Telur Secret Solstice geta orðið risastóra 15. júlí 2015 09:30 Tónlistarhátíðin Secret Solstice gæti stækkað mikið að mati The Huffington Post. Vísir/Andri Marinó Farið er fögrum orðum um tónlistarhátíðina Secret Solstice í bandaríska miðlinum The Huffington Post. Blaðamaðurinn Shawn Forno, sem skrifar greinina, spyr sig að því hvort hátíðin sé mögulega næsta stóra tónlistarhátíðin í Evrópu. Þrátt fyrir flugþreytu, svefnleysi og dýra pítsu bauð hátíðin nánast upp á allt það sem Forno leitaði eftir. Tveimur íslenskum flytjendum er sérstaklega hrósað í greininni, GusGus og Mána Orrasyni. Þá var dönsku söngkonunni MØ hrósað, ásamt hinum bandaríska söngvara Charles Bradley og bandaríska gítarleikaranum Ledfoot. Hins vegar fá þungavigtalistamenn á borð við Busta Rhymes og Kelis ekki góða dóma hjá bandaríska blaðamanninum. Forno segir þessa þriggja daga hátíð í miðnætursólinni, hina íslensku dulúð og sviðsnöfnin sem koma úr íslenskri sögu gera hátíðina ólíka öðrum hátíðum. Ekki spilli fyrir hve auðvelt sé að ferðast til landsins frá Bandaríkjunum, með tvö íslensk flugfélög með áætlunarflug vestur um haf.Tónlistarmaðurinn Máni Orrason fær góða dóma hjá The Huffington Post.Vísir/VilhelmÞað helsta sem angraði bandaríska blaðamanninn var af tónlistarlegum toga. Sviðin voru heldur nálægt hvort öðru sem varð til þess að tónlist af einu sviðinu gat truflað tónlistina á hinu sviðinu. Þar tekur hann dæmi um að gítarleikarinn Ledfoot þurfti að keppa við teknótakta af næsta sviði og að dagskráin að degi til mætti vera betri. Forno tekur fram að tónlistin hafi þó verið góð en að hátíðin geti stækkað til muna, sérstaklega ef aðstandendur hennar yrðu frjórri í að velja tónlistarmenn, bæði fjölbreyttari innlenda listamenn og erlenda. Hér fyrir neðan má sjá og heyra lög með íslensku flytjendunum sem hrósað er í The Huffington Post. Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Farið er fögrum orðum um tónlistarhátíðina Secret Solstice í bandaríska miðlinum The Huffington Post. Blaðamaðurinn Shawn Forno, sem skrifar greinina, spyr sig að því hvort hátíðin sé mögulega næsta stóra tónlistarhátíðin í Evrópu. Þrátt fyrir flugþreytu, svefnleysi og dýra pítsu bauð hátíðin nánast upp á allt það sem Forno leitaði eftir. Tveimur íslenskum flytjendum er sérstaklega hrósað í greininni, GusGus og Mána Orrasyni. Þá var dönsku söngkonunni MØ hrósað, ásamt hinum bandaríska söngvara Charles Bradley og bandaríska gítarleikaranum Ledfoot. Hins vegar fá þungavigtalistamenn á borð við Busta Rhymes og Kelis ekki góða dóma hjá bandaríska blaðamanninum. Forno segir þessa þriggja daga hátíð í miðnætursólinni, hina íslensku dulúð og sviðsnöfnin sem koma úr íslenskri sögu gera hátíðina ólíka öðrum hátíðum. Ekki spilli fyrir hve auðvelt sé að ferðast til landsins frá Bandaríkjunum, með tvö íslensk flugfélög með áætlunarflug vestur um haf.Tónlistarmaðurinn Máni Orrason fær góða dóma hjá The Huffington Post.Vísir/VilhelmÞað helsta sem angraði bandaríska blaðamanninn var af tónlistarlegum toga. Sviðin voru heldur nálægt hvort öðru sem varð til þess að tónlist af einu sviðinu gat truflað tónlistina á hinu sviðinu. Þar tekur hann dæmi um að gítarleikarinn Ledfoot þurfti að keppa við teknótakta af næsta sviði og að dagskráin að degi til mætti vera betri. Forno tekur fram að tónlistin hafi þó verið góð en að hátíðin geti stækkað til muna, sérstaklega ef aðstandendur hennar yrðu frjórri í að velja tónlistarmenn, bæði fjölbreyttari innlenda listamenn og erlenda. Hér fyrir neðan má sjá og heyra lög með íslensku flytjendunum sem hrósað er í The Huffington Post.
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira