Peningar og niðursoðnar perur Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 6. maí 2015 07:00 Stundum, þegar mig langar til að eiga rosalega mikið af peningum, reyni ég að ímynda mér með hvaða ráðum ég geti komist að kjötkötlunum, helst án þess að að hafa nokkuð fyrir því. Ekki mjög virðingarvert markmið, ég veit. Mig dauðlangar bara til að vera með í ruglinu, með þessum stóru, fá bónus eða arðgreiðslur eða eitthvað úthlutað á silfurfati. Þyrfti ekkert að hlaupa á milljörðum, milljónir væru alveg nóg. Ég ber ekki ættarnafn og gæti tæplega rakið mig aftur til lénsherra af nokkru tagi og er þannig ekki áskrifandi að auðæfum. Reyndar kem ég frá bænum Engi og ættarnöfn eru oft byggð á átthögum fólks. Kannski get ég búið mér til ættarnafn, Eng- eitthvað! Það er peningahljómur í því. Held reyndar að það sé bannað að búa til nýtt ættarnafn á Íslandi og ég treysti mér ekki í slaginn við mannanafnanefnd. Hljómar eins og vesen og allsendis óvíst að Engeitthvað-nafnið myndi skila mér nokkru. Það kæmist upp um mig á fyrsta ættarmóti, að grilla humarinn á einnota grilli við kúlutjald. Helst þyrfti ég að eiga útgerð. Kaupa skip og græja net, stígvél og sjógalla. Ef ég bara vissi muninn á botnvörpu og dragnót eða hvaða möskvastærðir eru notaðar við þorskveiðar, eða makrílveiðar öllu heldur. Einu kynni mín af sjávarútvegi eru þrjár vikur í frystihúsi á Höfn við að afhausa kola. Fékk engan bónus þar, ekki einu sinni íspinna. Hvernig get ég þá komið mér innundir á réttum stöðum? Og þá rann það upp fyrir mér. Ég kann að baka. Ég baka bestu súkkulaðikökur í heimi. Ólíkt hlutföllum í möskvastærð til makrílveiða myndu hlutföll smjörs og sykurs ekki vefjast fyrir mér. Kakó og hveiti, sykur og íslenskt smjör, komið með þetta allt og ég vippa upp ómótstæðilegri djöflatertu með svo ljúfu kremi að það verður draumi líkast að sökkva í hana tönnum. Og af því að ég er einmitt farin að hamstra dósamat þessa dagana á ég eina niðursuðudós með perum í búrskápnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun
Stundum, þegar mig langar til að eiga rosalega mikið af peningum, reyni ég að ímynda mér með hvaða ráðum ég geti komist að kjötkötlunum, helst án þess að að hafa nokkuð fyrir því. Ekki mjög virðingarvert markmið, ég veit. Mig dauðlangar bara til að vera með í ruglinu, með þessum stóru, fá bónus eða arðgreiðslur eða eitthvað úthlutað á silfurfati. Þyrfti ekkert að hlaupa á milljörðum, milljónir væru alveg nóg. Ég ber ekki ættarnafn og gæti tæplega rakið mig aftur til lénsherra af nokkru tagi og er þannig ekki áskrifandi að auðæfum. Reyndar kem ég frá bænum Engi og ættarnöfn eru oft byggð á átthögum fólks. Kannski get ég búið mér til ættarnafn, Eng- eitthvað! Það er peningahljómur í því. Held reyndar að það sé bannað að búa til nýtt ættarnafn á Íslandi og ég treysti mér ekki í slaginn við mannanafnanefnd. Hljómar eins og vesen og allsendis óvíst að Engeitthvað-nafnið myndi skila mér nokkru. Það kæmist upp um mig á fyrsta ættarmóti, að grilla humarinn á einnota grilli við kúlutjald. Helst þyrfti ég að eiga útgerð. Kaupa skip og græja net, stígvél og sjógalla. Ef ég bara vissi muninn á botnvörpu og dragnót eða hvaða möskvastærðir eru notaðar við þorskveiðar, eða makrílveiðar öllu heldur. Einu kynni mín af sjávarútvegi eru þrjár vikur í frystihúsi á Höfn við að afhausa kola. Fékk engan bónus þar, ekki einu sinni íspinna. Hvernig get ég þá komið mér innundir á réttum stöðum? Og þá rann það upp fyrir mér. Ég kann að baka. Ég baka bestu súkkulaðikökur í heimi. Ólíkt hlutföllum í möskvastærð til makrílveiða myndu hlutföll smjörs og sykurs ekki vefjast fyrir mér. Kakó og hveiti, sykur og íslenskt smjör, komið með þetta allt og ég vippa upp ómótstæðilegri djöflatertu með svo ljúfu kremi að það verður draumi líkast að sökkva í hana tönnum. Og af því að ég er einmitt farin að hamstra dósamat þessa dagana á ég eina niðursuðudós með perum í búrskápnum.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun