Stjórinn er góður að selja sig Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. júní 2015 06:30 Kári Árnason stendur vaktina í vörninni. Fréttablaðið/ernir „Ég er búinn að bíða eftir þessum leik allt sumarfríið,“ segir Kári Árnason, miðvörður íslenska fótboltalandsliðsins, við Vísi um leikinn gegn Tékklandi í undankeppni EM 2016 á föstudaginn. Þar geta strákarnir okkar tekið risastórt skref í átt að fyrsta stórmótinu í sögu karlalandsliðsins. „Sumarfríið hefur verið langt og hefur nánast bara gengið út á að bíða eftir þessum leik,“ segir Kári sem spilaði síðast fótboltaleik með félagsliði sínu Rotherham 2. maí. Miðvörðurinn öflugi verður því ekki búinn að spila fótboltaleik í 41 dag þegar flautað verður til leiks á Laugardalsvelli á föstudaginn. „Ég eyddi stærstum hluta frísins hér heima en fór aðeins til útlanda. Maður hefur bara verið að reyna að halda sér í standi,“ segir Kári sem hefur æft mest einn. „Ég reyndi að æfa með Víkingunum en vellirnir eru misgóðir þannig það var bara best að halda sig á hlaupabrettinu,“ segir hann og hlær. Tékkland vann Ísland, 2-1, þegar liðin mættust síðast, en þann sigur verðskulduðu Tékkarnir sem eru með tveggja stiga forskot á toppi riðilsins. „Við fórum yfir það sem miður fór þar í Kasakstan og reyndum að laga hlutina fyrir þann leik. Við gerðum það ágætlega en nú erum við að mæta mun sterkara liði,“ segir Kári. Víkingurinn hefur spilað með Rotherham í neðri deildum Englands undanfarin þrjú ár, en liðið hélt sér uppi með naumindum í B-deildinni í ár sem nýliði. Árangurinn er góður hjá liðinu, sem var í D-deildinni þegar Kári samdi. „Það hefur alltaf verið mikill baráttuandi og karakter í þessu liði. Alltaf þegar það er búið að afskrifa okkur, eins og í úrslitaleiknum um að komast upp í B-deildina þar sem við lentum 2-0 undir, komum við til baka,“ segir Kári, en liðið lenti líka í kröppum dansi á síðustu leiktíð. „Það voru náttúrlega tekin af okkur stig á lokakaflanum í deildinni en við komum til baka eftir það og héldum okkur uppi. Við höfðum alltaf trú á þessu, en þetta var erfitt eftir að stigin voru tekin af okkur. Það var klaufalegt af hálfu stjórnar liðsins. Við leikmennirnir vissum samt alveg að þetta var hægt.“ Knattspyrnustjóri Rotherham, Steve Evans, er litríkur í meira lagi. Hann elskar sviðsljósið og fór hamförum undir lok tímabilsins þegar hann sagði leikmanni Millwall að hann mætti halda kjafti og hlakka til lífsins í C-deildinni eftir að liðið féll en Rotherham hélt sér uppi. Þá mætti hann í stuttbuxum og með mexíkóhatt í lokaumferðinni. „Hann nær svolítið að færa athyglina yfir á sig sjálfan,“ segir Kári, en er hann þá eins konar feitlaginn José Mourinho? „Ég læt það nú vera,“ segir Kári og hlær. „Hann er góður sölumaður. Hann selur sjálfan sig með þessu og það er það sem hann var að gera með þessu.“ EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
„Ég er búinn að bíða eftir þessum leik allt sumarfríið,“ segir Kári Árnason, miðvörður íslenska fótboltalandsliðsins, við Vísi um leikinn gegn Tékklandi í undankeppni EM 2016 á föstudaginn. Þar geta strákarnir okkar tekið risastórt skref í átt að fyrsta stórmótinu í sögu karlalandsliðsins. „Sumarfríið hefur verið langt og hefur nánast bara gengið út á að bíða eftir þessum leik,“ segir Kári sem spilaði síðast fótboltaleik með félagsliði sínu Rotherham 2. maí. Miðvörðurinn öflugi verður því ekki búinn að spila fótboltaleik í 41 dag þegar flautað verður til leiks á Laugardalsvelli á föstudaginn. „Ég eyddi stærstum hluta frísins hér heima en fór aðeins til útlanda. Maður hefur bara verið að reyna að halda sér í standi,“ segir Kári sem hefur æft mest einn. „Ég reyndi að æfa með Víkingunum en vellirnir eru misgóðir þannig það var bara best að halda sig á hlaupabrettinu,“ segir hann og hlær. Tékkland vann Ísland, 2-1, þegar liðin mættust síðast, en þann sigur verðskulduðu Tékkarnir sem eru með tveggja stiga forskot á toppi riðilsins. „Við fórum yfir það sem miður fór þar í Kasakstan og reyndum að laga hlutina fyrir þann leik. Við gerðum það ágætlega en nú erum við að mæta mun sterkara liði,“ segir Kári. Víkingurinn hefur spilað með Rotherham í neðri deildum Englands undanfarin þrjú ár, en liðið hélt sér uppi með naumindum í B-deildinni í ár sem nýliði. Árangurinn er góður hjá liðinu, sem var í D-deildinni þegar Kári samdi. „Það hefur alltaf verið mikill baráttuandi og karakter í þessu liði. Alltaf þegar það er búið að afskrifa okkur, eins og í úrslitaleiknum um að komast upp í B-deildina þar sem við lentum 2-0 undir, komum við til baka,“ segir Kári, en liðið lenti líka í kröppum dansi á síðustu leiktíð. „Það voru náttúrlega tekin af okkur stig á lokakaflanum í deildinni en við komum til baka eftir það og héldum okkur uppi. Við höfðum alltaf trú á þessu, en þetta var erfitt eftir að stigin voru tekin af okkur. Það var klaufalegt af hálfu stjórnar liðsins. Við leikmennirnir vissum samt alveg að þetta var hægt.“ Knattspyrnustjóri Rotherham, Steve Evans, er litríkur í meira lagi. Hann elskar sviðsljósið og fór hamförum undir lok tímabilsins þegar hann sagði leikmanni Millwall að hann mætti halda kjafti og hlakka til lífsins í C-deildinni eftir að liðið féll en Rotherham hélt sér uppi. Þá mætti hann í stuttbuxum og með mexíkóhatt í lokaumferðinni. „Hann nær svolítið að færa athyglina yfir á sig sjálfan,“ segir Kári, en er hann þá eins konar feitlaginn José Mourinho? „Ég læt það nú vera,“ segir Kári og hlær. „Hann er góður sölumaður. Hann selur sjálfan sig með þessu og það er það sem hann var að gera með þessu.“
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira