Ferðamenn telja Drekkingarhyl óskabrunn Snærós Sindradóttir skrifar 20. júlí 2015 07:00 Leikskólabörn virða fyrir sér klinkið á botninum. Gjáin er ekki óskabrunnur heldur hefur fyrst og fremst fagurfræðilegt gildi. vísir/GVA Landverðir á Þingvöllum hafa vart undan að hreinsa Flosagjá, Drekkingarhyl og Öxará af smápeningum sem ferðamenn henda ofan í. Svo virðist sem ferðamenn líti svo á að um óskabrunna sé að ræða. Guðrún Kristinsdóttir, yfirlandvörður á Þingvöllum, segir landverði reyna að stemma stigu við vandanum. „Það er okkur í óþökk að fólk sé að henda peningum alls staðar. Að henda í Drekkingarhyl er í hæsta máta þversögn við hlutverk Drekkingarhyls í okkar sögu. Að gera hann að einhverjum óskabrunni.“ Frá upphafi tuttugustu aldar hefur tíðkast að kasta smámynt í Peningagjá, öðru nafni Nikulásargjá. „Fólk kallar Peningagjá á Þingvöllum óskabrunn, sem er bara bjánalegt. Óskabrunnar hafa aldrei verið til á Íslandi þótt þeir hafi verið til í evrópskum þjóðsögum,“ segir Guðrún. Hún segir að vel gangi að hreinsa úr ánni. Það sé þó öllu erfiðara að hreinsa úr Drekkingarhyl, enda sé hann djúpur og landverðir vilji ekki leggja sig í hættu. Klinkinu er safnað saman í krukku á skrifstofu landvarða. „Ég veit að þetta hljómar eins og argasta klisja. Þegar ég fer til útlanda þá tek ég þetta með mér og set þetta í söfnunarumslagið hjá Icelandair. Við kunnum ekki við að henda þessu.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Landverðir á Þingvöllum hafa vart undan að hreinsa Flosagjá, Drekkingarhyl og Öxará af smápeningum sem ferðamenn henda ofan í. Svo virðist sem ferðamenn líti svo á að um óskabrunna sé að ræða. Guðrún Kristinsdóttir, yfirlandvörður á Þingvöllum, segir landverði reyna að stemma stigu við vandanum. „Það er okkur í óþökk að fólk sé að henda peningum alls staðar. Að henda í Drekkingarhyl er í hæsta máta þversögn við hlutverk Drekkingarhyls í okkar sögu. Að gera hann að einhverjum óskabrunni.“ Frá upphafi tuttugustu aldar hefur tíðkast að kasta smámynt í Peningagjá, öðru nafni Nikulásargjá. „Fólk kallar Peningagjá á Þingvöllum óskabrunn, sem er bara bjánalegt. Óskabrunnar hafa aldrei verið til á Íslandi þótt þeir hafi verið til í evrópskum þjóðsögum,“ segir Guðrún. Hún segir að vel gangi að hreinsa úr ánni. Það sé þó öllu erfiðara að hreinsa úr Drekkingarhyl, enda sé hann djúpur og landverðir vilji ekki leggja sig í hættu. Klinkinu er safnað saman í krukku á skrifstofu landvarða. „Ég veit að þetta hljómar eins og argasta klisja. Þegar ég fer til útlanda þá tek ég þetta með mér og set þetta í söfnunarumslagið hjá Icelandair. Við kunnum ekki við að henda þessu.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira