Afnám hafta sett í lög í þessum mánuði Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 6. júní 2015 07:00 Frumvörpin kynnt. Ráðherrar fengu fyrst að sjá frumvörp um afnám hafta á ríkisstjórnarfundi í gær. Bjarni Benediktsson gaf sér tíma til að ræða við blaðamenn í fundarhléi. fréttablaðið/pjetur Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, kynnti tvö frumvörp um afnám hafta fyrir ríkisstjórn í gær. Hann vonast til að þau verði að lögum í þessum mánuði og þannig verði hægt að hefja ferlið til að afnema höftin sem staðið hafa í tæp sjö ár. Ríkisstjórnin mun afgreiða málin á mánudag. Þá verða þau kynnt fyrir samráðshópi um afnám hafta og þingflokkum og fara í almenna kynningu á mánudag eða þriðjudag. Rætt hefur verið um að settur verði á stöðugleikaskattur upp á 40 prósent. Bjarni vildi ekkert tjá sig um efni frumvarpanna. „Nú ertu að spyrja mig um efnisatriði málsins sem við viljum ekki kynna fyrr en við höfum fyrst kynnt málið fyrir samráðshópi flokkanna og síðan fyrir þingflokkum. Þegar því ferli er lokið munum við halda opinbera kynningu á málinu þar sem verður farið nákvæmlega yfir efnisatriðin, en það er gríðarlega ánægjulegt og stórt skref að vera komin fram með málið og hafa náð að leggja það fyrir ríkisstjórn og við fórum mjög ítarlega yfir málið á þessum fundi.“ Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að brýnt hafi verið fyrir ráðamönnum að tjá sig ekkert um þær tekjur sem frumvörpin gætu skilað ríkissjóði. Slíkt tal gæti styrkt málflutning kröfuhafa fyrir dómi, en fastlega má búast við að málið endi þar. Bjarni vildi þó lítið um það segja. „Ég ætla engu að spá um það hvort þetta fer fyrir dómstóla, en við höfum notað síðustu tvö ár mjög vel til að glöggva okkur á stöðunni og væntingum og hvað það er sem er líklegast til þess að skila árangri fyrir okkur í þessu. Það er aðalatriðið.“ Ljóst er að stöðugleikaskattur muni skila ríkissjóði umtalsverðum tekjum. Að hluta til eru þær þó í formi þess að spara útgjöld sem annars hefðu orðið. Ráðamenn hafa ekki viljað tjá sig um í hvað tekjurnar verði nýttar, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sérstaklega horft til þess að greiða niður skuldir. Gjaldeyrishöft Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, kynnti tvö frumvörp um afnám hafta fyrir ríkisstjórn í gær. Hann vonast til að þau verði að lögum í þessum mánuði og þannig verði hægt að hefja ferlið til að afnema höftin sem staðið hafa í tæp sjö ár. Ríkisstjórnin mun afgreiða málin á mánudag. Þá verða þau kynnt fyrir samráðshópi um afnám hafta og þingflokkum og fara í almenna kynningu á mánudag eða þriðjudag. Rætt hefur verið um að settur verði á stöðugleikaskattur upp á 40 prósent. Bjarni vildi ekkert tjá sig um efni frumvarpanna. „Nú ertu að spyrja mig um efnisatriði málsins sem við viljum ekki kynna fyrr en við höfum fyrst kynnt málið fyrir samráðshópi flokkanna og síðan fyrir þingflokkum. Þegar því ferli er lokið munum við halda opinbera kynningu á málinu þar sem verður farið nákvæmlega yfir efnisatriðin, en það er gríðarlega ánægjulegt og stórt skref að vera komin fram með málið og hafa náð að leggja það fyrir ríkisstjórn og við fórum mjög ítarlega yfir málið á þessum fundi.“ Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að brýnt hafi verið fyrir ráðamönnum að tjá sig ekkert um þær tekjur sem frumvörpin gætu skilað ríkissjóði. Slíkt tal gæti styrkt málflutning kröfuhafa fyrir dómi, en fastlega má búast við að málið endi þar. Bjarni vildi þó lítið um það segja. „Ég ætla engu að spá um það hvort þetta fer fyrir dómstóla, en við höfum notað síðustu tvö ár mjög vel til að glöggva okkur á stöðunni og væntingum og hvað það er sem er líklegast til þess að skila árangri fyrir okkur í þessu. Það er aðalatriðið.“ Ljóst er að stöðugleikaskattur muni skila ríkissjóði umtalsverðum tekjum. Að hluta til eru þær þó í formi þess að spara útgjöld sem annars hefðu orðið. Ráðamenn hafa ekki viljað tjá sig um í hvað tekjurnar verði nýttar, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er sérstaklega horft til þess að greiða niður skuldir.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Sjá meira