Ein frábær frumraun: „Ætlaði upphaflega að skrifa skemmtilegt hlutverk fyrir mig“ Guðrún Ansnes skrifar 8. maí 2015 10:00 Menn þurfa að hafa sig alla við til að komast aftur niður á jörðina eftir draumkennt frumsýningarpartí. Hrós á hrós ofan. vísir/stefán Gunnar Hansson og Davíð Óskar Ólafsson tóku höndum saman og tylltu sér saman í leikstjórastól kvikmyndarinnar Bakk, sem frumsýnd var í vikunni. Myndin hefur fengið vægast sagt góða dóma og komu téðir dómar þeim hreint út sagt í galopna skjöldu. „Ég vissi ekkert hvernig ég átti að taka þessu, var fólk kannski bara að vera kurteist?“ segir Davíð Óskar og skellir upp úr. Hann segir viðbrögðin hafa verið hreint ótrúleg. „Ég tek undir með Davíð, ég vissi ekkert við hverju maður átti að búast. En einhver sagði mér svo að stemningin í partíinu myndi segja manni satt, og hún var virkilega góð og fólk tilbúið að fara út í smáatriðin sem því líkaði í myndinni,“ bætir Gunnar við en Gunnar skrifaði handritið og lék aðalhlutverkið í myndinni. „Ég ætlaði upphaflega bara að skrifa skemmtilegt hlutverk fyrir mig. Mig langaði að gera svona karakter, sem fólk tengir við. Sýna svolítið að við erum bæði góð og vond, og okkur þykir við sjaldnast vera vondi gæinn,“ segir Gunnar. Hann er gríðarlega sáttur með frumraun sína í leikstjórastólnum og kepptust þeir félagarnir við að lofsama hvor annan. „Mér finnst við hafa náð að bæta hvor annan upp á verulega skemmtilegan hátt,“ skaut hann að. Á milli þess sem þeir skiptust á blíðuhótum dásömuðu þeir restina af hópnum og ekki hvað síst Víking Kristjánsson og Sögu Garðarsdóttur, sem einnig fara með stórar rullur í myndinni. „Saga var stundum svolítið á reiki, en gríðarlega æst í að gera betur. Við þurftum stundum að stoppa hana á fluginu og benda henni á að hún væri komin með efni í aðra mynd,“ segir Davíð sposkur. Þegar tvíeykið er innt eftir frægð og frama segja þeir allt slíkt lítið annað en plús, markmið myndarinnar hafi verið að fá Íslendinga í kvikmyndahús þar sem þeir gætu átt góða, létta stund yfir skemmtilegri mynd. „Og reyndar er mér einhvern veginn nákvæmlega sama hvernig týpa af mynd þetta er, þetta snýst allt um að tengjast áhorfandanum, snerta við honum og miðað við viðbrögðin sem við höfum fengið, held ég að okkur hafi tekist ætlunarverkið,“ segir Gunnar í lokin kampakátur. Hvorugur útilokaði frekari setu í leikstjórastólum framtíðarinnar, svo spennandi verður að fylgjast með hvað kemur næst. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bakk fær sex stjörnur af fimm mögulegum Máni Pétursson kíkti á forsýningu Bakk í gærkvöldi. 7. maí 2015 17:45 Frumflutt á Vísi: Lag Snorra Helgasonar úr kvikmyndinni Bakk Snorri Helgason sér um tónlist myndarinnar Bakk sem frumsýnd verður 8. maí. 21. apríl 2015 16:16 Nánast alltaf hress, nautsterk en sveimhuga og skortir rýmisgreind Saga Garðarsdóttir var í nærmynd í Ísland í dag. 7. maí 2015 14:00 Frumsýnt á Vísi: Stikla úr kvikmyndinni Bakk Bakk, kvikmynd Gunnars Hanssonar, verður frumsýnd 8. maí næstkomandi. 13. apríl 2015 16:14 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Gunnar Hansson og Davíð Óskar Ólafsson tóku höndum saman og tylltu sér saman í leikstjórastól kvikmyndarinnar Bakk, sem frumsýnd var í vikunni. Myndin hefur fengið vægast sagt góða dóma og komu téðir dómar þeim hreint út sagt í galopna skjöldu. „Ég vissi ekkert hvernig ég átti að taka þessu, var fólk kannski bara að vera kurteist?“ segir Davíð Óskar og skellir upp úr. Hann segir viðbrögðin hafa verið hreint ótrúleg. „Ég tek undir með Davíð, ég vissi ekkert við hverju maður átti að búast. En einhver sagði mér svo að stemningin í partíinu myndi segja manni satt, og hún var virkilega góð og fólk tilbúið að fara út í smáatriðin sem því líkaði í myndinni,“ bætir Gunnar við en Gunnar skrifaði handritið og lék aðalhlutverkið í myndinni. „Ég ætlaði upphaflega bara að skrifa skemmtilegt hlutverk fyrir mig. Mig langaði að gera svona karakter, sem fólk tengir við. Sýna svolítið að við erum bæði góð og vond, og okkur þykir við sjaldnast vera vondi gæinn,“ segir Gunnar. Hann er gríðarlega sáttur með frumraun sína í leikstjórastólnum og kepptust þeir félagarnir við að lofsama hvor annan. „Mér finnst við hafa náð að bæta hvor annan upp á verulega skemmtilegan hátt,“ skaut hann að. Á milli þess sem þeir skiptust á blíðuhótum dásömuðu þeir restina af hópnum og ekki hvað síst Víking Kristjánsson og Sögu Garðarsdóttur, sem einnig fara með stórar rullur í myndinni. „Saga var stundum svolítið á reiki, en gríðarlega æst í að gera betur. Við þurftum stundum að stoppa hana á fluginu og benda henni á að hún væri komin með efni í aðra mynd,“ segir Davíð sposkur. Þegar tvíeykið er innt eftir frægð og frama segja þeir allt slíkt lítið annað en plús, markmið myndarinnar hafi verið að fá Íslendinga í kvikmyndahús þar sem þeir gætu átt góða, létta stund yfir skemmtilegri mynd. „Og reyndar er mér einhvern veginn nákvæmlega sama hvernig týpa af mynd þetta er, þetta snýst allt um að tengjast áhorfandanum, snerta við honum og miðað við viðbrögðin sem við höfum fengið, held ég að okkur hafi tekist ætlunarverkið,“ segir Gunnar í lokin kampakátur. Hvorugur útilokaði frekari setu í leikstjórastólum framtíðarinnar, svo spennandi verður að fylgjast með hvað kemur næst.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Bakk fær sex stjörnur af fimm mögulegum Máni Pétursson kíkti á forsýningu Bakk í gærkvöldi. 7. maí 2015 17:45 Frumflutt á Vísi: Lag Snorra Helgasonar úr kvikmyndinni Bakk Snorri Helgason sér um tónlist myndarinnar Bakk sem frumsýnd verður 8. maí. 21. apríl 2015 16:16 Nánast alltaf hress, nautsterk en sveimhuga og skortir rýmisgreind Saga Garðarsdóttir var í nærmynd í Ísland í dag. 7. maí 2015 14:00 Frumsýnt á Vísi: Stikla úr kvikmyndinni Bakk Bakk, kvikmynd Gunnars Hanssonar, verður frumsýnd 8. maí næstkomandi. 13. apríl 2015 16:14 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Bakk fær sex stjörnur af fimm mögulegum Máni Pétursson kíkti á forsýningu Bakk í gærkvöldi. 7. maí 2015 17:45
Frumflutt á Vísi: Lag Snorra Helgasonar úr kvikmyndinni Bakk Snorri Helgason sér um tónlist myndarinnar Bakk sem frumsýnd verður 8. maí. 21. apríl 2015 16:16
Nánast alltaf hress, nautsterk en sveimhuga og skortir rýmisgreind Saga Garðarsdóttir var í nærmynd í Ísland í dag. 7. maí 2015 14:00
Frumsýnt á Vísi: Stikla úr kvikmyndinni Bakk Bakk, kvikmynd Gunnars Hanssonar, verður frumsýnd 8. maí næstkomandi. 13. apríl 2015 16:14