Vilja fá pítsu eftir tónleikana Gunnar Leó Pálsson skrifar 1. júní 2015 09:00 Hljómsveitin alt-J er þekkt fyrir að hafa mikið ljósashow á tónleikum sínum. nordicphotos/getty Meðlimir bresku hljómsveitarinnar alt-J vilja fá pítsu fimm mínútum eftir að tónleikum þeirra lýkur. „Þeir vilja bara góðan mat en það eina sem er kannski öðruvísi miðað við aðra listamenn sem ég hef flutt til landsins er að þeir vilja fá pítsur fimm mínútum eftir gigg. Grænmetispítsu og kjötpítsu. Þeir eru svo ungir að þeir eru líklega ekki farnir að átta sig á því að þeir geta heimtað hitt og þetta baksviðs,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson léttur í lundu, en hann stendur fyrir tónleikunum. Hann ætlar þó ekki að baka pítsurnar sjálfur. „Við pöntum af góðum pítsustað.“ Meðlimir sveitarinnar eru spenntir fyrir Íslandi og ætla sér að reyna skoða eins mikið og þeir geta á meðan dvöl á þeirra stendur. „Þeir lenda hér á landi í kvöld. Á morgun ætla þeir að fara annaðhvort í Bláa lónið eða að skoða Gullfoss og Geysi,“ segir Guðbjartur, en tónleikarnir eru annað kvöld og því ekki mikill tími til stefnu. Alt-J hefur verið á miklu tónleikaferðalagi undanfarna mánuði en eftir tónleikana á Íslandi fer sveitin í nokkurra daga frí og má því gera ráð fyrir að hún verði sérstaklega sæl á tónleikunum í Vodafone-höllinni. „Samskipti þeirra við tæknimenn hér á landi hafa verið góð. Þeir verða með gríðarlegt ljósashow. Þetta verður svakalegt show, miðað við það sem ég hef heyrt og séð.“ Tónleikarnir fara fram annað kvöld og hitar hljómsveitin Samaris upp. Örfáir miðar eru enn til á tónleikana. Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Meðlimir bresku hljómsveitarinnar alt-J vilja fá pítsu fimm mínútum eftir að tónleikum þeirra lýkur. „Þeir vilja bara góðan mat en það eina sem er kannski öðruvísi miðað við aðra listamenn sem ég hef flutt til landsins er að þeir vilja fá pítsur fimm mínútum eftir gigg. Grænmetispítsu og kjötpítsu. Þeir eru svo ungir að þeir eru líklega ekki farnir að átta sig á því að þeir geta heimtað hitt og þetta baksviðs,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson léttur í lundu, en hann stendur fyrir tónleikunum. Hann ætlar þó ekki að baka pítsurnar sjálfur. „Við pöntum af góðum pítsustað.“ Meðlimir sveitarinnar eru spenntir fyrir Íslandi og ætla sér að reyna skoða eins mikið og þeir geta á meðan dvöl á þeirra stendur. „Þeir lenda hér á landi í kvöld. Á morgun ætla þeir að fara annaðhvort í Bláa lónið eða að skoða Gullfoss og Geysi,“ segir Guðbjartur, en tónleikarnir eru annað kvöld og því ekki mikill tími til stefnu. Alt-J hefur verið á miklu tónleikaferðalagi undanfarna mánuði en eftir tónleikana á Íslandi fer sveitin í nokkurra daga frí og má því gera ráð fyrir að hún verði sérstaklega sæl á tónleikunum í Vodafone-höllinni. „Samskipti þeirra við tæknimenn hér á landi hafa verið góð. Þeir verða með gríðarlegt ljósashow. Þetta verður svakalegt show, miðað við það sem ég hef heyrt og séð.“ Tónleikarnir fara fram annað kvöld og hitar hljómsveitin Samaris upp. Örfáir miðar eru enn til á tónleikana.
Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira