Útikamar við Gullfoss Stjórnarmaðurinn skrifar 22. júlí 2015 07:00 Stjórnarmaðurinn tók á dögunum á móti útlendum vinum sínum. Vinirnir eru vanir ferðalangar og hafa heimsótt Ísland nokkuð oft. Þó aldrei áður yfir háannatíma að sumri til. Í þetta skiptið höfðu þeir á orði að hlutirnir væru öðruvísi en áður; meiri mannmergð í flugstöðinni, uppáhaldshótelið fullbókað og erfiðara að fá leigubíl fyrir utan flugstöðina. Þá fannst þeim hærra hlutfall af úlpuklæddum Ameríkönum í gönguskóm við morgunverðarborðið á hótelinu sem þeir loks fundu. Þeir kipptu sér þó ekki sérstaklega upp við þetta, heldur ypptu öxlum og sögðust geta sjálfum sér um kennt. Þeir hefðu jú valið að koma á háannatíma. Margir Íslendingar virðast þó ekki nálgast ferðamannaflauminn með jafn stóískri ró. Lausleg skoðun á fréttamiðlum bendir til að þeir erlendu gestir sem hingað koma geri helst ekki þarfir sínar nema á víðavangi, ferðist ekki nema í rútum sem allt stífla í miðbænum, hendi erlendum gjaldeyri í Peningagjá (stjórnarmaðurinn hélt raunar að það væri jákvætt fyrir gjaldeyrisjöfnuðinn) og strandi í stórum stíl uppi á hálendi með tilheyrandi kostnaði fyrir skattgreiðendur. Ástandið virðist meira að segja orðið svo alvarlegt að vinsælasti vefmiðill landsins býður nú lesendum sínum upp á sérstakan flipa undir fyrirsögninni „Ferðamennska á Íslandi“. Þetta er nýmæli fyrir ferðaþjónustuna, en a.m.k. síðan frá bankahruni hefur sjávarútvegurinn verið eini íslenski iðnaðurinn sem skipað hefur sérstakan og sjálfstæðan fréttaflokk í fjölmiðlum. Í ár áætla stjórnvöld að ferðamannafjöldi á Íslandi fari í fyrsta skipti yfir eina milljón. Árið 2014 komu tvöfalt fleiri ferðamenn til landsins en árið 2010. Það er ekkert óeðlilegt við að ýmsir vaxtarverkir komi upp þegar ferðamannafjöldi tvöfaldast á fjórum árum. Nú er hins vegar tíminn til að bregðast við og styrkja innviðina. Þá blasa áleitnar spurningar við. Er eðlilegt að fólk greiði sérstaklega fyrir aðgang að ferðamannastöðum? Er vit í því að hafa flugvöll sem varla er notaður á besta byggingarlandi í höfuðborginni? Eigum við að leggja lest frá Keflavík? Eiga ferðamenn að taka þátt í kostnaði við björgunaraðgerðir, eða eiga skattgreiðendur að greiða fyrir kamaraðstöðu við Gullfoss? Allt saman eru þetta, og fleira til, áleitnar spurningar sem fólk verður að mynda sér skoðun á og hafa hugrekki til að íhuga með opnum hug. Þar þýðir ekki að leita sökudólga. Staðan er sú sem hún er, og staðreyndin sú að enginn sá fyrir að ferðamannafjöldi myndi tvöfaldast á örskotsstundu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Ferðamennska á Íslandi Stjórnarmaðurinn Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nemendur búa sig undir vinnumarkaðinn á stafrænum Atvinnudögum HÍ Atvinnulíf Kjúklingur Panang – nýjung frá 1944 Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Stjórnarmaðurinn tók á dögunum á móti útlendum vinum sínum. Vinirnir eru vanir ferðalangar og hafa heimsótt Ísland nokkuð oft. Þó aldrei áður yfir háannatíma að sumri til. Í þetta skiptið höfðu þeir á orði að hlutirnir væru öðruvísi en áður; meiri mannmergð í flugstöðinni, uppáhaldshótelið fullbókað og erfiðara að fá leigubíl fyrir utan flugstöðina. Þá fannst þeim hærra hlutfall af úlpuklæddum Ameríkönum í gönguskóm við morgunverðarborðið á hótelinu sem þeir loks fundu. Þeir kipptu sér þó ekki sérstaklega upp við þetta, heldur ypptu öxlum og sögðust geta sjálfum sér um kennt. Þeir hefðu jú valið að koma á háannatíma. Margir Íslendingar virðast þó ekki nálgast ferðamannaflauminn með jafn stóískri ró. Lausleg skoðun á fréttamiðlum bendir til að þeir erlendu gestir sem hingað koma geri helst ekki þarfir sínar nema á víðavangi, ferðist ekki nema í rútum sem allt stífla í miðbænum, hendi erlendum gjaldeyri í Peningagjá (stjórnarmaðurinn hélt raunar að það væri jákvætt fyrir gjaldeyrisjöfnuðinn) og strandi í stórum stíl uppi á hálendi með tilheyrandi kostnaði fyrir skattgreiðendur. Ástandið virðist meira að segja orðið svo alvarlegt að vinsælasti vefmiðill landsins býður nú lesendum sínum upp á sérstakan flipa undir fyrirsögninni „Ferðamennska á Íslandi“. Þetta er nýmæli fyrir ferðaþjónustuna, en a.m.k. síðan frá bankahruni hefur sjávarútvegurinn verið eini íslenski iðnaðurinn sem skipað hefur sérstakan og sjálfstæðan fréttaflokk í fjölmiðlum. Í ár áætla stjórnvöld að ferðamannafjöldi á Íslandi fari í fyrsta skipti yfir eina milljón. Árið 2014 komu tvöfalt fleiri ferðamenn til landsins en árið 2010. Það er ekkert óeðlilegt við að ýmsir vaxtarverkir komi upp þegar ferðamannafjöldi tvöfaldast á fjórum árum. Nú er hins vegar tíminn til að bregðast við og styrkja innviðina. Þá blasa áleitnar spurningar við. Er eðlilegt að fólk greiði sérstaklega fyrir aðgang að ferðamannastöðum? Er vit í því að hafa flugvöll sem varla er notaður á besta byggingarlandi í höfuðborginni? Eigum við að leggja lest frá Keflavík? Eiga ferðamenn að taka þátt í kostnaði við björgunaraðgerðir, eða eiga skattgreiðendur að greiða fyrir kamaraðstöðu við Gullfoss? Allt saman eru þetta, og fleira til, áleitnar spurningar sem fólk verður að mynda sér skoðun á og hafa hugrekki til að íhuga með opnum hug. Þar þýðir ekki að leita sökudólga. Staðan er sú sem hún er, og staðreyndin sú að enginn sá fyrir að ferðamannafjöldi myndi tvöfaldast á örskotsstundu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Ferðamennska á Íslandi Stjórnarmaðurinn Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nemendur búa sig undir vinnumarkaðinn á stafrænum Atvinnudögum HÍ Atvinnulíf Kjúklingur Panang – nýjung frá 1944 Samstarf Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Fjórir staðir koma til greina fyrir nýja verslun ÁTVR Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur