Konsept sem fleiri ættu að kynnast Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar 8. maí 2015 12:00 Anna Gyða tók að sér hlutverk tökumanns, leikstjóra og hljóðmanns. Vísir/valli Lögfræðineminn Anna Gyða Sigurgísladóttir tók sér hlé frá námi til þess að gera heimildarmynd. Myndin, Problem? Oh, That‘s An Opportunity, verður frumsýnd í Bíói Paradís á morgun, 9. maí klukkan 18. „Mig langaði til að gera heimildarmynd um samfelagslega frumkvodlastarfsemi. Ég vil nú ekki gefa of mikið upp, en þetta snýst um að finna nýjar lausnir á samfélagslegum vandamálum,“ segir Anna Gyða, aðspurð um efni heimildarmyndarinnar. Í myndinni er fjallað um fimm dæmi um samfélagslega frumkvöðla en svo er konseptið sjálft og heimurinn í dag skoðaður í því samhengi. „Mig langaði að rannsaka þetta efni, því eftir að ég kynntist þessu þá gaf það mér von um að þetta myndi breytast og að hægt væri að finna nýjar lausnir á gömlum vandamálum. Mér finnst þetta konsept sem fleiri þurfa að vita af svo ég fann sterka þörf og löngun til að leggjast í þetta heimildarmyndaferli. En það var ekki til mjög mikið efni svo ég ákvað bara að gera það sjálf.“ Anna ferðaðist til Bandaríkjanna, Svíþjóðar og Belgíu, ásamt því að taka upp efni í gegnum Skype frá Perú og Kanada. Hún tók allt efnið upp sjálf, bæði hljóð og mynd, en þetta er fyrsta mynd Önnu. „Ég fékk hljóðmann til þess að mixa hljóðið í lokin og svo fékk ég teiknara til að myndskreyta myndina og gera hana líflegri og skemmtilegri.“Hér fyrir neðan er sýnishorn úr myndinni en hægt er að kynna sér hana nánar á Facebook-síðu hennar. Problem? Oh, That's An Opportunity - Official Trailer from Anna Gyða on Vimeo. Bíó og sjónvarp Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Lögfræðineminn Anna Gyða Sigurgísladóttir tók sér hlé frá námi til þess að gera heimildarmynd. Myndin, Problem? Oh, That‘s An Opportunity, verður frumsýnd í Bíói Paradís á morgun, 9. maí klukkan 18. „Mig langaði til að gera heimildarmynd um samfelagslega frumkvodlastarfsemi. Ég vil nú ekki gefa of mikið upp, en þetta snýst um að finna nýjar lausnir á samfélagslegum vandamálum,“ segir Anna Gyða, aðspurð um efni heimildarmyndarinnar. Í myndinni er fjallað um fimm dæmi um samfélagslega frumkvöðla en svo er konseptið sjálft og heimurinn í dag skoðaður í því samhengi. „Mig langaði að rannsaka þetta efni, því eftir að ég kynntist þessu þá gaf það mér von um að þetta myndi breytast og að hægt væri að finna nýjar lausnir á gömlum vandamálum. Mér finnst þetta konsept sem fleiri þurfa að vita af svo ég fann sterka þörf og löngun til að leggjast í þetta heimildarmyndaferli. En það var ekki til mjög mikið efni svo ég ákvað bara að gera það sjálf.“ Anna ferðaðist til Bandaríkjanna, Svíþjóðar og Belgíu, ásamt því að taka upp efni í gegnum Skype frá Perú og Kanada. Hún tók allt efnið upp sjálf, bæði hljóð og mynd, en þetta er fyrsta mynd Önnu. „Ég fékk hljóðmann til þess að mixa hljóðið í lokin og svo fékk ég teiknara til að myndskreyta myndina og gera hana líflegri og skemmtilegri.“Hér fyrir neðan er sýnishorn úr myndinni en hægt er að kynna sér hana nánar á Facebook-síðu hennar. Problem? Oh, That's An Opportunity - Official Trailer from Anna Gyða on Vimeo.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira