Ljóstrað upp leyndarmáli á Instagram Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 13. maí 2015 15:00 Sjónvarpsþáttaraðirnar Sex and the City og kvikmyndirnar tvær sem fylgdu í kjölfarið hafa notið talsverðra vinsælda. Vísir/Getty Leikkonan Sarah Jessica Parker deildi mynd af sér á Instagram-reikningi sínum sem vakti umræðu um að þriðja Sex and the City-myndin, eða Beðmál í borginni eins og það útleggst á íslensku, væri hugsanleg. Parker deildi mynd af sér þar sem hún sést arka út úr stórversluninni Bloomingdales með einkennisinnkaupapoka verslunarinnar í hendi. Undir myndina skrifaði hún að hún væri bundin þagnareiði en myndi, líkt og venjulega, upplýsa aðdáendur um öll atriði um leið og hægt væri. Myndin kveikti von í brjósti margra aðdáenda um að hér væri um að ræða staðfestingu á því að þriðja myndin í Sex and the City-röðinni væri í bígerð en Warner Bros-stúdíóið, sem framleitt hefur myndirnar, sendi út tilkynningu í kjölfarið um að Instagram-myndin væri ekki í neinum tengslum við Sex and the City og vilja sumir því geta sér til um það að Parker stefni á að selja skólínu sína í Bloomingdales, en skórnir hafa fram til þessa verið falir í Neiman Marcus, Nordstrom og Zappos Couture. Sex and the City-myndirnar eru orðnar tvær og eru þær gerðar eftir að hinar vinsælu samnefndu þáttaraðir luku göngu sinni. Alls voru framleiddar sex þáttaraðir og með aðalhlutverk, auk Parker, fóru þær Kim Cattrall, Kristin Davis og Cynthia Nixon. Hér má sjá myndina sem Sarah Jessica Parker birti á Instagram síðu sinni. Well. I guess the cat's out of the (little brown) bag. As usual, we will keep you posted on every detail as we are able. I'm under a strict gag order until then. Xx, Sj A photo posted by SJP (@sarahjessicaparker) on May 11, 2015 at 1:03pm PDT Bíó og sjónvarp Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikkonan Sarah Jessica Parker deildi mynd af sér á Instagram-reikningi sínum sem vakti umræðu um að þriðja Sex and the City-myndin, eða Beðmál í borginni eins og það útleggst á íslensku, væri hugsanleg. Parker deildi mynd af sér þar sem hún sést arka út úr stórversluninni Bloomingdales með einkennisinnkaupapoka verslunarinnar í hendi. Undir myndina skrifaði hún að hún væri bundin þagnareiði en myndi, líkt og venjulega, upplýsa aðdáendur um öll atriði um leið og hægt væri. Myndin kveikti von í brjósti margra aðdáenda um að hér væri um að ræða staðfestingu á því að þriðja myndin í Sex and the City-röðinni væri í bígerð en Warner Bros-stúdíóið, sem framleitt hefur myndirnar, sendi út tilkynningu í kjölfarið um að Instagram-myndin væri ekki í neinum tengslum við Sex and the City og vilja sumir því geta sér til um það að Parker stefni á að selja skólínu sína í Bloomingdales, en skórnir hafa fram til þessa verið falir í Neiman Marcus, Nordstrom og Zappos Couture. Sex and the City-myndirnar eru orðnar tvær og eru þær gerðar eftir að hinar vinsælu samnefndu þáttaraðir luku göngu sinni. Alls voru framleiddar sex þáttaraðir og með aðalhlutverk, auk Parker, fóru þær Kim Cattrall, Kristin Davis og Cynthia Nixon. Hér má sjá myndina sem Sarah Jessica Parker birti á Instagram síðu sinni. Well. I guess the cat's out of the (little brown) bag. As usual, we will keep you posted on every detail as we are able. I'm under a strict gag order until then. Xx, Sj A photo posted by SJP (@sarahjessicaparker) on May 11, 2015 at 1:03pm PDT
Bíó og sjónvarp Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira