Rútína drepur kynlífið sigga dögg skrifar 22. júní 2015 11:00 Vísir/Getty Spurning Ég er föst í rútínu í sambandinu mínu og kynlífið er óspennandi. Það er ekki það að það sé ófullnægjandi, það er bara leiðinlegt og fyrirsjáanlegt. Það hlýtur að vera eitthvað sem hægt er að gera sem felur ekki í sér skólastelpubúninga eða kynlífstæki. Öll ráð eru vel þegin.Svar Í anda spurningarinnar þá verður svarinu beint að kjarna málsins, þið þurfið að hrista upp í rútínunni. Algengt er að fólk telji að nú þurfi að leggjast yfir tæknilegar útfærslur; teygjur, latex, leður og rafhlöðuknúnar græjur. Það getur verið skemmtilegt með en verkar í raun einungis sem skraut ofan á köku sem á eftir að baka. Fyrsta mál á dagskrá er því að koma ykkur út af heimilinu og í nýtt umhverfi. Hótelherbergi geta gert kraftaverk fyrir kynlífið. Það þarf oft ekki meira en hreint á rúminu og fyrirheitin um að sleppa við þrif að kynlífið glæðist heitum logum. Hér má leyfa fötunum að springa utan af sér og dreifast um herbergið og njóta þess að enginn mun trufla. Lesist: skildu símann eftir úti í bíl og leyfðu þér að stynja af lífs og sálar kröftum. Inni í þessu rými snýst allt um ykkur og ykkar kynlíf. Farið saman í sturtu og leyfið ykkur langan forleik. Kelið á hreinu lakinu og leggið ykkur og kelið svo aftur. Allur tími heimsins er ykkar (eða svona allavega næstu tuttugu klukkustundir eða svo) og þær skal nýta til fulls. Takið með ykkur nesti inn á herbergið eða pantið herbergisþjónustu svo dekrið nái hámarki og ekki þurfi að yfirgefa kynlífshreiðrið. Með því að eiga einn svona dag þá búið þið til nýjar minningar og það er það sem öll sambönd þarfnast þegar kemur að kynlífi, nýjar minningar fyrir runkminnið. Þið rifjið upp hvað er aðlaðandi í fari makans með því að gefa kynlífi svigrúm í sambandinu ykkar. Afslappaður maki er líklegri til að verða fullnægðari maki svo prófaðu. Næst þegar þú sérð tilboð á netinu eða vantar tækifærisgjöf, gefðu hótelgistingu og hleyptu nýju lífi í líflaust samlíf. Heilsa Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Spurning Ég er föst í rútínu í sambandinu mínu og kynlífið er óspennandi. Það er ekki það að það sé ófullnægjandi, það er bara leiðinlegt og fyrirsjáanlegt. Það hlýtur að vera eitthvað sem hægt er að gera sem felur ekki í sér skólastelpubúninga eða kynlífstæki. Öll ráð eru vel þegin.Svar Í anda spurningarinnar þá verður svarinu beint að kjarna málsins, þið þurfið að hrista upp í rútínunni. Algengt er að fólk telji að nú þurfi að leggjast yfir tæknilegar útfærslur; teygjur, latex, leður og rafhlöðuknúnar græjur. Það getur verið skemmtilegt með en verkar í raun einungis sem skraut ofan á köku sem á eftir að baka. Fyrsta mál á dagskrá er því að koma ykkur út af heimilinu og í nýtt umhverfi. Hótelherbergi geta gert kraftaverk fyrir kynlífið. Það þarf oft ekki meira en hreint á rúminu og fyrirheitin um að sleppa við þrif að kynlífið glæðist heitum logum. Hér má leyfa fötunum að springa utan af sér og dreifast um herbergið og njóta þess að enginn mun trufla. Lesist: skildu símann eftir úti í bíl og leyfðu þér að stynja af lífs og sálar kröftum. Inni í þessu rými snýst allt um ykkur og ykkar kynlíf. Farið saman í sturtu og leyfið ykkur langan forleik. Kelið á hreinu lakinu og leggið ykkur og kelið svo aftur. Allur tími heimsins er ykkar (eða svona allavega næstu tuttugu klukkustundir eða svo) og þær skal nýta til fulls. Takið með ykkur nesti inn á herbergið eða pantið herbergisþjónustu svo dekrið nái hámarki og ekki þurfi að yfirgefa kynlífshreiðrið. Með því að eiga einn svona dag þá búið þið til nýjar minningar og það er það sem öll sambönd þarfnast þegar kemur að kynlífi, nýjar minningar fyrir runkminnið. Þið rifjið upp hvað er aðlaðandi í fari makans með því að gefa kynlífi svigrúm í sambandinu ykkar. Afslappaður maki er líklegri til að verða fullnægðari maki svo prófaðu. Næst þegar þú sérð tilboð á netinu eða vantar tækifærisgjöf, gefðu hótelgistingu og hleyptu nýju lífi í líflaust samlíf.
Heilsa Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira