Endurkoma bókarinnar Stjórnarmaðurinn skrifar 13. maí 2015 07:00 Tækninýjungum fylgja gjarnan dómsdagsspár um að það sem fyrir er á fleti hljóti að hverfa snarlega. Þannig spáðu menn að útvarpið myndi líða undir lok þegar sjónvarpið kom á vettvang og margir hafa keppst við að spá endalokum hins eða þessa eftir tilkomu internetsins – hvort sem það er verslun upp á gamla mátann, dagblöð eða mannleg samskipti án tilstuðlanar samfélagsmiðla. Stjórnarmaðurinn las því af nokkurri athygli fréttir af bóksölu frá Bretlandi. Sala á fýsískum bókum er þar nokkuð stöðug, og hefur verið undanfarin ár. Sérstaka athygli vekur hins vegar að sala á barnabókum er í mikilli sókn og hefur aukist um 11% milli ára. Hefur salan ekki verið meiri frá árinu 2007, þegar síðasta bókin um Harry Potter kom út. Við þetta má bæta að verulega hefur hægst á vexti í sölu á rafbókum. Salan jókst um 11% í fyrra, 19% árið áður og 65% árið þar á undan. Nú er staðan sú að þriðja hver bók sem seld er í Bretlandi er rafbók. Sú staðreynd að hægst hefur á vexti í sölu rafbóka bendir til þess að jafnvægi sé að nást milli slíkra bóka og fýsískra bóka. Þetta er hið sama og smám saman hefur gerst varðandi sölu á netinu. Rótgrónir smásalar geta ekki lengur komið með bjartsýnisspár um að brátt verði sala á netinu stærstur hluti heildarsölu og vöxturinn eftir því. Netið er ekki lengur nýtt, heldur nokkurn veginn föst stærð. Fyrir rótgróið vörumerki sem stundað hefur viðskipti upp á gamla mátann, þykir gott ef í mesta lagi þriðjungur sölu fer fram gegnum netið. Þetta vita fjárfestar og aðrir þátttakendur á markaðnum. Við þetta má bæta að talsverð aukning hefur orðið á lestri tímarita í heiminum eftir tilkomu internetsins. En svo við víkjum aftur að tölunum frá Bretlandi þá er önnur athyglisverð staðreynd þessi mikli vöxtur í sölu barnabóka. Þetta bendir til þess að foreldrar sem ólust upp við bækur, en urðu fullorðnir með snjallsíma í lófanum vilji að börnin deili þeirri upplifun að halda á bók upp á gamla mátann. Bóksalar á Íslandi og annars staðar skulu því ekki missa móðinn. Bókin er ekki á leiðinni út heldur mun hún vonandi lifa í sátt og samlyndi við rafbókina. Spurningin er bara hvar jafnvægið liggur.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Fleiri fréttir Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Sjá meira
Tækninýjungum fylgja gjarnan dómsdagsspár um að það sem fyrir er á fleti hljóti að hverfa snarlega. Þannig spáðu menn að útvarpið myndi líða undir lok þegar sjónvarpið kom á vettvang og margir hafa keppst við að spá endalokum hins eða þessa eftir tilkomu internetsins – hvort sem það er verslun upp á gamla mátann, dagblöð eða mannleg samskipti án tilstuðlanar samfélagsmiðla. Stjórnarmaðurinn las því af nokkurri athygli fréttir af bóksölu frá Bretlandi. Sala á fýsískum bókum er þar nokkuð stöðug, og hefur verið undanfarin ár. Sérstaka athygli vekur hins vegar að sala á barnabókum er í mikilli sókn og hefur aukist um 11% milli ára. Hefur salan ekki verið meiri frá árinu 2007, þegar síðasta bókin um Harry Potter kom út. Við þetta má bæta að verulega hefur hægst á vexti í sölu á rafbókum. Salan jókst um 11% í fyrra, 19% árið áður og 65% árið þar á undan. Nú er staðan sú að þriðja hver bók sem seld er í Bretlandi er rafbók. Sú staðreynd að hægst hefur á vexti í sölu rafbóka bendir til þess að jafnvægi sé að nást milli slíkra bóka og fýsískra bóka. Þetta er hið sama og smám saman hefur gerst varðandi sölu á netinu. Rótgrónir smásalar geta ekki lengur komið með bjartsýnisspár um að brátt verði sala á netinu stærstur hluti heildarsölu og vöxturinn eftir því. Netið er ekki lengur nýtt, heldur nokkurn veginn föst stærð. Fyrir rótgróið vörumerki sem stundað hefur viðskipti upp á gamla mátann, þykir gott ef í mesta lagi þriðjungur sölu fer fram gegnum netið. Þetta vita fjárfestar og aðrir þátttakendur á markaðnum. Við þetta má bæta að talsverð aukning hefur orðið á lestri tímarita í heiminum eftir tilkomu internetsins. En svo við víkjum aftur að tölunum frá Bretlandi þá er önnur athyglisverð staðreynd þessi mikli vöxtur í sölu barnabóka. Þetta bendir til þess að foreldrar sem ólust upp við bækur, en urðu fullorðnir með snjallsíma í lófanum vilji að börnin deili þeirri upplifun að halda á bók upp á gamla mátann. Bóksalar á Íslandi og annars staðar skulu því ekki missa móðinn. Bókin er ekki á leiðinni út heldur mun hún vonandi lifa í sátt og samlyndi við rafbókina. Spurningin er bara hvar jafnvægið liggur.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Fleiri fréttir Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Sjá meira