Kaleo á ferð og flugi um Bandaríkin Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. maí 2015 09:15 Hér er Kaleo að leika ljúfa tóna á trjádrumbi í Nýju Mexíkó í aprílmánuði. Félagarnir voru að keyra í gegnum Bandaríkin og sáu þennan fallega trjádrumb og vildu ólmir taka lagið á honum. Hljómsveitin Kaleo hefur síðustu mánuði verið á ferð og flugi um Bandaríkin, eftir að hafa gert plötusamning við Atlantic Records í lok síðasta árs. Strákarnir luku nýverið tónleikaferðalagi með ástralska tónlistarmanninum Vance Joy við góðar undirtektir. Hljómsveitin er um þessar mundir að kynna lagið sitt, All the pretty girls, á hinum ýmsu útvarpsstöðvum víða um landið en lagið stökk upp í 24. sætið á Billboard-listanum í vikunni sem leið. Á vefsíðu Billboard er einnig umfjöllun um sveitina og farið fögrum orðum um hana.Hér eru meðlimir sveitarinnar ásamt UFC bardagaíþróttamanninum Conor Mcgregor sem er einmitt góður vinur Gunnars Nelson. Þeir voru á tónleikaferðalagi og Jökull meiddist á fingri og ákváðu þeir að fara í hljóðver í Los Angeles og hittu þeir stjörnuna þar.Kaleo vinnur einnig um þessar mundir að sinni næstu plötu samhliða því að ferðast og koma fram á hinum ýmsu tónleikum. „Við nýtum allan lausan tíma þegar við erum ekki að ferðast eða spila til þess að komast í stúdíó og taka upp. Það þýðir að við erum að vinna í mismunandi hljóðverum á mismunandi stöðum. Það getur verið erfitt og krefjandi en það gengur vel,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og annar gítarleikara Kaleo. Hann segir sveitina stefna á að gefa út nýtt efni á næstunni. „Við munum gefa út nýtt lag í byrjun sumars sem ber heitið Way down we go,“ segir Jökull spurður út í nýja efnið. Sveitin kemur meðal annars fram á Life is Beautiful hátíðinni í Las Vegas í september en þar koma fram tónlistarmenn á borð Stevie Wonder, Duran Duran og Weezer svo nokkur nöfn séu nefnd. Hægt er að fylgjast með Kaleo á öllum helstu samfélagsmiðlum undir „officialkaleo“. Hér má sjá nokkrar myndir frá ferðum strákanna.Hljómsveitin Kaleo kom fram á tónleikum í Mexíkó fyrir skemmstu. Ekki spillir fyrir að tónleikar fóru fram í sól og hita á ströndinni. Tónleikarnir voru hluti af útvarpsráðstefnu þar útvarpsstjórar hina ýmsu útvarpsstöðva ljáðu sveitinni eyra.Kaleo hefur undanfarnar vikur verið á tónleikaferðalagið með áströlsku hljómsveitinni Vance Joy og hefur sú ferð gengið mjög vel.Á góðri stund í Las Vegas fyrir skömmu. Tónlist Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Hljómsveitin Kaleo hefur síðustu mánuði verið á ferð og flugi um Bandaríkin, eftir að hafa gert plötusamning við Atlantic Records í lok síðasta árs. Strákarnir luku nýverið tónleikaferðalagi með ástralska tónlistarmanninum Vance Joy við góðar undirtektir. Hljómsveitin er um þessar mundir að kynna lagið sitt, All the pretty girls, á hinum ýmsu útvarpsstöðvum víða um landið en lagið stökk upp í 24. sætið á Billboard-listanum í vikunni sem leið. Á vefsíðu Billboard er einnig umfjöllun um sveitina og farið fögrum orðum um hana.Hér eru meðlimir sveitarinnar ásamt UFC bardagaíþróttamanninum Conor Mcgregor sem er einmitt góður vinur Gunnars Nelson. Þeir voru á tónleikaferðalagi og Jökull meiddist á fingri og ákváðu þeir að fara í hljóðver í Los Angeles og hittu þeir stjörnuna þar.Kaleo vinnur einnig um þessar mundir að sinni næstu plötu samhliða því að ferðast og koma fram á hinum ýmsu tónleikum. „Við nýtum allan lausan tíma þegar við erum ekki að ferðast eða spila til þess að komast í stúdíó og taka upp. Það þýðir að við erum að vinna í mismunandi hljóðverum á mismunandi stöðum. Það getur verið erfitt og krefjandi en það gengur vel,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og annar gítarleikara Kaleo. Hann segir sveitina stefna á að gefa út nýtt efni á næstunni. „Við munum gefa út nýtt lag í byrjun sumars sem ber heitið Way down we go,“ segir Jökull spurður út í nýja efnið. Sveitin kemur meðal annars fram á Life is Beautiful hátíðinni í Las Vegas í september en þar koma fram tónlistarmenn á borð Stevie Wonder, Duran Duran og Weezer svo nokkur nöfn séu nefnd. Hægt er að fylgjast með Kaleo á öllum helstu samfélagsmiðlum undir „officialkaleo“. Hér má sjá nokkrar myndir frá ferðum strákanna.Hljómsveitin Kaleo kom fram á tónleikum í Mexíkó fyrir skemmstu. Ekki spillir fyrir að tónleikar fóru fram í sól og hita á ströndinni. Tónleikarnir voru hluti af útvarpsráðstefnu þar útvarpsstjórar hina ýmsu útvarpsstöðva ljáðu sveitinni eyra.Kaleo hefur undanfarnar vikur verið á tónleikaferðalagið með áströlsku hljómsveitinni Vance Joy og hefur sú ferð gengið mjög vel.Á góðri stund í Las Vegas fyrir skömmu.
Tónlist Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“