Stelpugrín er reyndar fyndið Guðrún Ansnes skrifar 27. maí 2015 13:00 Stöllurnar bregða sér í allra kvikinda líki í þáttunum og hér sjást þær í gervum bandarískra ferðamanna. „Þetta eru grínþættir sem upphaflega áttu að vera leikrit. Svo var þetta svo sketsalegt að við ákváðum að fara frekar með þetta í sjónvarpið,“ segir Júlíana Sara Gunnarsdóttir, annar helmingur tvíeykisins Þær tvær. Grínþættirnir Þær tvær fara í loftið á Stöð 2 í lok júní en um ræðir grínþáttaröð upp á sex þætti sem Júlíana skrifar og leikur í ásamt Völu Kristínu Eiríksdóttur. „Við grínumst um allt á milli himins og jarðar í þessum þáttum. Leyfum fólki að kynnast persónum vel og sköpum þannig tengsl,“ segir Júlíana og bætir við að týpurnar séu mikið til fengnar lánaðar úr daglegu lífi þeirra beggja: „Það þekkja allir eitthvað í þessum persónum,“ segir hún og skellir upp úr. Aðspurð um hvort þær stöllur hafi meðvitað ætlað sér að standa uppi í hárinu á karllægum heimi grínista segir Júlíana svo vera: „Kynjaskiptingin var okkur mjög hugleikin og við ákváðum strax að við vildum hafa þetta okkar, við stelpurnar með okkar grín.“ Báðar eru þær menntaðar leikkonur, Júlíana frá Rose Bruford í Bretlandi en Vala er að útskrifast frá Listaháskóla Íslands á næstunni. Verða þættirnir sex talsins. Þær eru að vonum spenntar fyrir frumrauninni og iða í skinninu eftir viðbrögðum áhorfenda. „Vala fer svo að vinna í Borgarleikhúsinu í sumar og ég ætla að eignast barn, gifta mig og flytja,“ segir Júlíana hin kátasta í lokin.Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Júlíönu og Völu úr Íslandi í dag þar sem meðal annars eru sýnd nokkur atriði úr þættinum. Bíó og sjónvarp Þær tvær Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
„Þetta eru grínþættir sem upphaflega áttu að vera leikrit. Svo var þetta svo sketsalegt að við ákváðum að fara frekar með þetta í sjónvarpið,“ segir Júlíana Sara Gunnarsdóttir, annar helmingur tvíeykisins Þær tvær. Grínþættirnir Þær tvær fara í loftið á Stöð 2 í lok júní en um ræðir grínþáttaröð upp á sex þætti sem Júlíana skrifar og leikur í ásamt Völu Kristínu Eiríksdóttur. „Við grínumst um allt á milli himins og jarðar í þessum þáttum. Leyfum fólki að kynnast persónum vel og sköpum þannig tengsl,“ segir Júlíana og bætir við að týpurnar séu mikið til fengnar lánaðar úr daglegu lífi þeirra beggja: „Það þekkja allir eitthvað í þessum persónum,“ segir hún og skellir upp úr. Aðspurð um hvort þær stöllur hafi meðvitað ætlað sér að standa uppi í hárinu á karllægum heimi grínista segir Júlíana svo vera: „Kynjaskiptingin var okkur mjög hugleikin og við ákváðum strax að við vildum hafa þetta okkar, við stelpurnar með okkar grín.“ Báðar eru þær menntaðar leikkonur, Júlíana frá Rose Bruford í Bretlandi en Vala er að útskrifast frá Listaháskóla Íslands á næstunni. Verða þættirnir sex talsins. Þær eru að vonum spenntar fyrir frumrauninni og iða í skinninu eftir viðbrögðum áhorfenda. „Vala fer svo að vinna í Borgarleikhúsinu í sumar og ég ætla að eignast barn, gifta mig og flytja,“ segir Júlíana hin kátasta í lokin.Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Júlíönu og Völu úr Íslandi í dag þar sem meðal annars eru sýnd nokkur atriði úr þættinum.
Bíó og sjónvarp Þær tvær Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira