Mamma reyndi að drepa mig Snærós Sindradóttir skrifar 18. júlí 2015 09:00 Málið komst í hámæli í fjölmiðlum árið 2004. Einari þykir ýmislegt hafa verið skrumskælt á þeim tíma. Meðal annars hafi verið gefið sterklega í skyn að heimilisaðstæður hefðu verið með besta móti áður en móðir hans myrti systur hans. Því fer víðs fjarri. VÍSIR/ERNIR Ellefu ára stúlka stungin til bana. Þannig hljómaði forsíðufyrirsögn Fréttablaðsins þann 1. júní árið 2004. Morguninn áður hafði móðir Einars Zeppelin Hildarsonar myrt litlu systur hans og reynt að drepa hann. Þegar blaðið barst inn um bréfalúgur landsmanna lá Einar sofandi á bráðamóttöku Landspítalans. Hann var með stungusár í kviðnum, í öxl og síðu. Enginn hafði enn sagt honum að litla systir hans, Guðný Hödd, væri látin. „Ég fór á Korn-tónleika um kvöldið. Þetta voru góðir tónleikar á sínum tíma. Þegar ég kom svo heim fann ég strax að mamma var dálítið hástemmd. Hún sagði við mig að út af tónleikunum yrðu örugglega mikil læti í bænum og bað mig um að taka skaft af ryksugu og skorða undir hurðarhúninum á útidyrahurðinni. Hafandi alist upp með mömmu minni þá var maður vanur alls konar vitleysu. Hún sagði eitthvað svona og maður var alveg hættur að rífast um það.“Ranghugmyndir og vænisýkiEinar hafði alist upp við ranghugmyndir móður sinnar alla tíð. Árið 2004 var hann orðinn fjórtán ára, hafði fermst mánuði fyrir kvöldið örlagaríka, og var hættur að leggja trúnað á hugmyndir móður sinnar um raunveruleikann. „Hún er veik. Það er bara þannig. Hún er haldin paranoju og þegar ég var yngri var ég vanur því að heyra frá henni að það væru allir á móti mér. Það væri verið að njósna um okkur heima hjá okkur, þar væru myndavélar og hljóðnemar. Hún upplifir þetta allt í alvörunni, þetta er raunveruleikinn hennar þótt þetta sé ekki raunverulegt.“Frétt Fréttablaðsins þann 1. júní árið 2004.„Svo gerir maður sér grein fyrir því; af hverju í andskotanum ættu allir að vera að hlusta á okkur? Hún hélt að það væri einhvers konar stjórnvald að njósna um okkur. Það var eins og samfélagið væri allt á eftir okkur.“Barnavernd ráðalausEinar er fæddur í Danmörku árið 1990. Faðir hans var íslenskur eiturlyfjaneytandi, búsettur í Kristjaníu í Kaupmannahöfn. Hann man ekkert eftir honum úr frumbernsku því móðir hans flaug með hann heim til Íslands í lok árs 1991. Hún fór aftur út til Danmerkur þar sem hún varð ólétt af systur hans. Þunguð kom hún svo aftur til Íslands til að hefja nýtt líf árið 1992. Litla fjölskyldan kom sér fyrir í íbúð á vegum góðgerðarsamtaka í Skerjafirði. „Svo árið 1996 er í raun í fyrsta sinn hægt að sjá hvað mamma er veik. Þá reynir hún að drepa sig með því að stökkva fram af bílastæðahúsi á Hverfisgötu. Hún mölbraut sig alla og þurfti að vera á sjúkrahúsi og í endurhæfingu í um það bil ár. Á meðan bjuggum við systkinin hjá afa og ömmu.“ Móðurforeldrar Einars höfðu þarna í tvígang hlaupið undir bagga með dóttur sinni og leyft Einari að búa hjá þeim. Þau höfðu reynt að styðja við bak dóttur sinnar um margra ára skeið með þeim hætti. En öryggi barnanna var þeim líka hugleikið. Einar veit nú að margoft höfðu þau og frænkur systkinanna reynt að fá barnaverndarnefnd til að grípa inn í aðstæður þeirra. Þau reyndu að koma barnaverndaryfirvöldum í skilning um að systkinin byggju ekki við ásættanlegar aðstæður hjá móður sinni og að móðirin væri mjög lasin á geði. Allt saman án árangurs. „Málið er að réttur móður til að umgangast barnið sitt er svo mikill að það þurfti eitthvað svakalegt að gerast til að mamma missti réttinn til að hafa okkur. Þau fengu alltaf þau svör að það væri ekkert sem hægt væri að gera. Það sýnir kannski hvað þetta er heimskulegt kerfi að eftir að mamma reynir að drepa mig fær hún enn að hafa forræðið yfir mér. Þegar ég sótti um framhaldsskóla þurfti hún að skrifa undir umsóknina og hún hafði lögbundinn rétt til að vita um allt sem var í gangi í lífi mínu. Þannig var það í rúmlega tvö ár eftir atvikið, eða þar til afi og amma sóttu það mjög hart að fá forræðið og það gekk eftir.“ Frá vettvangi á Hagamel í maí 2004.vísir/gvaDauðinn flótti frá veruleikanumEinar segir að ekkert geti búið mann undir það sem gerðist í lok maí 2004. Ekkert ofbeldi eða neysla vímuefna hafði verið til staðar á heimilinu og móðir hans hafði aldrei með beinum hætti hótað honum eða systur hans lífláti eða líkamsmeiðingum. Flótti frá ímynduðum ofsóknum hafði þó komið til tals. „Hún var búin að vera mjög veik. Rétt fyrir jólin árinu áður vorum við mamma og litla systir mín að horfa á mynd inni í stofu. Þá byrjar hún að tala um að við ættum öll að taka eitur til þess að losa okkur frá fólkinu sem væri á eftir okkur. Ég varð mjög reiður en litla systir mín, enn þá bara ellefu ára gömul, segir bara: já mamma, við gerum bara það sem við þurfum að gera. Hún trúði mömmu sinni.“ „Það er ekki hægt að festa sig í hvað ef. Þá er maður bara farinn að kenna sjálfum sér um. En eftir jólin var ég alveg búinn að hugsa að við Guðný ættum bara að fara og flytja inn til ömmu og afa. Á tímabili hugsaði ég: „Hvað ef ég hefði bara farið með hana og neitað að fara til baka. Þá hefði þetta ekki skeð.“Trúði þessu ekki upp á mömmuÞegar Einar kom heim af tónleikunum að kvöldi hins 30. maí bauð mamma hans honum upp á grjónagraut í kvöldmat. Hann fúlsaði við grautnum, þótti skrítið og óvenjulegt bragð af honum, og fór fljótlega að sofa. „Svo vakna ég um nóttina við að ég er allur blautur og ég hugsaði að ég hlyti að hafa migið á mig. Ég hrekk upp þegar ég sé að ég er allur í blóði. Ég kallaði auðvitað bara á mömmu, því það er það sem maður gerir. Hún kemur inn og lætur eins og hún sé mjög hissa. Talar um að ég hljóti að hafa sofnað með vasahníf í rúminu. Þá fer ég fram á baðherbergi til að ná í handklæði en herbergi systur minnar var við hliðina á því. Ég ætlaði inn til hennar til að athuga hvort það væri í lagi með hana en mamma bannaði mér það. Hún sagði að systir mín mætti ekki sjá mig svona útataðan blóði. Ég trúði því þá en í dag veit ég að hún var líklegast bara dáin í herberginu sínu.“ „Ég man ekki eftir því að hafa fundið mikinn sársauka. Ég beið bara rólegur eftir því að það kæmi sjúkrabíll. Þegar ég var búinn að bíða á rúmbríkinni í svona tíu til fimmtán mínútur spyr ég mömmu hvar bíllinn sé. Mér datt ekki í hug að hún hefði stungið mig. Hverjum myndi detta í hug að mamma manns hefði reynt að drepa sig?“Hvað í fokkanum ertu að gera með þennan hníf?„Svo kemur hún með einhverja töflu og segir mér að taka hana því hún muni hjálpa mér. Ég sagði bara nei. Ég væri ekkert að fara að taka einhverja töflu og slæ hana úr hendinni á henni. Hún fer svo aftur fram og kemur inn með aðra höndina fyrir aftan bak. Ég sé að hún heldur á hníf sem við áttum heima. Ég spyr hana hvað í fokkanum hún sé að gera með þennan hníf. Þá lætur hún hann detta og fer að gráta.“ „Hún fer fram og ég held áfram að öskra á hana bara „mamma, mamma, hvað er í gangi“ en þá kemur hún aftur inn með annan hníf. Ég sit hálfpartinn á rúminu þegar hún ætlar að ráðast á mig. Það er dálítið erfitt að útskýra þetta. Ég sit á rúmkantinum og hún kemur að mér og ég gríp í hendurnar á henni og það skerst yfir puttann í leiðinni, svo næ ég að henda henni í rúmið og er að standa upp sjálfur og þá stakk hún mig nokkrum sinum í öxlina, bakið og síðuna,“ segir Einar og bendir blaðamanni á svæðin þar sem stungurnar dundu á honum. Víða sjást örin enn þá. Með fituvefina í lúkunum„Það var allt ótrúlega einfalt á þessu augnabliki. Ég sparkaði ryksuguskaftinu undan hurðarhúninum og labbaði út. Svo labbaði ég bara á nærbuxunum allur út í blóði með svona stykki af fituvefjum lafandi úr síðunni. Ég hugsaði bara um að ég þyrfti að komast eitthvert þar sem ég gæti fundið einhvern og þar sem ég gæti hringt á sjúkrabíl. Ég labbaði frá Hagamelnum þar sem ég átti heima og að rauðu blokkinni á horni Hagamels og Kaplaskjólsvegs þar sem félagi minn átti heima. Ég var mjög rólegur.“ Einar dinglaði á bjöllu vinar síns en mamma hans kom til dyra. „Ég segi bara: Hæ þetta er Zeppi félagi hans Tony, ég er í smá veseni má ég nokkuð koma upp? Mamma hans hringir á sjúkrabíl fyrir mig. Þeir koma og ná í mig þar og svo fer ég bara niður á sjúkrahús. Þar horfði ég á Lethal Weapon 2 og svo man ég eiginlega ekki meira.“ Á sama tíma kom lögreglan að húsi Einars. Þar komu þeir að móður hans sem hafði veitt sjálfri sér alvarlega áverka með hnífnum. Hún lá við hlið ellefu ára dóttur sinnar, sem var látin.vísir/gvaPabbi lét loks sjá sigEinar var fyrst og fremst reiður eftir atvikið. Faðir hans kom til landsins til að vera við útför dóttur sinnar en Einar vildi ekki tala við hann. Faðir hans skrifaði honum þá bréf sem Einar svaraði á þá leið að það væri orðið of seint, hann hefði haft fjórtán ár til að koma og vera pabbi hans, en núna væri ekki rétti tíminn. Síðan þá hefur hann ekki heyrt frá honum. Mamma Einars var úrskurðuð ósakhæf fyrir dómi og vistuð á réttargeðdeildinni á Sogni í fjögur ár. Það þótti sannað að hún myndi ekkert eftir atvikinu. Einar var henni gríðarlega reiður í rúmlega tvö ár. Síðan þá hafa þau haldið sambandi. „Ég var ungur og skildi ekki sjúkdóminn. Ég saknaði hennar kannski innst inni en ég pældi ekkert í því, því ég var svo reiður. Svo byrjaði ég að skilja að þetta er bara sjúkdómur og það er enginn sem velur sér þetta. Það eru örugglega ekki margir í þessum heimi sem þessi sjúkdómur hefur tekið meira af heldur en af henni.“Engin handbók til þegar móðir drepur barnEinar fór á milli geðdeilda og var settur á nokkur ólík lyf eftir atvikið. Allt til þess að honum liði betur og svo hann næði að fóta sig að nýju. „Það er ekki til nein handbók um hvað á að gera þegar móðir reynir að drepa barnið sitt. Það er bara reynt að spila þetta eftir hendinni en undir miklu stressi. Í hvert skipti sem það var eitthvað að þá var ég bara sendur á BUGL og geðdeild. Mér leið illa, var reiður og með sjálfseyðandi hugsanir. Það var mikið verið að prófa alls konar. Mér leið samt vel með vinum mínum og er ekki viss um að það hafi verið rétt að taka mig úr aðstæðum sem mér leið vel í.“ Einar sökk langt niður eftir atvikið árið 2004. Hann leiddist út í neyslu fíkniefna og flosnaði upp úr skóla. Í dag er hann aftur á móti edrú, á sambýliskonu, og gegnir stöðu verkefnastjóra tækni- og uppstillingardeildar hjá Grand Hóteli í Reykjavík. Sjúkdómur móður hans er samt enn stór hluti af lífi hans. Einar Hildarson, HagamelsstrákurinnMamma enn lasin„Um þarseinustu jól kom bakslag. Mig grunar að mamma hafi verið hætt að taka lyfin sín. Þá var hún farin að tala mikið um vonda anda í íbúðinni sinni og hluti sem gengu ekki upp. Einn daginn ákvað ég svo að fara til hennar og biðja hana að koma með mér á geðdeildina. Þá byrjum við að rífast og hún segir að það sé segull í íbúðinni sem hafi verið komið þar fyrir til að láta hana endanlega gera út af við okkur bæði. Þá brjálast ég bara og dreg hana svo gott sem niður á geðdeild gegn hennar vilja.“ „Ég lét sjálfræðissvipta hana tímabundið og fékk það í gegn að nú fær hún reglulegar sprautur í stað þess að sjá sjálf um lyfjatökuna. Ég held að ef við hefðum ekki okkar sögu hefði bara verið hlegið að mér.“ Einari þykir vænt um mömmu sína og hefur fyrir löngu sætt sig við fortíðina. „Maður lærir að lifa með því og skilja að þetta er bara sjúkdómur. Kannski munu einhverjir lesa þetta og vita að það er von. Kannski munu aðrir lesa þetta sem eru að díla við fjölskyldu sem er veik." "Það er mjög erfitt að eiga í samskiptum við veikt fólk. Mamma verður samt alltaf mamma mín og það er ekkert sem breytir því. Ef mig vantar móðurleg ráð þá tala ég við hana því ég á enga aðra mömmu. Og ég reyni að styðja hana eins og ég get svo henni nái að líða vel. Að sjálfsögðu þykir mér vænt um hana og það mun aldrei breytast sama hvað skeður. Ég geri það sem ég get til að vera til staðar fyrir hana. Hún er yndisleg manneskja. Hún er mjög góð kona og vill öllum vel. Hún er bara lasin.“ Tengdar fréttir Nærri ómögulegt að fólk læknist af geðklofa 18. júlí 2015 12:00 Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Sjá meira
Ellefu ára stúlka stungin til bana. Þannig hljómaði forsíðufyrirsögn Fréttablaðsins þann 1. júní árið 2004. Morguninn áður hafði móðir Einars Zeppelin Hildarsonar myrt litlu systur hans og reynt að drepa hann. Þegar blaðið barst inn um bréfalúgur landsmanna lá Einar sofandi á bráðamóttöku Landspítalans. Hann var með stungusár í kviðnum, í öxl og síðu. Enginn hafði enn sagt honum að litla systir hans, Guðný Hödd, væri látin. „Ég fór á Korn-tónleika um kvöldið. Þetta voru góðir tónleikar á sínum tíma. Þegar ég kom svo heim fann ég strax að mamma var dálítið hástemmd. Hún sagði við mig að út af tónleikunum yrðu örugglega mikil læti í bænum og bað mig um að taka skaft af ryksugu og skorða undir hurðarhúninum á útidyrahurðinni. Hafandi alist upp með mömmu minni þá var maður vanur alls konar vitleysu. Hún sagði eitthvað svona og maður var alveg hættur að rífast um það.“Ranghugmyndir og vænisýkiEinar hafði alist upp við ranghugmyndir móður sinnar alla tíð. Árið 2004 var hann orðinn fjórtán ára, hafði fermst mánuði fyrir kvöldið örlagaríka, og var hættur að leggja trúnað á hugmyndir móður sinnar um raunveruleikann. „Hún er veik. Það er bara þannig. Hún er haldin paranoju og þegar ég var yngri var ég vanur því að heyra frá henni að það væru allir á móti mér. Það væri verið að njósna um okkur heima hjá okkur, þar væru myndavélar og hljóðnemar. Hún upplifir þetta allt í alvörunni, þetta er raunveruleikinn hennar þótt þetta sé ekki raunverulegt.“Frétt Fréttablaðsins þann 1. júní árið 2004.„Svo gerir maður sér grein fyrir því; af hverju í andskotanum ættu allir að vera að hlusta á okkur? Hún hélt að það væri einhvers konar stjórnvald að njósna um okkur. Það var eins og samfélagið væri allt á eftir okkur.“Barnavernd ráðalausEinar er fæddur í Danmörku árið 1990. Faðir hans var íslenskur eiturlyfjaneytandi, búsettur í Kristjaníu í Kaupmannahöfn. Hann man ekkert eftir honum úr frumbernsku því móðir hans flaug með hann heim til Íslands í lok árs 1991. Hún fór aftur út til Danmerkur þar sem hún varð ólétt af systur hans. Þunguð kom hún svo aftur til Íslands til að hefja nýtt líf árið 1992. Litla fjölskyldan kom sér fyrir í íbúð á vegum góðgerðarsamtaka í Skerjafirði. „Svo árið 1996 er í raun í fyrsta sinn hægt að sjá hvað mamma er veik. Þá reynir hún að drepa sig með því að stökkva fram af bílastæðahúsi á Hverfisgötu. Hún mölbraut sig alla og þurfti að vera á sjúkrahúsi og í endurhæfingu í um það bil ár. Á meðan bjuggum við systkinin hjá afa og ömmu.“ Móðurforeldrar Einars höfðu þarna í tvígang hlaupið undir bagga með dóttur sinni og leyft Einari að búa hjá þeim. Þau höfðu reynt að styðja við bak dóttur sinnar um margra ára skeið með þeim hætti. En öryggi barnanna var þeim líka hugleikið. Einar veit nú að margoft höfðu þau og frænkur systkinanna reynt að fá barnaverndarnefnd til að grípa inn í aðstæður þeirra. Þau reyndu að koma barnaverndaryfirvöldum í skilning um að systkinin byggju ekki við ásættanlegar aðstæður hjá móður sinni og að móðirin væri mjög lasin á geði. Allt saman án árangurs. „Málið er að réttur móður til að umgangast barnið sitt er svo mikill að það þurfti eitthvað svakalegt að gerast til að mamma missti réttinn til að hafa okkur. Þau fengu alltaf þau svör að það væri ekkert sem hægt væri að gera. Það sýnir kannski hvað þetta er heimskulegt kerfi að eftir að mamma reynir að drepa mig fær hún enn að hafa forræðið yfir mér. Þegar ég sótti um framhaldsskóla þurfti hún að skrifa undir umsóknina og hún hafði lögbundinn rétt til að vita um allt sem var í gangi í lífi mínu. Þannig var það í rúmlega tvö ár eftir atvikið, eða þar til afi og amma sóttu það mjög hart að fá forræðið og það gekk eftir.“ Frá vettvangi á Hagamel í maí 2004.vísir/gvaDauðinn flótti frá veruleikanumEinar segir að ekkert geti búið mann undir það sem gerðist í lok maí 2004. Ekkert ofbeldi eða neysla vímuefna hafði verið til staðar á heimilinu og móðir hans hafði aldrei með beinum hætti hótað honum eða systur hans lífláti eða líkamsmeiðingum. Flótti frá ímynduðum ofsóknum hafði þó komið til tals. „Hún var búin að vera mjög veik. Rétt fyrir jólin árinu áður vorum við mamma og litla systir mín að horfa á mynd inni í stofu. Þá byrjar hún að tala um að við ættum öll að taka eitur til þess að losa okkur frá fólkinu sem væri á eftir okkur. Ég varð mjög reiður en litla systir mín, enn þá bara ellefu ára gömul, segir bara: já mamma, við gerum bara það sem við þurfum að gera. Hún trúði mömmu sinni.“ „Það er ekki hægt að festa sig í hvað ef. Þá er maður bara farinn að kenna sjálfum sér um. En eftir jólin var ég alveg búinn að hugsa að við Guðný ættum bara að fara og flytja inn til ömmu og afa. Á tímabili hugsaði ég: „Hvað ef ég hefði bara farið með hana og neitað að fara til baka. Þá hefði þetta ekki skeð.“Trúði þessu ekki upp á mömmuÞegar Einar kom heim af tónleikunum að kvöldi hins 30. maí bauð mamma hans honum upp á grjónagraut í kvöldmat. Hann fúlsaði við grautnum, þótti skrítið og óvenjulegt bragð af honum, og fór fljótlega að sofa. „Svo vakna ég um nóttina við að ég er allur blautur og ég hugsaði að ég hlyti að hafa migið á mig. Ég hrekk upp þegar ég sé að ég er allur í blóði. Ég kallaði auðvitað bara á mömmu, því það er það sem maður gerir. Hún kemur inn og lætur eins og hún sé mjög hissa. Talar um að ég hljóti að hafa sofnað með vasahníf í rúminu. Þá fer ég fram á baðherbergi til að ná í handklæði en herbergi systur minnar var við hliðina á því. Ég ætlaði inn til hennar til að athuga hvort það væri í lagi með hana en mamma bannaði mér það. Hún sagði að systir mín mætti ekki sjá mig svona útataðan blóði. Ég trúði því þá en í dag veit ég að hún var líklegast bara dáin í herberginu sínu.“ „Ég man ekki eftir því að hafa fundið mikinn sársauka. Ég beið bara rólegur eftir því að það kæmi sjúkrabíll. Þegar ég var búinn að bíða á rúmbríkinni í svona tíu til fimmtán mínútur spyr ég mömmu hvar bíllinn sé. Mér datt ekki í hug að hún hefði stungið mig. Hverjum myndi detta í hug að mamma manns hefði reynt að drepa sig?“Hvað í fokkanum ertu að gera með þennan hníf?„Svo kemur hún með einhverja töflu og segir mér að taka hana því hún muni hjálpa mér. Ég sagði bara nei. Ég væri ekkert að fara að taka einhverja töflu og slæ hana úr hendinni á henni. Hún fer svo aftur fram og kemur inn með aðra höndina fyrir aftan bak. Ég sé að hún heldur á hníf sem við áttum heima. Ég spyr hana hvað í fokkanum hún sé að gera með þennan hníf. Þá lætur hún hann detta og fer að gráta.“ „Hún fer fram og ég held áfram að öskra á hana bara „mamma, mamma, hvað er í gangi“ en þá kemur hún aftur inn með annan hníf. Ég sit hálfpartinn á rúminu þegar hún ætlar að ráðast á mig. Það er dálítið erfitt að útskýra þetta. Ég sit á rúmkantinum og hún kemur að mér og ég gríp í hendurnar á henni og það skerst yfir puttann í leiðinni, svo næ ég að henda henni í rúmið og er að standa upp sjálfur og þá stakk hún mig nokkrum sinum í öxlina, bakið og síðuna,“ segir Einar og bendir blaðamanni á svæðin þar sem stungurnar dundu á honum. Víða sjást örin enn þá. Með fituvefina í lúkunum„Það var allt ótrúlega einfalt á þessu augnabliki. Ég sparkaði ryksuguskaftinu undan hurðarhúninum og labbaði út. Svo labbaði ég bara á nærbuxunum allur út í blóði með svona stykki af fituvefjum lafandi úr síðunni. Ég hugsaði bara um að ég þyrfti að komast eitthvert þar sem ég gæti fundið einhvern og þar sem ég gæti hringt á sjúkrabíl. Ég labbaði frá Hagamelnum þar sem ég átti heima og að rauðu blokkinni á horni Hagamels og Kaplaskjólsvegs þar sem félagi minn átti heima. Ég var mjög rólegur.“ Einar dinglaði á bjöllu vinar síns en mamma hans kom til dyra. „Ég segi bara: Hæ þetta er Zeppi félagi hans Tony, ég er í smá veseni má ég nokkuð koma upp? Mamma hans hringir á sjúkrabíl fyrir mig. Þeir koma og ná í mig þar og svo fer ég bara niður á sjúkrahús. Þar horfði ég á Lethal Weapon 2 og svo man ég eiginlega ekki meira.“ Á sama tíma kom lögreglan að húsi Einars. Þar komu þeir að móður hans sem hafði veitt sjálfri sér alvarlega áverka með hnífnum. Hún lá við hlið ellefu ára dóttur sinnar, sem var látin.vísir/gvaPabbi lét loks sjá sigEinar var fyrst og fremst reiður eftir atvikið. Faðir hans kom til landsins til að vera við útför dóttur sinnar en Einar vildi ekki tala við hann. Faðir hans skrifaði honum þá bréf sem Einar svaraði á þá leið að það væri orðið of seint, hann hefði haft fjórtán ár til að koma og vera pabbi hans, en núna væri ekki rétti tíminn. Síðan þá hefur hann ekki heyrt frá honum. Mamma Einars var úrskurðuð ósakhæf fyrir dómi og vistuð á réttargeðdeildinni á Sogni í fjögur ár. Það þótti sannað að hún myndi ekkert eftir atvikinu. Einar var henni gríðarlega reiður í rúmlega tvö ár. Síðan þá hafa þau haldið sambandi. „Ég var ungur og skildi ekki sjúkdóminn. Ég saknaði hennar kannski innst inni en ég pældi ekkert í því, því ég var svo reiður. Svo byrjaði ég að skilja að þetta er bara sjúkdómur og það er enginn sem velur sér þetta. Það eru örugglega ekki margir í þessum heimi sem þessi sjúkdómur hefur tekið meira af heldur en af henni.“Engin handbók til þegar móðir drepur barnEinar fór á milli geðdeilda og var settur á nokkur ólík lyf eftir atvikið. Allt til þess að honum liði betur og svo hann næði að fóta sig að nýju. „Það er ekki til nein handbók um hvað á að gera þegar móðir reynir að drepa barnið sitt. Það er bara reynt að spila þetta eftir hendinni en undir miklu stressi. Í hvert skipti sem það var eitthvað að þá var ég bara sendur á BUGL og geðdeild. Mér leið illa, var reiður og með sjálfseyðandi hugsanir. Það var mikið verið að prófa alls konar. Mér leið samt vel með vinum mínum og er ekki viss um að það hafi verið rétt að taka mig úr aðstæðum sem mér leið vel í.“ Einar sökk langt niður eftir atvikið árið 2004. Hann leiddist út í neyslu fíkniefna og flosnaði upp úr skóla. Í dag er hann aftur á móti edrú, á sambýliskonu, og gegnir stöðu verkefnastjóra tækni- og uppstillingardeildar hjá Grand Hóteli í Reykjavík. Sjúkdómur móður hans er samt enn stór hluti af lífi hans. Einar Hildarson, HagamelsstrákurinnMamma enn lasin„Um þarseinustu jól kom bakslag. Mig grunar að mamma hafi verið hætt að taka lyfin sín. Þá var hún farin að tala mikið um vonda anda í íbúðinni sinni og hluti sem gengu ekki upp. Einn daginn ákvað ég svo að fara til hennar og biðja hana að koma með mér á geðdeildina. Þá byrjum við að rífast og hún segir að það sé segull í íbúðinni sem hafi verið komið þar fyrir til að láta hana endanlega gera út af við okkur bæði. Þá brjálast ég bara og dreg hana svo gott sem niður á geðdeild gegn hennar vilja.“ „Ég lét sjálfræðissvipta hana tímabundið og fékk það í gegn að nú fær hún reglulegar sprautur í stað þess að sjá sjálf um lyfjatökuna. Ég held að ef við hefðum ekki okkar sögu hefði bara verið hlegið að mér.“ Einari þykir vænt um mömmu sína og hefur fyrir löngu sætt sig við fortíðina. „Maður lærir að lifa með því og skilja að þetta er bara sjúkdómur. Kannski munu einhverjir lesa þetta og vita að það er von. Kannski munu aðrir lesa þetta sem eru að díla við fjölskyldu sem er veik." "Það er mjög erfitt að eiga í samskiptum við veikt fólk. Mamma verður samt alltaf mamma mín og það er ekkert sem breytir því. Ef mig vantar móðurleg ráð þá tala ég við hana því ég á enga aðra mömmu. Og ég reyni að styðja hana eins og ég get svo henni nái að líða vel. Að sjálfsögðu þykir mér vænt um hana og það mun aldrei breytast sama hvað skeður. Ég geri það sem ég get til að vera til staðar fyrir hana. Hún er yndisleg manneskja. Hún er mjög góð kona og vill öllum vel. Hún er bara lasin.“
Tengdar fréttir Nærri ómögulegt að fólk læknist af geðklofa 18. júlí 2015 12:00 Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Sjá meira