Ekki vera steiktur í sólinni Lára G. Sigurðardóttir læknir og fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins skrifar 8. maí 2015 11:00 Vísir/Getty Eftir langan dimman vetur er freistandi að baka sig í sólinni loksins þegar hún sýnir sig. Hvort aðdráttarafl sólarinnar er merki um ákall á D-vítamín eða annað veit ég ekki. En hvaða áhrif hafa sólargeislarnir? Sólin sendir frá sér margar tegundir af geislum. Við þekkjum best útfjólubláu geislana UVA og UVB sem geta skemmt erfðaefni húðfruma og þannig leitt til öldrunar húðar og húðkrabbameina.Hversu skaðlegir útfjólubláu geislarnir eru fer eftir nokkrum atriðum:1. Sólargeislarnir eru hættulegastir milli kl. 11 og 14.2. Því lengur sem þú ert í sólinni því meiri skaða geturðu orðið fyrir.3. Eftir því sem sólargeislarnir eru nær miðbaug því hættulegri eru þeir.4. Því hærra frá sjávarmáli sem þú ert því sterkari eru geislarnir.5. Skýin veita ekki örugga vörn og geislarnir geta endurspeglast frá sumum skýjum.6. Sólargeislarnir endurvarpast frá jörðinni, sérstaklega vatni og snjó.7. Höfuðfat og klæðnaður eða sólarvörn verndar þig gagnvart sólargeislunum.8. Að halda sig í skugga veitir góða vörn, sérstaklega um hádegisbil. Sólbruni eða brún húð eru merki um að húðin hefur orðið fyrir skaða af völdum útfjólublárra geisla. Til langs tíma getur það valdið ótímabærri öldrun húðar með tilheyrandi línum og minnkuðum teygjanleika ásamt öldrunarblettum og öðrum blettum sem breyst geta í húðkrabbamein. Af húðkrabbameinunum eru sortuæxli alvarlegust. Auk þess að hafa skaðleg áhrif á húðina auka útfjólubláu geislarnir einnig líkur á að fá ský á auga eða önnur augnvandamál.Vísir/GettyÞekkir þú áhættuþætti eða einkenni sortuæxla? Þó svo að allir geti fengið sortuæxli þá eru nokkrir þættir sem geta aukið líkur á myndun sortuæxla:1. Húð sem brennur auðveldlega. 2. Að hafa brunnið í sól eða ljósabekkjum, sérstaklega fyrir 18 ára aldur. 3. Ljós húð sem þolir illa sólina. 4. Að hafa marga fæðingarbletti. 5. Óreglulegir fæðingarblettir. 6. Ef náinn ættingi hefur greinst með sortuæxli.Vísir/GettySíðan er mikilægt að vera vakandi fyrir einkennum sortuæxla því yfirleitt sjáum við þau með berum augum. Ef blettur hefur eitt eftirtalinna atriða þá getur það bent til sortuæxlis:1. Ósamhverfur.2. Óreglulegir jaðrar.3. Fleiri en einn litur.4. Hefur breyst að einhverju leyti, t.d. stækkað.5. Kláði eða sár. Allir sem hafa áhættuþátt eða blett með ofangreint einkenni ættu að láta lækni skoða sig. Sortuæxli er auðvelt að lækna ef það greinist á byrjunarstigi en getur verið erfitt við að eiga nái það að dreifa sér. Því er svo mikilvægt að gæta hófs í sólböðum eins í öðru í lífinu. Ekki steikja á sér húðina, við þurfum á heilbrigðri húð að halda alla ævi. Heilsa Tengdar fréttir Smyrðu þig með sólarvörn Sólin skín eins og enginn sé morgundagurinn svo það er vissara að smyrja sig með góðri sólarvörn 6. maí 2015 16:00 Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Eftir langan dimman vetur er freistandi að baka sig í sólinni loksins þegar hún sýnir sig. Hvort aðdráttarafl sólarinnar er merki um ákall á D-vítamín eða annað veit ég ekki. En hvaða áhrif hafa sólargeislarnir? Sólin sendir frá sér margar tegundir af geislum. Við þekkjum best útfjólubláu geislana UVA og UVB sem geta skemmt erfðaefni húðfruma og þannig leitt til öldrunar húðar og húðkrabbameina.Hversu skaðlegir útfjólubláu geislarnir eru fer eftir nokkrum atriðum:1. Sólargeislarnir eru hættulegastir milli kl. 11 og 14.2. Því lengur sem þú ert í sólinni því meiri skaða geturðu orðið fyrir.3. Eftir því sem sólargeislarnir eru nær miðbaug því hættulegri eru þeir.4. Því hærra frá sjávarmáli sem þú ert því sterkari eru geislarnir.5. Skýin veita ekki örugga vörn og geislarnir geta endurspeglast frá sumum skýjum.6. Sólargeislarnir endurvarpast frá jörðinni, sérstaklega vatni og snjó.7. Höfuðfat og klæðnaður eða sólarvörn verndar þig gagnvart sólargeislunum.8. Að halda sig í skugga veitir góða vörn, sérstaklega um hádegisbil. Sólbruni eða brún húð eru merki um að húðin hefur orðið fyrir skaða af völdum útfjólublárra geisla. Til langs tíma getur það valdið ótímabærri öldrun húðar með tilheyrandi línum og minnkuðum teygjanleika ásamt öldrunarblettum og öðrum blettum sem breyst geta í húðkrabbamein. Af húðkrabbameinunum eru sortuæxli alvarlegust. Auk þess að hafa skaðleg áhrif á húðina auka útfjólubláu geislarnir einnig líkur á að fá ský á auga eða önnur augnvandamál.Vísir/GettyÞekkir þú áhættuþætti eða einkenni sortuæxla? Þó svo að allir geti fengið sortuæxli þá eru nokkrir þættir sem geta aukið líkur á myndun sortuæxla:1. Húð sem brennur auðveldlega. 2. Að hafa brunnið í sól eða ljósabekkjum, sérstaklega fyrir 18 ára aldur. 3. Ljós húð sem þolir illa sólina. 4. Að hafa marga fæðingarbletti. 5. Óreglulegir fæðingarblettir. 6. Ef náinn ættingi hefur greinst með sortuæxli.Vísir/GettySíðan er mikilægt að vera vakandi fyrir einkennum sortuæxla því yfirleitt sjáum við þau með berum augum. Ef blettur hefur eitt eftirtalinna atriða þá getur það bent til sortuæxlis:1. Ósamhverfur.2. Óreglulegir jaðrar.3. Fleiri en einn litur.4. Hefur breyst að einhverju leyti, t.d. stækkað.5. Kláði eða sár. Allir sem hafa áhættuþátt eða blett með ofangreint einkenni ættu að láta lækni skoða sig. Sortuæxli er auðvelt að lækna ef það greinist á byrjunarstigi en getur verið erfitt við að eiga nái það að dreifa sér. Því er svo mikilvægt að gæta hófs í sólböðum eins í öðru í lífinu. Ekki steikja á sér húðina, við þurfum á heilbrigðri húð að halda alla ævi.
Heilsa Tengdar fréttir Smyrðu þig með sólarvörn Sólin skín eins og enginn sé morgundagurinn svo það er vissara að smyrja sig með góðri sólarvörn 6. maí 2015 16:00 Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Smyrðu þig með sólarvörn Sólin skín eins og enginn sé morgundagurinn svo það er vissara að smyrja sig með góðri sólarvörn 6. maí 2015 16:00