Hættum að henda mat Viktoría Hermannsdóttir skrifar 27. maí 2015 09:30 Talið er að um þriðjungur þeirra matvæla sem framleidd eru í heiminum endi í ruslinu. Ef við heimfærum tölur frá nágrannalöndum okkar um mat sem er hent yfir á Ísland þá má varlega áætla að hver Íslendingur hendi um 100 kílóum af mat á ári. Ég er eins og flestir Íslendingar, ég hendi mat. Aðallega af því ég kaupi of mikið og svo kann ég ekki að elda þannig að oft endar máltíðin í ruslinu því hún er óæt. Ég hef samt undanfarið ár eða svo pælt mun meira í þessum málum eftir að mér var bent á þá staðreynd að með því að henda mat væri ég að henda peningum. Nú fer ég nánast aldrei og kaupi fulla körfu í stórverslunum eins og ég gerði áður. Ég pæli meira í því hvað ég set ofan í körfuna, hvort ég muni nota það og þá hvernig. Ég fer líka oftar í búð og kaupi þá frekar minna í einu eða hreinlega kaupi tilbúinn mat þar sem stundum er það ódýrara þar sem allt er selt í svo stórum umbúðum. Salat er bara til í risapokum og það sama á við um flest annað. Þess vegna endar enn þá alltaf eitthvað í ruslinu, því miður, þó minna en áður. Fréttir voru sagðar af því í vikunni að franska þingið hefði samþykkt frumvarp sem meinar stórmörkuðum að henda mat. Í stað þess að mat sé hent á að gefa hann góðgerðarsamtökum. Þetta mætti líka taka upp hér. Miklu magni af mat er hent úr stórmörkuðum hérlendis, stundum er gámunum læst svo fólk geti ekki tekið matinn sem á að henda og í sumum tilvikum er hann hreinlega eyðilagður svo fólk geti ekki tekið hann. Hversu klikkað er það? Við erum að tala um mat sem er verið að fara að henda. Væri ekki nær lagi að gefa þennan mat til góðgerðarsamtaka sem gætu komið matnum til þeirra sem þurfa á honum að halda? Á Facebook eru hópar þar sem fólk óskar eftir mat og aðrir gefa mat. Þar koma inn fjölmargar beiðnir frá fólki sem á ekki fyrir mat. Væri ekki tilvalið að þeir sem eru í neyð gætu fengið matinn sem á að henda? Það er fáránlegt að á sama tíma og öllum þessum mat er hent þá er fólk sem á engan mat. Er ekki hægt að samhæfa þetta eitthvað þannig að allir græði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viktoría Hermannsdóttir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun
Talið er að um þriðjungur þeirra matvæla sem framleidd eru í heiminum endi í ruslinu. Ef við heimfærum tölur frá nágrannalöndum okkar um mat sem er hent yfir á Ísland þá má varlega áætla að hver Íslendingur hendi um 100 kílóum af mat á ári. Ég er eins og flestir Íslendingar, ég hendi mat. Aðallega af því ég kaupi of mikið og svo kann ég ekki að elda þannig að oft endar máltíðin í ruslinu því hún er óæt. Ég hef samt undanfarið ár eða svo pælt mun meira í þessum málum eftir að mér var bent á þá staðreynd að með því að henda mat væri ég að henda peningum. Nú fer ég nánast aldrei og kaupi fulla körfu í stórverslunum eins og ég gerði áður. Ég pæli meira í því hvað ég set ofan í körfuna, hvort ég muni nota það og þá hvernig. Ég fer líka oftar í búð og kaupi þá frekar minna í einu eða hreinlega kaupi tilbúinn mat þar sem stundum er það ódýrara þar sem allt er selt í svo stórum umbúðum. Salat er bara til í risapokum og það sama á við um flest annað. Þess vegna endar enn þá alltaf eitthvað í ruslinu, því miður, þó minna en áður. Fréttir voru sagðar af því í vikunni að franska þingið hefði samþykkt frumvarp sem meinar stórmörkuðum að henda mat. Í stað þess að mat sé hent á að gefa hann góðgerðarsamtökum. Þetta mætti líka taka upp hér. Miklu magni af mat er hent úr stórmörkuðum hérlendis, stundum er gámunum læst svo fólk geti ekki tekið matinn sem á að henda og í sumum tilvikum er hann hreinlega eyðilagður svo fólk geti ekki tekið hann. Hversu klikkað er það? Við erum að tala um mat sem er verið að fara að henda. Væri ekki nær lagi að gefa þennan mat til góðgerðarsamtaka sem gætu komið matnum til þeirra sem þurfa á honum að halda? Á Facebook eru hópar þar sem fólk óskar eftir mat og aðrir gefa mat. Þar koma inn fjölmargar beiðnir frá fólki sem á ekki fyrir mat. Væri ekki tilvalið að þeir sem eru í neyð gætu fengið matinn sem á að henda? Það er fáránlegt að á sama tíma og öllum þessum mat er hent þá er fólk sem á engan mat. Er ekki hægt að samhæfa þetta eitthvað þannig að allir græði?
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun