Geislafræðingar nauðsynlegir í heilbrigðiskerfi nútímans Nemendur í geislafræði skrifar 4. júní 2015 08:45 Flestir þurfa einhvern tímann á myndgreiningu að halda en færri kunna skil á því fjölbreytta starfi sem geislafræðingar vinna. Til þess að verða geislafræðingur þarf að ljúka fjögurra ára námi við Læknadeild Háskóla Íslands. Í náminu er mikil bókleg kennsla og verkleg þjálfun sem fer fram á Landspítalana – háskólasjúkrahúsi. Strax á fyrsta ári fá nemendur tækifæri til þess að vinna á spítalanum og sjá hvernig geislafræðingar starfa. Myndgreining gegnir sífellt stærra hlutverki í greiningu og meðferð sjúkdóma og gegna geislafræðingar lykilhlutverki á því sviði. Það er því óhætt að segja að nútíma heilbrigðiskerfi virki ekki án aðkomu geislafræðinga. Auk þess framkvæma þeir geislameðferðir sem eru mikilvægur þáttur þegar kemur að meðferð krabbameinssjúklinga, hjálpa til í æðaþræðingum á skurðstofum og framkvæma ísótóparannsóknir með geislavirkum efnum á ísótópastofu Landspítalans. Verkefnum geislafræðinga fjölgar með hverju árinu sem líður en aðferðir til að skyggnast inn í mannslíkamann eru í stöðugri þróun. Nú notum við röntgengeisla, segulsvið, útvarpsbylgjur, geislavirk efni, hljóðbylgjur og tölvutækni til að sjá allt frá yfirborði stórra líffæra til starfsemi fruma líkamans. Starf geislafræðinga krefst mikillar þjálfunar og þekkingar á hinum ýmsu fögum, meðal annars sjúkdómafræði, líffærafræði, geislaeðlisfræði, tækjafræði og fleira. Verklega þjálfunin felur meðal annars í sér að vera með tæknina á bak við öll tækin á hreinu. Geislafræðingar þurfa enn fremur að huga að geislavörnum, ekki má geisla neinn að óþörfu eða of mikið. Í náminu er lögð rík áhersla á að vita hvenær á að geisla einstaklinga, hvar og hvernig! Vegna þess hversu síbreytileg störf geislafræðinga eru með tilliti til tækniþróunar, er endurmenntun nauðsynlegur hluti starfsins. Í þessu samhengi má nefna að geislafræðingar þurfa að auka við sig menntun og þjálfun ef PET-tæki (jáeindaskanni) mun koma til landsins. PET-tæki nýtist til dæmis við rannsóknir/greiningar á meinvörpum í líkamanum og væri afar kærkomin viðbót við tækjabúnað spítalans. Verkfall geislafræðinga hefur haft gríðarleg áhrif á starfsemi Landspítalans og við vonum að það leysist sem allra fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Flestir þurfa einhvern tímann á myndgreiningu að halda en færri kunna skil á því fjölbreytta starfi sem geislafræðingar vinna. Til þess að verða geislafræðingur þarf að ljúka fjögurra ára námi við Læknadeild Háskóla Íslands. Í náminu er mikil bókleg kennsla og verkleg þjálfun sem fer fram á Landspítalana – háskólasjúkrahúsi. Strax á fyrsta ári fá nemendur tækifæri til þess að vinna á spítalanum og sjá hvernig geislafræðingar starfa. Myndgreining gegnir sífellt stærra hlutverki í greiningu og meðferð sjúkdóma og gegna geislafræðingar lykilhlutverki á því sviði. Það er því óhætt að segja að nútíma heilbrigðiskerfi virki ekki án aðkomu geislafræðinga. Auk þess framkvæma þeir geislameðferðir sem eru mikilvægur þáttur þegar kemur að meðferð krabbameinssjúklinga, hjálpa til í æðaþræðingum á skurðstofum og framkvæma ísótóparannsóknir með geislavirkum efnum á ísótópastofu Landspítalans. Verkefnum geislafræðinga fjölgar með hverju árinu sem líður en aðferðir til að skyggnast inn í mannslíkamann eru í stöðugri þróun. Nú notum við röntgengeisla, segulsvið, útvarpsbylgjur, geislavirk efni, hljóðbylgjur og tölvutækni til að sjá allt frá yfirborði stórra líffæra til starfsemi fruma líkamans. Starf geislafræðinga krefst mikillar þjálfunar og þekkingar á hinum ýmsu fögum, meðal annars sjúkdómafræði, líffærafræði, geislaeðlisfræði, tækjafræði og fleira. Verklega þjálfunin felur meðal annars í sér að vera með tæknina á bak við öll tækin á hreinu. Geislafræðingar þurfa enn fremur að huga að geislavörnum, ekki má geisla neinn að óþörfu eða of mikið. Í náminu er lögð rík áhersla á að vita hvenær á að geisla einstaklinga, hvar og hvernig! Vegna þess hversu síbreytileg störf geislafræðinga eru með tilliti til tækniþróunar, er endurmenntun nauðsynlegur hluti starfsins. Í þessu samhengi má nefna að geislafræðingar þurfa að auka við sig menntun og þjálfun ef PET-tæki (jáeindaskanni) mun koma til landsins. PET-tæki nýtist til dæmis við rannsóknir/greiningar á meinvörpum í líkamanum og væri afar kærkomin viðbót við tækjabúnað spítalans. Verkfall geislafræðinga hefur haft gríðarleg áhrif á starfsemi Landspítalans og við vonum að það leysist sem allra fyrst.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun