„Man ekkert af hverju við fórum í pásu“ Gunnar Leó Pálsson skrifar 30. maí 2015 16:00 Sveitin gaf út þrjár plötur; GCD árið 1991, Svefnvana 1993 og Teika árið 1995. GCD var á sínum tíma ein allra vinsælasta hljómsveit landsins. Hún kemur saman til að heiðra minningu Rúnars Júlíussonar sem hefði orðið 70 ára í ár. Sveitin, sem varð til snemma sumars 1991, var sumarhljómsveit og starfaði hún í þrjú sumur, það er 1991, 1993 og 1995, og sendi frá sér plötu hvert sumar. „Hljómsveitin fór bara í dvala, við Rúnar ákváðum að setja þetta á hilluna. Svo leið tíminn en það hefði eitthvað getað gerst því við hættum ekkert, ég man ekki af hverju við fórum í pásu. Menn voru með sólóferil og að vinna í öðrum verkefnum,“ segir Bubbi Morthens, annar af söngvurum GCD, ásamt Rúnari Júlíussyni heitnum, spurður út í hvað varð um sveitina.Hreint gamaldags rokk Upphaf GCD er þó auðveldari saga að segja vill Bubbi meina. „Mér fannst ferillinn hans Rúna hafa tekið dýfu og ég vildi rífa hann upp. Ég heyrði lag með honum og Gylfa Ægissyni og fannst það ekki vera að gera sig. Þá hringdi ég í Óttar Felix Hauksson, sem var náinn vinur Rúnars, og bað hann að koma mér í samband við Rúna því mig langaði að vinna með honum og búa til hreint gamaldags rokk,“ segir Bubbi um upphafið. Svo kom að því að Bubbi og Rúnar hittust formlega. „Þegar ég hitti Rúnar sagði ég, þetta sem þú varst að gera með Gylfa er ekki að gera sig, búðu frekar til old school rokk með mér. Ég hafði látið hann hafa kassettu með laginu Kaupmaðurinn á horninu nokkru áður.“Bubbi Morthens.Rúnar svaraði játandi og var til í tuskið. „Ég fór þrisvar í viku til Keflavíkur að vinna með Rúna en þurfti samt að fara með Óttari Felix, hann þurfti að keyra, ég var ekki með bílpróf,“ segir Bubbi og hlær.Gæðablóðið Rúnar Mikill vinskapur myndaðist og vill Bubbi meina að samstarfið hafi strax orðið einstakt. „Þetta var dásamlegur tími, skemmtilegur tími fyrir mig. Ég eignaðist vin sem hafði mjög mikil áhrif á mig. Rúnar var svo ljúfur drengur og var eitt af mínum idolum,“ segir Bubbi með tilfinningu. Músíkin vakti strax athygli, melódískt rokk sem var ekki óþarflega flókin. „Um leið og ég heyrði bassaganginn hjá Rúna þá vissi ég að þetta var stöngin inn. Þessi tónlist eldist líka svo vel.“ Fyrir utan mennina í frontinum, þá Bubba og Rúnar, voru einnig í hljómsveitinni gítarleikarinn Bergþór Morthens, sem er bróðir Bubba, og trommuleikarinn Gunnlaugur Briem. GCD kom saman á afmælistónleikum Bubba árið 2006 og á Ljósanótt í Keflavík 2009 en þá tók Júlíus, sonur Rúnars, við bassanum og míkrófóninum af föður sínum sem lést árið 2008. „Við Rúnar vorum alltaf í símasambandi nokkrum sinnum í viku. Þú missir ekkert sambandið við svona gæðablóð. Menn sem gera þrjár plötur saman, það er meira en margir aðrir hafa gert.“ Bubbi ætlar að heiðra minningu Rúnars sem hefði orðið sjötugur á árinu með GCD-tónleikum í Hörpu þann 11. september. Reynsluboltinn Pálmi Gunnarsson tekur við bassanum og míkrófóninum. Benedikt Brynleifsson leikur á trommur, Guðmundur Pétursson á gítar, Ingó Geirdal á gítar og Þórir Baldursson á Hammond-orgel. Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
GCD var á sínum tíma ein allra vinsælasta hljómsveit landsins. Hún kemur saman til að heiðra minningu Rúnars Júlíussonar sem hefði orðið 70 ára í ár. Sveitin, sem varð til snemma sumars 1991, var sumarhljómsveit og starfaði hún í þrjú sumur, það er 1991, 1993 og 1995, og sendi frá sér plötu hvert sumar. „Hljómsveitin fór bara í dvala, við Rúnar ákváðum að setja þetta á hilluna. Svo leið tíminn en það hefði eitthvað getað gerst því við hættum ekkert, ég man ekki af hverju við fórum í pásu. Menn voru með sólóferil og að vinna í öðrum verkefnum,“ segir Bubbi Morthens, annar af söngvurum GCD, ásamt Rúnari Júlíussyni heitnum, spurður út í hvað varð um sveitina.Hreint gamaldags rokk Upphaf GCD er þó auðveldari saga að segja vill Bubbi meina. „Mér fannst ferillinn hans Rúna hafa tekið dýfu og ég vildi rífa hann upp. Ég heyrði lag með honum og Gylfa Ægissyni og fannst það ekki vera að gera sig. Þá hringdi ég í Óttar Felix Hauksson, sem var náinn vinur Rúnars, og bað hann að koma mér í samband við Rúna því mig langaði að vinna með honum og búa til hreint gamaldags rokk,“ segir Bubbi um upphafið. Svo kom að því að Bubbi og Rúnar hittust formlega. „Þegar ég hitti Rúnar sagði ég, þetta sem þú varst að gera með Gylfa er ekki að gera sig, búðu frekar til old school rokk með mér. Ég hafði látið hann hafa kassettu með laginu Kaupmaðurinn á horninu nokkru áður.“Bubbi Morthens.Rúnar svaraði játandi og var til í tuskið. „Ég fór þrisvar í viku til Keflavíkur að vinna með Rúna en þurfti samt að fara með Óttari Felix, hann þurfti að keyra, ég var ekki með bílpróf,“ segir Bubbi og hlær.Gæðablóðið Rúnar Mikill vinskapur myndaðist og vill Bubbi meina að samstarfið hafi strax orðið einstakt. „Þetta var dásamlegur tími, skemmtilegur tími fyrir mig. Ég eignaðist vin sem hafði mjög mikil áhrif á mig. Rúnar var svo ljúfur drengur og var eitt af mínum idolum,“ segir Bubbi með tilfinningu. Músíkin vakti strax athygli, melódískt rokk sem var ekki óþarflega flókin. „Um leið og ég heyrði bassaganginn hjá Rúna þá vissi ég að þetta var stöngin inn. Þessi tónlist eldist líka svo vel.“ Fyrir utan mennina í frontinum, þá Bubba og Rúnar, voru einnig í hljómsveitinni gítarleikarinn Bergþór Morthens, sem er bróðir Bubba, og trommuleikarinn Gunnlaugur Briem. GCD kom saman á afmælistónleikum Bubba árið 2006 og á Ljósanótt í Keflavík 2009 en þá tók Júlíus, sonur Rúnars, við bassanum og míkrófóninum af föður sínum sem lést árið 2008. „Við Rúnar vorum alltaf í símasambandi nokkrum sinnum í viku. Þú missir ekkert sambandið við svona gæðablóð. Menn sem gera þrjár plötur saman, það er meira en margir aðrir hafa gert.“ Bubbi ætlar að heiðra minningu Rúnars sem hefði orðið sjötugur á árinu með GCD-tónleikum í Hörpu þann 11. september. Reynsluboltinn Pálmi Gunnarsson tekur við bassanum og míkrófóninum. Benedikt Brynleifsson leikur á trommur, Guðmundur Pétursson á gítar, Ingó Geirdal á gítar og Þórir Baldursson á Hammond-orgel.
Tónlist Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira