Náttúruminjasafn gegnt Arnarhóli Björn B. Björnsson skrifar 22. maí 2015 07:00 Holan stóra við hlið Hörpu er tvær lóðir. Sú sem er nær höfninni verður hótel en hin, sem snýr að Arnarhóli, er í eigu Landsbankans. Bankinn hefur hug á að reisa þar aðalstöðvar sínar, en forsætisráðherra hefur staðið gegn þeim áformum. Ég held að flestir Íslendingar séu sammála Sigmundi Davíð um að fráleitt sé að banki í almannaeigu eyði milljörðum króna í að reisa bankahöll í hjarta höfuðborgarinnar eftir það sem á undan er gengið. Svo fjölmennur vinnustaður myndi líka auka á umferðar- og bílastæðavanda miðborgarinnar. Höfuðstöðvar Landsbankans má vel byggja fjær miðborginni og nær stórum umferðaræðum. Vegna mótstöðu forsætisráðherra við byggingaráform bankans mun ekkert gerast í þessum hluta holunnar á næstunni – en á sama tíma verður byggt upp á öllum öðrum lóðum á svæðinu milli Hörpu og miðbæjarins. Bankinn virðist ætla að bíða þangað til tækifæri skapast til að koma áformum sínum í gegn. Á sama tíma er eitt höfuðsafn þjóðarinnar, Náttúruminjasafn Íslands, geymt í kössum því ekkert safnhús er til. Til að bæta úr því ófremdarástandi hafa verið uppi hugmyndir um að búa til einhvers konar sýningu í Perlunni í samstarfi við fjárfesta. Ætlunin er að þeir fái tekjur sýningarinnar og þannig fjárfestingu sína til baka. Ekki er mikil reisn yfir þeim áformum, enda hefur Alþingi ekki fengist til að veita fé til verksins. Þar sem Landsbankinn er í almannaeigu ættu stjórnvöld að geta komið því í kring að þessi lóð verði nýtt undir Náttúruminjasafn Íslands. Myndarlegt safn á þessum fallega stað væri stórhuga lausn sem hæfði vel þeim sessi sem náttúra landsins á í hjörtum okkar allra – og sú tilfinning mun vaxa á næstu árum, áratugum og öldum. Erlendir ferðamenn koma flestir til Íslands vegna náttúru landsins svo ekki er að efa að stórt og spennandi safn á þessum stað yrði gríðarlega fjölsótt og skilaði miklum tekjum. Sjálfsagt er að fram fari alþjóðleg samkeppni um útlit jafn mikilvægrar byggingar svo safnið geti í framtíðinni orðið eitt af einkennum Reykjavíkur og stolt allra Íslendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Björn B. Björnsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Holan stóra við hlið Hörpu er tvær lóðir. Sú sem er nær höfninni verður hótel en hin, sem snýr að Arnarhóli, er í eigu Landsbankans. Bankinn hefur hug á að reisa þar aðalstöðvar sínar, en forsætisráðherra hefur staðið gegn þeim áformum. Ég held að flestir Íslendingar séu sammála Sigmundi Davíð um að fráleitt sé að banki í almannaeigu eyði milljörðum króna í að reisa bankahöll í hjarta höfuðborgarinnar eftir það sem á undan er gengið. Svo fjölmennur vinnustaður myndi líka auka á umferðar- og bílastæðavanda miðborgarinnar. Höfuðstöðvar Landsbankans má vel byggja fjær miðborginni og nær stórum umferðaræðum. Vegna mótstöðu forsætisráðherra við byggingaráform bankans mun ekkert gerast í þessum hluta holunnar á næstunni – en á sama tíma verður byggt upp á öllum öðrum lóðum á svæðinu milli Hörpu og miðbæjarins. Bankinn virðist ætla að bíða þangað til tækifæri skapast til að koma áformum sínum í gegn. Á sama tíma er eitt höfuðsafn þjóðarinnar, Náttúruminjasafn Íslands, geymt í kössum því ekkert safnhús er til. Til að bæta úr því ófremdarástandi hafa verið uppi hugmyndir um að búa til einhvers konar sýningu í Perlunni í samstarfi við fjárfesta. Ætlunin er að þeir fái tekjur sýningarinnar og þannig fjárfestingu sína til baka. Ekki er mikil reisn yfir þeim áformum, enda hefur Alþingi ekki fengist til að veita fé til verksins. Þar sem Landsbankinn er í almannaeigu ættu stjórnvöld að geta komið því í kring að þessi lóð verði nýtt undir Náttúruminjasafn Íslands. Myndarlegt safn á þessum fallega stað væri stórhuga lausn sem hæfði vel þeim sessi sem náttúra landsins á í hjörtum okkar allra – og sú tilfinning mun vaxa á næstu árum, áratugum og öldum. Erlendir ferðamenn koma flestir til Íslands vegna náttúru landsins svo ekki er að efa að stórt og spennandi safn á þessum stað yrði gríðarlega fjölsótt og skilaði miklum tekjum. Sjálfsagt er að fram fari alþjóðleg samkeppni um útlit jafn mikilvægrar byggingar svo safnið geti í framtíðinni orðið eitt af einkennum Reykjavíkur og stolt allra Íslendinga.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar