Lífið

Gefur út USB-lykla með tónlist

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Þeir Friðrik Thorlacius og Sigurjón Friðriksson eru bestu vinir.
Þeir Friðrik Thorlacius og Sigurjón Friðriksson eru bestu vinir.
Hljómsveitin KSF sem lék á Secret Solstice-tónlistarhátíðinni um helgina hefur farið nýjar leiðir í að koma tónlist sinni til áheyrenda.

Sveitin hefur nú sett sérstaka USB-lykla í sölu með 22 lögum eftir meðlimi sveitarinnar.

„Við höfum ekki gefið neitt svona stórt út. Við erum á leið úr landi og vildum gera eitthvað sérstakt fyrir hátíðina um helgina,“ segir Friðrik Thorlacius, annar meðlima KSF.

Ásamt honum er Sigurjón Friðriksson í sveitinni.

Þeir félagarnir hafa verið iðnir við kolann undanfarið og komið fram víða.

Hér má sjá USB-Lyklana frá KSF.
„Þetta er búið að vera alveg frábært og viðtökurnar magnaðar. Við ákváðum því líka að gera sérstakan KSF-fatnað og getum stoltir sagt að fyrsta upplagið seldist nánast strax upp.“

Hér fyrir neðan má heyra upptöku frá því þegar KSF kom fram í útvarpsþættinum Party Zone á X-inu fyrr í vor.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×