Forn speki Hávamála á erindi við okkur í dag Magnús Guðmundsson skrifar 26. maí 2015 12:00 Möguleikhúsið frumsýnir leikverkið Hávamál eftir Þórarinn Eldjárn annað kvöld. Visir/GVA „Þetta er svona dálítið í óbeinu framhaldi af Völuspá sem við vorum með árið 2000 og Þórarinn vann líka með okkur,“ segir Pétur Eggerz, leikari og forsvarsmaður Möguleikhússins, sem er tuttugu og fimm ára um þessar mundir. Í tilefni af þessum tímamótum frumsýnir Möguleikhúsið leikverkið Hávamál eftir Þórarin Eldjárn næstkomandi miðvikudag. Einungis þrjár sýningar verða í boði nú í vor og eru þær hluti af dagskrá Listahátíðarinnar í Reykjavík. „Það er ekki aðeins að Þórarinn sé nú aftur með okkur heldur erum við líka með danskan leikstjóra rétt eins og í Völuspá. Reyndar ekki sama danska leikstjórann,“ bætir Pétur við og hlær. „En við höfum líka unnið með þessum áður.“ Leikstjóri sýningarinnar er Torkild Lindebjerg en hann leikstýrði Tveir menn og kassi sem var tilnefnd til Grímuverðlauna árið 2004. Líkast til er þetta í fyrsta sinn sem Hávamál eru færð í leikbúning enda viðamikið verk án hefðbundinnar dramatískrar uppbyggingar enda eru þau fyrst og fremst heilræði. Pétur segir að þessi hugmynd hafi eiginlega dottið inn í spjalli við Þórarin og þróast áfram í samvinnu. „Aðalverkefnið var að búa til ramma og ná að setja þetta í form sem fellur að leikhúsinu. Þórarinn valdi erindin sem unnið er með, en þau eru einkum úr Gestaþættinum. Hann setur þetta yfir á nútímaíslensku og síðan finnum við saman leið til þess að ná utan um það sem er verið að segja. Við nýttum hugmyndafundi og spuna, þreifuðum okkur áfram þar til þetta var komið en þetta var heilmikið ferli.“Rammi verksins er með þeim hætti að unglingsstúlka og móðir hennar hafa villst á fjöllum. Þær koma að sérkennilegu tré þar sem þeim birtist dularfullur maður er kemur undarlega fyrir, en áður en yfir lýkur þurfa mæðgurnar að horfast í augu við sjálfar sig og samskiptin sín á milli. „Málið er að í Hávamálum er forn speki sem kallast á við okkar daglega líf. Vísdómsorð sem falla ekki úr gildi því það er verið að kenna okkur að lifa lífinu eins og almennilegar manneskjur.“ Pétur nefnir einnig að sýningin er unnin í samvinnu við Teater Martin Mutter í Svíþjóð og þaðan komi búningahönnuður verksins, Catherine Giacomini. „Það er svo fyrirhugað að við förum og leikum Hávamál í Svíþjóð á næsta ári en með haustinu komum við til með að sýna í samstarfi við skóla og hugsanlega verða líka fleiri almennar sýningar.“ Auk Péturs leika þær Alda Arnardóttir og Anna Brynja Baldursdóttir í sýningunni. Leikmynd er í höndum Rósu Sigrúnar Jónsdóttur. „Svo erum við með frábæra tónlist sem Guðni Franzson hefur samið fyrir okkur og Stefán Franz Guðnason syngur auk þess sem sjálfur Megas ljær okkur rödd sína. Það er nú afskaplega viðeigandi enda Megas með sönnu tákngervingur tímaleysis.“ Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Sjá meira
„Þetta er svona dálítið í óbeinu framhaldi af Völuspá sem við vorum með árið 2000 og Þórarinn vann líka með okkur,“ segir Pétur Eggerz, leikari og forsvarsmaður Möguleikhússins, sem er tuttugu og fimm ára um þessar mundir. Í tilefni af þessum tímamótum frumsýnir Möguleikhúsið leikverkið Hávamál eftir Þórarin Eldjárn næstkomandi miðvikudag. Einungis þrjár sýningar verða í boði nú í vor og eru þær hluti af dagskrá Listahátíðarinnar í Reykjavík. „Það er ekki aðeins að Þórarinn sé nú aftur með okkur heldur erum við líka með danskan leikstjóra rétt eins og í Völuspá. Reyndar ekki sama danska leikstjórann,“ bætir Pétur við og hlær. „En við höfum líka unnið með þessum áður.“ Leikstjóri sýningarinnar er Torkild Lindebjerg en hann leikstýrði Tveir menn og kassi sem var tilnefnd til Grímuverðlauna árið 2004. Líkast til er þetta í fyrsta sinn sem Hávamál eru færð í leikbúning enda viðamikið verk án hefðbundinnar dramatískrar uppbyggingar enda eru þau fyrst og fremst heilræði. Pétur segir að þessi hugmynd hafi eiginlega dottið inn í spjalli við Þórarin og þróast áfram í samvinnu. „Aðalverkefnið var að búa til ramma og ná að setja þetta í form sem fellur að leikhúsinu. Þórarinn valdi erindin sem unnið er með, en þau eru einkum úr Gestaþættinum. Hann setur þetta yfir á nútímaíslensku og síðan finnum við saman leið til þess að ná utan um það sem er verið að segja. Við nýttum hugmyndafundi og spuna, þreifuðum okkur áfram þar til þetta var komið en þetta var heilmikið ferli.“Rammi verksins er með þeim hætti að unglingsstúlka og móðir hennar hafa villst á fjöllum. Þær koma að sérkennilegu tré þar sem þeim birtist dularfullur maður er kemur undarlega fyrir, en áður en yfir lýkur þurfa mæðgurnar að horfast í augu við sjálfar sig og samskiptin sín á milli. „Málið er að í Hávamálum er forn speki sem kallast á við okkar daglega líf. Vísdómsorð sem falla ekki úr gildi því það er verið að kenna okkur að lifa lífinu eins og almennilegar manneskjur.“ Pétur nefnir einnig að sýningin er unnin í samvinnu við Teater Martin Mutter í Svíþjóð og þaðan komi búningahönnuður verksins, Catherine Giacomini. „Það er svo fyrirhugað að við förum og leikum Hávamál í Svíþjóð á næsta ári en með haustinu komum við til með að sýna í samstarfi við skóla og hugsanlega verða líka fleiri almennar sýningar.“ Auk Péturs leika þær Alda Arnardóttir og Anna Brynja Baldursdóttir í sýningunni. Leikmynd er í höndum Rósu Sigrúnar Jónsdóttur. „Svo erum við með frábæra tónlist sem Guðni Franzson hefur samið fyrir okkur og Stefán Franz Guðnason syngur auk þess sem sjálfur Megas ljær okkur rödd sína. Það er nú afskaplega viðeigandi enda Megas með sönnu tákngervingur tímaleysis.“
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Sjá meira