milljónir áhorfa á Youtube. Price Tag er með nærri því hálfan milljarð áhorfa og Domino með rétt tæplega 200 milljón áhorf. Jessie J hefur samið fyrir Miley Cyrus, Justin Timberlake, Chris Brown, David Guetta og marga fleiri.
Tónlist Mest lesið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Tónlist Fleiri fréttir Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Sjá meira