Lífið

50 Cent vill græða peninga með Zayn Malik

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
50 Cent hefur farnast afar vel en hann steig fram á sjónarsviðið árið 1998.
50 Cent hefur farnast afar vel en hann steig fram á sjónarsviðið árið 1998. Vísir/Getty
Rapparann 50 Cent langar til þess að búa til tónlist með Zayn Malik, sem er best þekktur fyrir að hafa verið meðlimur í strákabandinu One Direction.

Malik yfirgaf bandið í mars síðastliðnum og hefur frá brotthvarfinu úr sveitinni verið á samningi hjá Simon Cowell, en One Direction risu til frægðar og frama eftir þátttöku í sjöundu seríu af raunveruleikaþættinum X Factor þar sem Cowell er einmitt dómari.

50 Cent sagði í viðtali við dagblaðið Daily Newspapper að hann hefði áhuga á því að vinna með Malik og héldi að þeir gætu báðir hagnast umtalsvert á samstarfinu; einnig teldi hann mikilvægt fyrir Malik að vinna með réttum framleiðendum og listamönnum en Malik hyggur nú á sólóferil og er sagður vinna með framleiðandum Naughty Boy og 50 Cent vill sjá hann færa sig yfir í rappið.

50 Cent hefur hagnast umtalsvert á síðustu árum á tónlist, ýmiss konar viðskiptum, framleiðslu og fatalínu, er einn af ríkustu tónlistarmönnum Bandaríkjanna og er á lista Forbes metinn á 101 milljón punda.

One Direction er eitt vinsælasta strákaband heimsins í dag og gáfu þeir út fyrstu plötu sína, Up All Night, árið 2011 og hafa síðan þá gefið út fjórar breiðskífur sem allar hafa átt góðu gengi að fagna.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×