Er ég mesti kjáni Íslandssögunnar? María Björk Steinarsdóttir skrifar 29. maí 2015 07:00 Ég fylgdi manninum mínum í sérnám til Noregs fyrir næstum 4 árum síðan, en til stóð að vera hér í 3-4 ár. Ég er líffræðingur með 6 ára menntun og um 14 ára starfsreynslu að baki. Í síðasta mánuði rakst ég á spennandi atvinnuauglýsingu á Íslandi, sótti um og fékk starfið. Vá hvað ég var glöð og heppin! Í atvinnuviðtalinu var ég vöruð við að launin væru ekki upp á marga fiska en spennan við að flytja aftur heim yfirgnæfði þann hluta viðtalsins. Grein sem birtist á Vísi 18. maí síðastliðinn (Náttúrufræðingar á LSH, Una Bjarnadóttir) kom mér svo „niður á jörðina“ aftur. Í starfi mínu hér í Noregi sem ófagmenntaður aðstoðarmaður á bæjarreknum leikskóla fæ ég nefnilega 499.086 krónur í heildarlaun og útborgað 321.106 krónur. Í mínu tilvonandi nýja starfi á Landspítala þar sem háskólamenntunar er krafist eru heildarlaun samkvæmt launatöflu um 334.485 krónur samkvæmt mínum björtustu vonum. Rosalegt vægast sagt. Í samanburði á launum á Íslandi og í Noregi er alltaf sagt „já en það er nú allt annað svo miklu dýrara í Noregi“. Þrátt fyrir það safnast peningar á okkar bankareikning hér í Noregi, og þá meina ég safnast þannig að það er virkilega hægt að leggja fyrir fyrst og kaupa svo! Og ég tala nú ekki um ferðast og njóta lífsins. Nú styttist í að ég byrji í nýrri vinnu… ef verkfall leysist. Ég er spennt en spyr sjálfa mig á hverjum degi hvort ég sé hugsanlega mesti kjáni Íslandssögunnar eins og vinir mínir á Íslandi segja mér? Sé bara litið til ósanngjarnra launa fyrir störf sem krefjast háskólamenntunar, er svarið hiklaust já, svona lætur maður ekki bjóða sér. Fréttir undanfarið um aukinn fólksflótta frá Íslandi að nýju, úff og já spillingin í stjórnmálunum, virðingarleysi fyrir umhverfinu okkar og fólkinu í landinu og græðgi bankanna svo fátt sé nefnt eru ekki til að bæta ímynd mína við heimflutning. En kjáninn vill heim til fjölskyldunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Tengdar fréttir Náttúrufræðingar á LSH Una Bjarnadóttir, trúnaðarmaður náttúrufræðinga á Landspítalanum, skrifar. 18. maí 2015 16:48 Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Sjá meira
Ég fylgdi manninum mínum í sérnám til Noregs fyrir næstum 4 árum síðan, en til stóð að vera hér í 3-4 ár. Ég er líffræðingur með 6 ára menntun og um 14 ára starfsreynslu að baki. Í síðasta mánuði rakst ég á spennandi atvinnuauglýsingu á Íslandi, sótti um og fékk starfið. Vá hvað ég var glöð og heppin! Í atvinnuviðtalinu var ég vöruð við að launin væru ekki upp á marga fiska en spennan við að flytja aftur heim yfirgnæfði þann hluta viðtalsins. Grein sem birtist á Vísi 18. maí síðastliðinn (Náttúrufræðingar á LSH, Una Bjarnadóttir) kom mér svo „niður á jörðina“ aftur. Í starfi mínu hér í Noregi sem ófagmenntaður aðstoðarmaður á bæjarreknum leikskóla fæ ég nefnilega 499.086 krónur í heildarlaun og útborgað 321.106 krónur. Í mínu tilvonandi nýja starfi á Landspítala þar sem háskólamenntunar er krafist eru heildarlaun samkvæmt launatöflu um 334.485 krónur samkvæmt mínum björtustu vonum. Rosalegt vægast sagt. Í samanburði á launum á Íslandi og í Noregi er alltaf sagt „já en það er nú allt annað svo miklu dýrara í Noregi“. Þrátt fyrir það safnast peningar á okkar bankareikning hér í Noregi, og þá meina ég safnast þannig að það er virkilega hægt að leggja fyrir fyrst og kaupa svo! Og ég tala nú ekki um ferðast og njóta lífsins. Nú styttist í að ég byrji í nýrri vinnu… ef verkfall leysist. Ég er spennt en spyr sjálfa mig á hverjum degi hvort ég sé hugsanlega mesti kjáni Íslandssögunnar eins og vinir mínir á Íslandi segja mér? Sé bara litið til ósanngjarnra launa fyrir störf sem krefjast háskólamenntunar, er svarið hiklaust já, svona lætur maður ekki bjóða sér. Fréttir undanfarið um aukinn fólksflótta frá Íslandi að nýju, úff og já spillingin í stjórnmálunum, virðingarleysi fyrir umhverfinu okkar og fólkinu í landinu og græðgi bankanna svo fátt sé nefnt eru ekki til að bæta ímynd mína við heimflutning. En kjáninn vill heim til fjölskyldunnar.
Náttúrufræðingar á LSH Una Bjarnadóttir, trúnaðarmaður náttúrufræðinga á Landspítalanum, skrifar. 18. maí 2015 16:48
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun