Smáskífur Palla ekki til sölu heldur gefins Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. júlí 2015 10:00 Páll Óskar Hjálmtýsson tekur upp nýtt myndband. mynd/daníel bjarnason „Við erum að skjóta nýtt myndband núna sem verður vonandi tilbúið á næstu dögum,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann er þessa dagana á fullu við að vinna nýtt myndband ásamt framleiðslufyrirtækinu Silent. Myndbandið er við nýtt lag sem kallast Líttu upp í ljós og sér Daníel Bjarnason um leikstjórn, Snædís Snorradóttir um framleiðslu og Hákon Sverrisson um stjórn kvikmyndatöku. „Ég er virkilega ánægður með þetta lag. Það er samið og útsett, af Jakobi Reyni Jakobssyni og Bjarka Hallbergssyni en þeir mynda teymi sem kallast Dusk. Við þrír erum búnir að vera að vinna mikið af músík saman,“ segir Palli um lagið og nýtt samstarf sitt í tónlist við Dusk-teymið.„Við byrjuðum að vinna saman fyrir rúmum tveimur árum og nú er kominn alveg ágætis grunnur að virkilega fínum lögum. Ég hlakka til að leyfa fólki að heyra og það er kominn tími til,“ bætir Palli við. Hann sendi síðast frá sér í apríl lagið Ást sem endist. Gert er ráð fyrir að myndbandið líti dagsins ljós í næstu viku og þá getur fólk einnig að nálgast lagið ókeypis á palloskar.is. „Þessar smáskífur mínar eru ekki til sölu, heldur eru þær gefins á netinu.“ Sumarið er annasamur tími hjá Palla og er nóg að gera hjá honum. „Það eru einhvers konar bæjarhátíðir allar helgar og ég er á þeim öllum,“ bætir Palli við léttur í lundu. Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Við erum að skjóta nýtt myndband núna sem verður vonandi tilbúið á næstu dögum,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann er þessa dagana á fullu við að vinna nýtt myndband ásamt framleiðslufyrirtækinu Silent. Myndbandið er við nýtt lag sem kallast Líttu upp í ljós og sér Daníel Bjarnason um leikstjórn, Snædís Snorradóttir um framleiðslu og Hákon Sverrisson um stjórn kvikmyndatöku. „Ég er virkilega ánægður með þetta lag. Það er samið og útsett, af Jakobi Reyni Jakobssyni og Bjarka Hallbergssyni en þeir mynda teymi sem kallast Dusk. Við þrír erum búnir að vera að vinna mikið af músík saman,“ segir Palli um lagið og nýtt samstarf sitt í tónlist við Dusk-teymið.„Við byrjuðum að vinna saman fyrir rúmum tveimur árum og nú er kominn alveg ágætis grunnur að virkilega fínum lögum. Ég hlakka til að leyfa fólki að heyra og það er kominn tími til,“ bætir Palli við. Hann sendi síðast frá sér í apríl lagið Ást sem endist. Gert er ráð fyrir að myndbandið líti dagsins ljós í næstu viku og þá getur fólk einnig að nálgast lagið ókeypis á palloskar.is. „Þessar smáskífur mínar eru ekki til sölu, heldur eru þær gefins á netinu.“ Sumarið er annasamur tími hjá Palla og er nóg að gera hjá honum. „Það eru einhvers konar bæjarhátíðir allar helgar og ég er á þeim öllum,“ bætir Palli við léttur í lundu.
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira