Fækkum alþingismönnunum og sendiráðum og það talsvert Halldór Þorsteinsson skrifar 9. júlí 2015 07:00 Yrði það ekki þjóðþrifaráð? Sá sem hér heldur á penna hefur þó nokkrum sinnum reifað þessi mál í fjölmiðlum. Ég hef t.a.m. stungið upp á því að þingmönnum yrði fækkað um tuttugu, ef ekki meira. Auðsætt er að það yrði ekki framkvæmanlegt nema með meiriháttar byltingu allrar íslensku þjóðarinnar. Engum núverandi þingmanni væri treystandi til þess að eiga frumkvæði í slíkri meiriháttar umbyltingu í skipan Alþingis. Eins og ég hef sagt áður yrði hann úthrópaður ef ekki alveg útskúfaður af öllum starfsfélögum sínum. Slíkt og annað eins myndi jafngilda algjörri pólitískri sjálfstortímingu, þess vegna væri það alveg óhjákvæmilegt að leita til annarra stórhuga og kjarkmikilla Íslendinga sem vita hvað þjóðinni er fyrir bestu og þeir hugsjónamenn eru til meðal okkar. Ekki trúi ég öðru. Ástæðan fyrir því að ég geri þetta enn einu sinni að umræðuefni er einfaldlega sú að ég hef aflað mér nýrra og sérlega gagnlegra upplýsinga varðandi utanríkisþjónustuna okkar og sér í lagi þann óhemju kostnað sem hún steypir okkur í. Hefur þú, lesandi góður, nokkra hugmynd um hver er raunverulegur fjöldi íslenskra sendiráða hjá erlendum þjóðum? Þau eru hvorki meira en tuttugu og tvö og í ofanálag eru níu manns sem gegna sendiherrastörfum, en eru hins vegar búsettir hér á landi. Ótrúlegt, en satt.Fínt fólk Og hvað haldið þið að þeir fái í mánaðarlaun? Hvorki meira né minna en rúmar 715.000 krónur og hvarflar víst aldrei að þessu fína fólki að fara í verkfall. Ekki má heldur gleyma sendifulltrúunum og öðru aðstoðarfólki sem vinnur í sendiráðum erlendis. Sendiherraembættin eru nú sem sagt þrjátíu og eitt talsins. Mætti ekki beita niðurskurðarhnífnum á þetta óheyrilega bákn eða með öðrum orðum sagt fækka sendiherrum t.d. um fimmtán? Í beinu framhaldi af þessu sakar ekki að geta þess enn einu sinni að fyrrverandi þingmenn hafa einlægt verið látnir sitja fyrir öðrum í sambandi við embættisveitingar til sendiherra. Þessi ósiður hefur því miður viðgengist alltof lengi. Auðsætt er að Alþingi sér um sína menn! Sjá ekki allir raunsannir menn að ef draumurinn minn um þessar tvennar fækkanir myndi rætast, hvílíkt fé myndi þá sparast, sem hægt væri að verja til ákaflega brýnna mála eins og t.d. til heilbrigðisþjónustunnar um allt land, víðtækrar vegagerðar líka um allt landið, bráðnauðsynlegra umbóta á öllum ferðamannastöðum. Vel á minnst hvert fara allir þeir peningar sem ríkið hirðir af erlendum ferðamönnum? Um það spurði Óli Björn Kárason pistlahöfundur í Mbl. nýlega. Mér finnst það liggja í augum uppi að Sjálfstæðisflokkurinn vilji helst einkavæða heilbrigðisþjónustuna að bandarískri fyrirmynd. Nú að lokum, lesandi góður, ein spurning. Hvernig kemur þér Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra fyrir sjónir, sitjandi á Alþingi við hliðina á Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra? Það hef ég vitanlega enga hugmynd um, en sjálfum finnst mér hann vera eins og þægur hundur, liggur mér við að segja. Er þetta kannski helst til ótuktarlegt af mér og þó ekki.Heimildir:UtanríkisráðuneytiðKjararáðP.s. Ég hvet eða ráðlegg öllum hugsandi Íslendingum, sem vilja vera vel upplýstir, að lesa mánudagspistla Guðmundar Andra Thorssonar rithöfundar í Fréttablaðinu. Hann hefur undantekningarlaust eitthvað gagnlegt, skemmtilegt, skynsamlegt og menningarlegt til málanna að leggja, sama hvort hann skrifar um bókmenntir og listir, stjórnmál bæði innlend og erlend o.s.frv. Ekki brást honum bogalistin eða réttara sagt pennalistin þegar hann fjallaði um frammistöðu Steingríms Ara Arasonar, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, í Kastljósviðtali en hann virðist vera frekar hlynntur einkavæðingu heilbrigðisþjónustu hér á landi. Guðmundur Andri, þú ert á réttri braut og hún gæti í raun ekki verið réttari að mínu viti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Yrði það ekki þjóðþrifaráð? Sá sem hér heldur á penna hefur þó nokkrum sinnum reifað þessi mál í fjölmiðlum. Ég hef t.a.m. stungið upp á því að þingmönnum yrði fækkað um tuttugu, ef ekki meira. Auðsætt er að það yrði ekki framkvæmanlegt nema með meiriháttar byltingu allrar íslensku þjóðarinnar. Engum núverandi þingmanni væri treystandi til þess að eiga frumkvæði í slíkri meiriháttar umbyltingu í skipan Alþingis. Eins og ég hef sagt áður yrði hann úthrópaður ef ekki alveg útskúfaður af öllum starfsfélögum sínum. Slíkt og annað eins myndi jafngilda algjörri pólitískri sjálfstortímingu, þess vegna væri það alveg óhjákvæmilegt að leita til annarra stórhuga og kjarkmikilla Íslendinga sem vita hvað þjóðinni er fyrir bestu og þeir hugsjónamenn eru til meðal okkar. Ekki trúi ég öðru. Ástæðan fyrir því að ég geri þetta enn einu sinni að umræðuefni er einfaldlega sú að ég hef aflað mér nýrra og sérlega gagnlegra upplýsinga varðandi utanríkisþjónustuna okkar og sér í lagi þann óhemju kostnað sem hún steypir okkur í. Hefur þú, lesandi góður, nokkra hugmynd um hver er raunverulegur fjöldi íslenskra sendiráða hjá erlendum þjóðum? Þau eru hvorki meira en tuttugu og tvö og í ofanálag eru níu manns sem gegna sendiherrastörfum, en eru hins vegar búsettir hér á landi. Ótrúlegt, en satt.Fínt fólk Og hvað haldið þið að þeir fái í mánaðarlaun? Hvorki meira né minna en rúmar 715.000 krónur og hvarflar víst aldrei að þessu fína fólki að fara í verkfall. Ekki má heldur gleyma sendifulltrúunum og öðru aðstoðarfólki sem vinnur í sendiráðum erlendis. Sendiherraembættin eru nú sem sagt þrjátíu og eitt talsins. Mætti ekki beita niðurskurðarhnífnum á þetta óheyrilega bákn eða með öðrum orðum sagt fækka sendiherrum t.d. um fimmtán? Í beinu framhaldi af þessu sakar ekki að geta þess enn einu sinni að fyrrverandi þingmenn hafa einlægt verið látnir sitja fyrir öðrum í sambandi við embættisveitingar til sendiherra. Þessi ósiður hefur því miður viðgengist alltof lengi. Auðsætt er að Alþingi sér um sína menn! Sjá ekki allir raunsannir menn að ef draumurinn minn um þessar tvennar fækkanir myndi rætast, hvílíkt fé myndi þá sparast, sem hægt væri að verja til ákaflega brýnna mála eins og t.d. til heilbrigðisþjónustunnar um allt land, víðtækrar vegagerðar líka um allt landið, bráðnauðsynlegra umbóta á öllum ferðamannastöðum. Vel á minnst hvert fara allir þeir peningar sem ríkið hirðir af erlendum ferðamönnum? Um það spurði Óli Björn Kárason pistlahöfundur í Mbl. nýlega. Mér finnst það liggja í augum uppi að Sjálfstæðisflokkurinn vilji helst einkavæða heilbrigðisþjónustuna að bandarískri fyrirmynd. Nú að lokum, lesandi góður, ein spurning. Hvernig kemur þér Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra fyrir sjónir, sitjandi á Alþingi við hliðina á Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra? Það hef ég vitanlega enga hugmynd um, en sjálfum finnst mér hann vera eins og þægur hundur, liggur mér við að segja. Er þetta kannski helst til ótuktarlegt af mér og þó ekki.Heimildir:UtanríkisráðuneytiðKjararáðP.s. Ég hvet eða ráðlegg öllum hugsandi Íslendingum, sem vilja vera vel upplýstir, að lesa mánudagspistla Guðmundar Andra Thorssonar rithöfundar í Fréttablaðinu. Hann hefur undantekningarlaust eitthvað gagnlegt, skemmtilegt, skynsamlegt og menningarlegt til málanna að leggja, sama hvort hann skrifar um bókmenntir og listir, stjórnmál bæði innlend og erlend o.s.frv. Ekki brást honum bogalistin eða réttara sagt pennalistin þegar hann fjallaði um frammistöðu Steingríms Ara Arasonar, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, í Kastljósviðtali en hann virðist vera frekar hlynntur einkavæðingu heilbrigðisþjónustu hér á landi. Guðmundur Andri, þú ert á réttri braut og hún gæti í raun ekki verið réttari að mínu viti.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun